Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Sagan

Sjómannadagsráð rekur Hrafnistuheimili í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Reykjanesbæ. Sjómannadagsráð var stofnað í Reykjavík 25. nóvember árið 1937. Í ráðinu sitja 34 fulltrúar sem tilnefndir eru af stéttarfélögum sjómanna á höfuðborgarsvæðinu. Í stjórn Sjómannadagsráðs sitja 5 aðilar sem fulltrúar í ráðinu kjósa sér hverju sinni. Sjómannadagsráð hefur annast árleg hátíðahöld Sjómannadagsins í Reykjavík frá árinu 1938. Árið 1939 var ákveðið að  beita sér fyrir byggingu Dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn.

b_212_141_16777215_00_images_myndasafn_gamlar-myndir.jpegSjá myndaalbúm

Dvalarheimili aldraðra sjómanna (DAS), Hrafnista, tók til starfa í Laugarási í Reykjavík á Sjómannadaginn 2. júní 1957. Tveimur áratugum síðar, Sjómannadaginn 5. júní 1977, hóf Hrafnista Hraunvangi í Hafnarfirði sína starfsemi. Heimilin eru bæði í eigu Sjómannadagsráðs. Hinn 19. mars 2010 hóf Hrafnista starfsemi í Boðaþingi Kópavogi. Hrafnista á Nesvöllum í Reykjanesbæ var vígð 14. mars 2014.  Á sama tíma tók Hrafnista við starfsemi eldra heimilis í Reykjanesbæ, Hrafnistu á Hlévangi. Þann 1. febrúar 2017 tók Hrafnista við rekstri Ísafoldar í Garðabæ og 2. maí 2019 tók Hrafnista við rekstrinum á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sem staðsett er í Árskógum í Reykjavík. Þann 28. febrúar 2020 var svo nýtt hjúkrunarheimili vígt við Sléttuveg í Fossvogi. Heimilið er í eigu ríkissjóðs (85%) og Reykjavíkurborgar (15%) sem samdi við Sjómannadagsráð og Hrafnistu um reksturinn sem jafnframt höfðu umsjón með framkvæmdum, sáu um allan undirbúning, skipulagsmál, útboð og samninga við hönnuði, verktaka og birgja. Hrafnista Sléttuvegi er áttunda heimilið sem Hrafnista starfrækir á suðvesturhorni landsins.

Sjómannadagsráð stofnaði Happdrætti DAS árið 1954 til fjáröflunar á byggingu dvalarheimilisins í Laugarási og hefur rekið það æ síðan. Ráðið stofnaði einnig Laugarásbíó árið 1960 til fjáröflunar og rekur húsnæði þess í dag. Árið 1964 keypti Sjómannadagsráð jörðina Hraunkot í Grímsnesi þar sem rekin er frístundabyggð. Einnig stóð ráðið fyrir stofnun Naustavarar árið 2001 en Naustavör byggir og rekur 260 leiguíbúðir fyrir aldraða í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. 
 
 
Stjórn Sjómannadagsráðs skipa eftirfarandi:

b_150_173_16777215_00_images_starfsfolk_stjorn-sjomannadagsrad_ariel.jpeg

Stjórnarformaður Sjómannadagsráðs
Aríel Pétursson,
félag skipstjórnarmanna.
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
b_150_173_16777215_00_images_starfsfolk_stjorn-sjomannadagsrad_jonas-gardarsson.jpegGjaldkeri
Jónas Garðarsson,
sjómannafélag Íslands.
b_150_173_16777215_00_images_starfsfolk_stjorn-sjomannadagsrad_oddur-magnusson.jpegVaragjaldkeri
Oddur Magnússon,
sjómannafélag Íslands.
b_150_173_16777215_00_images_starfsfolk_stjorn-sjomannadagsrad_sigurdur-olafsson.jpegRitari
Sigurður Ólafsson,
félag vélstjóra og málmtæknimanna.

b_150_173_16777215_00_images_starfsfolk_stjorn-sjomannadagsrad_arni.jpeg

Meðstjórnandi
Árni Sverrisson, 
félag skipstjórnarmanna.
 
