Fréttasafn

Ársfundur SFV 2024

Lesa meira...

 

Ársfundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl kl. 14:30 - 16:30 í Laugarásbíói.

Skráning fer fram HÉR

DAGSKRÁ:

Lesa meira...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Hrafnista tekur Bara tala íslenskukennslu app í notkun

Lesa meira...

Hrafnista hefur tekið Bara tala íslenskukennslu appið í notkun fyrir starfsfólk sitt. Hjá Hrafnistu starfar stór og öflugur hópur starfsfólks með annað móðurmál en íslensku. Hrafnista leggur mikla áherslu á að styðja við starfsfólk sitt að læra íslensku og er Bara tala ætlað starfsfólki sem er á 1. og 2. stigi í íslenskukennslu á Hrafnistu. Með því að bæta appinu við er fjölbreytni aukin í íslenskukennslu og getur fólk lært íslensku hvar og hvenær sem er.

Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni þar sem áhersla er lögð á framsögn, framburð, samtöl og orðaforða. Það er von okkar að appið nýtist fólki vel til að æfa sig í öruggu umhverfi þegar þeim sjálfum hentar.

Í appinu er bæði almennur og starfstengdur orðaforði sem styrkir starfsfólk og eykur hæfni þeirra, sjálfstraust og öryggi í starfi.

Á meðfylgjandi mynd eru þær Guðlaug D. Jónasdóttir og Auður Böðvarsdóttir mannauðsráðgjafar á Hrafnistu ásamt Guðmundi Auðunssyni og Jóni Gunnari Þórðarsyni frá Bara Tala.

 

Lesa meira...

Boðaþing LÍFSHLAUPS MEISTARAR Hrafnistu 2024!

Lesa meira...

Í annað sinn á þremur árum fagnar Hrafnista Boðaþing sigri sem Lífshlaups meistarar Hrafnistu. Lífshlaupið er árlegt heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Vinnustaðakeppni í Lífshlaupinu stendur yfir í þrjár vikur í febrúar og hefur starfsfólk á Hrafnistuheimilunum ekki látið sitt eftir liggja. Stofnaðir hafa verið fjölmargir hreyfihópar innan Hrafnistu og heimilin hafa síðan keppt sín á milli um titilinn Lífshlaups meistarar Hrafnistu.

Keppnin var hörð að þessu sinni og sigurvegararnir frá í fyrra á Hrafnistu Skógarbæ börðust til síðasta blóðdropa og aðeins vantaði herslumun upp á að liðið héldi farandbikarnum áfram í Breiðholtinu. Skammt á eftir komu síðan Hrafnista Sléttuvegur og Hrafnista Ísafold. Tekið skal fram að öll heimilin stóðu sig frábærlega! Nöfn allra þátttakenda í Lífshlaupinu á Hrafnistu fóru síðan í pott og gat starfsfólk átt von á veglegum vinningum þegar dregið var af handahófi upp úr pottinum. Fjölmargir voru dregnir út og verða vinningar afhentir á næstu dögum.

Átakið lífgaði svo sannarlega upp á annars dimman febrúarmánuð og var stórkostlegt að fylgjast með frammistöðu starfsfólks.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar þátttakendur Hrafnistu í Boðaþingi (á myndina vantar fjölmargar kempur) tóku á móti farandbikarnum til varðveislu í eitt ár sem Lífshlaupsmeistarar Hrafnistu 2024.

Hrafnista óskar öllum þátttakendum til hamingju með frábæra frammistöðu!

 

Lesa meira...

Er eldra fólk auðlind peningaaflanna?

Lesa meira...

Eftirfarandi grein eftir Aríel Pétursson formann Sjómannadagsráðs birtist í Morgunblaðinu í dag:

Er eldra fólk auðlind peningaaflanna?

Málaflokkur öldrunarmála og öll sú margvíslega þjónusta sem veitt er af fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum hefur vafalaust alla burði til þess að vera gróðavænlegur bransi þar sem hægt væri að græða á tá og fingri. En líkt og skólakerfi landsmanna, löggæsla og fleiri mikilvægir innviðir sem skapa samfélag okkar er öldrunarþjónustan einnig grundvallarstoð samfélagslegra innviða og ætti því samkvæmt því að lúta lögmálum óarðsemisdrifins rekstrar líkt og gegnir til að mynda um Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins sem eiga Hrafnistuheimilin og auðvitað fleiri rekstraraðila.

Eigendur og rekstraraðilar hjúkrunarheimila eru af þrennu tagi: Hið opinbera (ríkið og sveitarfélög), hagnaðardrifnir einkaaðilar með samning við hið opinbera um bæði leigu húsnæðis og greiðslu daggjalda, og loks óhagnaðardrifnir einkaaðilar og sjálfseignarstofnanir með samning við hið opinbera; stundum kallaður þriðji geirinn.

Sjómannadagsráð, sem á og rekur Hrafnistuheimilin og íbúðaleigufélagið Naustavör er óhagnaðardrifið einkafyrirtæki, þar sem aldrei er greiddur arður til eigenda. Sjómannadagsráð, ásamt dótturfélagi sínu Naustavör með sínum 350 leiguíbúðum, er búið að vera í farsælum rekstri í 67 ár án þess að tekin hafi verið svo mikið sem ein króna út úr rekstrinum til að greiða eigendum. Allt afgangsfé, þegar það gerist, hefur frá upphafi verið varið til viðhalds fasteigna, bættrar þjónustu og eftir atvikum til frekari uppbyggingar. Þeir sem standa að baki Sjómannadagsráðs gera það með tvennt í huga: af þeirri hugsjón að láta gott af sér leiða til samfélagsins og í leiðinni að búa sjálfum sér áhyggjulaust ævikvöld í framtíðinni, enda verðum við sjálf öldruð ef við berum til þess gæfu. Sömu sögu er að segja af bakhjörlum t.d. Grundar sem starfað hefur í meira en 100 ár.

Nú, sem betur fer, eru breytingar fyrirhugaðar á fyrirkomulagi við fjármögnun fasteigna undir hjúkrunarheimili sem hafa verið á forræði ríkis og sveitarfélaga í fjölmörg ár. Núverandi fyrirkomulag hefur leitt af sér hæga uppbyggingu nýrra rýma og þegar þau hafa verið reist hafa þau gjarnan verið fokdýr. Dæmi um það er tvöfalt hærra verð á fermetra við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi heldur en við Sléttuveg í Fossvogi, en síðar nefnda verkefnið var unnið undir stjórn Sjómannadagsráðs, allt frá alhliða hönnun til vígslu heimilisins þegar íbúar fluttu inn. Hið nýja fyrirkomulag mun gera sjálfstæðum aðilum kleift að láta hendur standa fram úr ermum og byggja ný hjúkrunarrými í takti við aukna eftirspurn og fjölgun í elsta hópi Íslendinga. Frumundirbúningur er þegar hafinn að slíku verkefni á lóð Hrafnistu í Hafnarfirði.

Reykjavíkurborg hefur nýlega gengið til samstarfs við nokkur einkarekin hagnaðardrifin fasteignafélög um þróun „lífsgæðakjarna“ á völdum stöðum í borginni. Félögin hafa kynnt frumhugmyndir um það hvernig þau sjá slík verkefni fyrir sér. Orðið lífsgæðakjarni er þar allt umlykjandi. Orðið tískuorð að því er virðist. Sjómannadagsráð hefur all langa sögu að segja um þróun lífsgæðakjarna. Það er hugtak sem Sjómannadagsráð skilgreindi upphaflega sem hugmyndafræði sem í raun hefur verið fylgt í áratugi hjá Hrafnistu. Það var fyrst skilgreint á fundi starfsmanna Naustavarar árið 2020 sem vantaði gott hugtak yfir það mikla samfélag sem var að byggjast upp á okkar vegum við Sléttuveg í Fossvogi. Þar er um að ræða samfélag þeirra sem búa í sjálfstæðri búsetu í íbúðum sem eru klæðskerasniðnar að þörfum eldra fólks hvar innangengt er í þjónustumiðstöð með miklu framboði af félagsstarfi, afþreyingu, dagdvöl, heilsurækt, hár- og fótsnyrtistofu, matsölu, kaffihúsi ásamt verslun með fjölbreyttu vöruúrvali. Allt þetta er svo sambyggt hjúkrunarheimili og í sameiningu myndast slagkraftur sem aldrei hefur áður þekkst – og því vantaði nýtt hugtak – Lífsgæðakjarnann.

Það er nokkur nýlunda að hagnaðardrifin fasteignafélög sem greiða arð til eigenda hyggi á landvinninga á sviði öldrunarþjónustu með gerð langtímasamninga við ríkið um leigu húsakosts undir starfsemi hjúkrunarheimila. Auðvitað er fullkomlega eðlilegt að einkaaðilar byggi eða breyti og leigi fasteignir fyrir einstaklinga og fyrirtæki, en í sérhæfðu húsnæði hjúkrunarheimilis, og aðallega þar sem að ríkið er milligöngumaður um húsakostinn, hefur einstaklingurinn sem þar býr fátt að segja um hlutskipti sitt og þá aðstöðu og þjónustu sem þar er í boði. Þess vegna er mikilvægt að gengið verði hægt um gleðinnar dyr þegar byggingaraðilar kynna hugmyndir um lífsgæðakjarna því þeir eru ekki bara einhver húsakostur heldur mengi margra óumflýjanlegra og mikilvægra þjónustuatriða sem mynda hinn eina sanna lífsgæðakjarna. Þess vegna geld ég varhug við því að tilvonandi framkvæmdaaðilar styðjist við skilgreininguna lífsgæðakjarni sem í mínum huga er mun meira en aðeins þak yfir höfuðið.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Tónlistarkonan Sigga Ózk í heimsókn á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

Vikan á Hrafnistu Hraunvangi er búin að vera viðburðarrík. Vikan byrjaði meðal annars á því að fagna konudeginum og í dag var Eurovisiongleði í Menningarsalnum þar sem hitað var upp fyrir morgundaginn en þá ráðast úrslit í söngvakeppni sjónvarpsins.

Einn af keppendum söngvakeppninnar, Sigga Ózk kom í heimsókn og söng lagið Um allan alheiminn fyrir íbúa og starfsfólk við góðar undirtektir. Við þökkum Siggu Ózk kærlega fyrir komuna

Vísir og MBL kíktu við

 

Lesa meira...

Vilja geta fjölgað hjúkrunarrýmum á Hrafnistu

Lesa meira...

Mannfjöldaspá hefur sýnt það svart á hvítu að veruleg fjölgun eldra fólks mun eiga sér stað í náinni framtíð og ákall eftir auknum krafti í uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila hefur verið hávær undanfarin ár.  

Í desember sl. sendi Sjómannadagsráð fyrirspurn til skipulags- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðabæjar um breytingu á deiliskipulagi lóðar Sjómannadagsráðs við Hraunvang í Hafnarfirði vegna mögulegra áforma í framtíðinni um að fjölga rýmum á Hrafnistu Hraunvangi og einnig að fjölga leiguíbúðum fyrir aldraða á lóðinni.

Fjarðarfréttir birtu grein í blaði sínu þar sem fjallað er við Aríel Pétursson, formann Sjómannadagsráðs um þetta mál. Greinina má nálgast HÉR

 

 

 

Lesa meira...

Öskudagur á Hrafnistuheimilunum

Lesa meira...

Það voru alls kyns furðuverur sem mættu til vinnu á öskudaginn en rík hefð er fyrir því meðal starfsmanna Hrafnistuheimilanna að klæða sig upp í ýmiskonar gervi á öskudaginn, íbúum og öðrum til tilbreytingar og mikillar gleði. Meðfylgjandi myndir voru teknar á öllum Hrafnistuheimilunum á öskudaginn og tala sínu máli.

 

 

Lesa meira...

Freyja Lára Alexandersdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

Freyja Lára Alexandersdóttir, starfsmaður á Miklatorgi Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Margrét Malena Magnúsdóttir hjúkrunardeildarstjór á Miklatorgi afhenti Freyju Láru starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Þorrablót á Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði

Lesa meira...

Á þorranum hafa verið haldin þorrablót á öllum heimilum Hrafnistu. Föstudaginn 9. febrúar var haldið þorrablót á Hrafnistu Hraunvangi. Trogin voru troðfull af hefðbundnum þorramat,  Örn Árnason var veislustjóri og flutt voru minni karla og kvenna. Að borðhaldi loknu tók hljómsveitin Silfursveiflan við og spilaði undir dansi.

Meðfylgjandi myndir tók Silla Páls ljósmyndari.

 

Lesa meira...

Síða 3 af 177

Til baka takki