Varamenn    
 1. varamaður: Guðmundur Helgi Þórarinsson
 2. varamaður: Jón Rósant Þórarinsson

 
 
 

Framkvæmdaráð

b_150_173_16777215_00_images_starfsfolk_framkvrad_maria-fjola.jpeg
María Fjóla Harðardóttir, forstjóri
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
María Fjóla Harðardóttir var ráðin framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna í byrjun ársins 2015 og gegnir nú stöðu forstjóra Hrafnistuheimilanna. María hefur fjölbreytta reynslu af starfsemi hjúkrunarheimila en hún hefur verið deildarstjóri bæði á Hlévangi í Reykjanesbæ og Sunnuhlíð í Kópavogi. Jafnframt hefur hún starfað hjá hjúkrunarheimilunum Mörk og Eir. María Fjóla er hjúkrunarfræðingur að mennt og með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík. 
 
b_150_173_16777215_00_images_starfsfolk_framkvrad_kristjan.jpeg
Kristján Björgvinsson, fjármálastjóri
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kristján er viðskiptafræðingur að mennt, með löggildingu í endurskoðun, meistarapróf í fjármálum fyrirtækja og próf í verðbréfamiðlun. Hann hefur gríðarlega mikla starfsreynslu og breiða þekkingu úr fjármálageira íslensks atvinnulífs. Áður en Kristján hóf störf hjá Hrafnistu var hann framkvæmdastjóri fjármálasviðs Mjólkursamsölunnar ehf. (MS) og Auðhumlu svf., aðaleiganda MS. Þar á undan var hann fjármálastjóri ýmissa fyrirtækja og ráðgjafi á sviði fjármála og fjárfestinga um árabil. 
 
b_150_173_16777215_00_images_starfsfolk_framkvrad_oddgeir.jpeg
Oddgeir Reynisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Oddgeir er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi en hann hefur meðal annars starfað fyrir Flögu/Medcare og sem fjármálastjóri Nesskipa. Hann var rekstrarstjóri hjá Nova á árunum 2007-2015. Áður en Oddgeir hóf störf hjá Hrafnistu starfaði hann sem útibússtjóri Arion banka í Fjallabyggð.
b_150_173_16777215_00_images_starfsfolk_framkvrad_jakobina.jpeg
Jakobína H. Árnadóttir, mannauðsstjóri
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Jakobína er með meistaragráðu í sálfræði og diplóma í mannauðsstjórnun. Hún býr yfir mikilli reynslu á sviði mannauðsstjórnun og stjórnunar bæði hjá hinu opinbera og á einkamarkaði auk þess að hafa sinnt kennslu við Háskóla Íslands. Áður en Jakobína hóf störf hjá Hrafnistu starfaði hún sem sviðsstjóri ráðninga og mannauðsráðgjafar hjá Capacent en sinnti þar fjölbreyttri mannauðsráðgjöf fyrir hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir. Þar á undan starfaði hún sem mannauðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu, aðstoðarforstjóri og verkefnastjóri hjá Lýðheilsustöð og sem stjórnandi hjá Reykjavíkurborg.
b_150_173_16777215_00_images_starfsfolk_GunnurH.jpeg
Gunnur Helgadóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Gunnur hóf störf á heilbrigðissviði Hrafnistu í janúar 2021. Gunnur er MBA frá Háskólanum í Reykjavík og með B.Sc. próf í hjúkrun frá Háskóla Íslands.  Áður en Gunnur hóf störf á Hrafnistu starfaði hún í 9 ár sem framkvæmdastjóri Vistor sem er leiðandi fyrirtæki á sviði markaðssetningar á lyfjum á Íslandi. Gunnur er með víðtæka almenna stjórnunarreynslu og hefur einnig starfsreynslu sem hjúkrunarfræðingur, mestmegnis frá Svíþjóð þar sem hún starfaði á gjörgæsludeild og hjúkrunarheimilum.
b_150_173_16777215_00_images_starfsfolk_framkvrad_sigrun.jpeg
Sigrún Stefánsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Laugarási
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigrún Stefánsdóttir er forstöðumaður  Hrafnistu Laugarási í Reykjavík. Sigrún hóf störf á Hrafnistu í Reykjavík sem deildarstjóri árið 2003. Hún tók síðan við starfi forstöðumanns á Hrafnistu í Hafnarfirði árið 2011 og sinnti því þar til hún tók við núverandi stöðu árið 2013. Sigrún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.Sc. frá HÍ árið 1991 og lauk diplómanámi í stjórnun frá HÍ árið 2007. Áður starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur á LSH. Hún hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum Hrafnistu.  
b_150_173_16777215_00_images_starfsfolk_framkvrad_ardis.jpeg
Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi 
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Árdís Hulda Eiríksdóttir er forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði. Árdís hóf störf sem gæða- og fræðslustjóri Hrafnistuheimilanna árið 2008 og sinnti því starfi þar til hún tók við starfi forstöðumanns í Hafnarfirði árið 2013. Áður var hún hjúkrunarforstjóri á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum í 9 ár.  Árdís  hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum Hrafnistu. Hún lauk BSc. prófi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1998 og diplómanámi í opinberri stjórnsýslu fyrir heilbrigðisstjórnendur árið 2016.
b_150_173_16777215_00_images_starfsfolk_framkvrad_thura.jpeg

Þuríður Ingibjörg Elísdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Nesvalla og Hlévangs
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Þuríður Ingibjörg Elísdóttir er forstöðumaður Hrafnistu Nesvalla og Hlévangs í Reykjanesbæ Nesvalla og Hlévangs. Þuríður var hjúkrunardeildarstjóri frá opnun Hrafnistu í Reykjanesbæ á Nesvöllum frá mars 2014 áður en hún tók við stöðu forstöðumanns þann 1. janúar 2017. Hún starfaði sem hjúkrunardeildarstjóri Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum á Garðvangi frá árinu 2004. Þuríður á tæpa tveggja áratuga reynslu á sviði öldrunarþjónustu. Þuríður lauk BSc. prófi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 2001.

b_150_173_16777215_00_images_starfsfolk_framkvrad_hronn.jpeg
Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Ísafold
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Hrönn Ljótsdóttir er  forstöðumaður Hrafnistu Ísafold í Garðabæ.  Hrönn hefur starfað á Hrafnistu  frá árinu 1986 fyrst sem sjúkraliði. Frá árinu 2007  starfaði hún sem félagsráðgjafi Hrafnistuheimilanna, en hún lauk BA prófi í félagsráðgjöf  með starfsréttindum frá Háskóla Íslands það ár. Hrönn hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum Hrafnistu. Hún lauk prófi frá Sjúkraliðaskóla Íslands árið 1985 og diplómanámi í opinberri stjórnsýslu fyrir heilbrigðisstjórnendur árið 2016.
 
b_150_173_16777215_00_images_starfsfolk_framkvrad_rebekka.jpeg
Rebekka Ingadóttir, forstöðumaður Hrafnistu Skógarbæ
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Rebekka Ingadóttir er forstöðumaður Hrafnistu Skógarbæ í Reykjavík. Hún lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2008. Hún hefur unnið á Hrafnistu frá því árið 2009, fyrst í aðhlynningu með menntaskóla og svo frá árinu 2010 á Hrafnistu Boðaþingi í Kópavogi. Þar byrjaði Rebekka sem almennur hjúkrunarfræðingur, tók við stöðu aðstoðardeildarstjóra árið 2011 og hefur starfað sem deildarstjóri frá árinu 2013.
 
b_150_173_16777215_00_images_starfsfolk_framkvrad_valgerdur.jpeg
Valgerður Kristín Guðbjörnsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Sléttuvegi
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Valgerður Kristín Guðbjörnsdóttir er forstöðumaður Hrafnistu Sléttuvegi í Reykjavík. Hún er með BS próf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið diplóma gráðu í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Hún starfaði fyrst á Kleppsspítala en hefur unnið nánast óslitið á Hrafnistu í Laugarási síðan árið 2002. Fyrst sem almennur hjúkrunarfræðingur (2004-2007), sem aðstoðardeildarstjóri (2007-2013) og loks sem deildarstjóri á Miklatorgi frá janúar 2013.
 

 
 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur