Dagdvölin Röst á Hrafnistu Sléttuvegi er ætluð þeim sem eru 67 ára eða eldri og búa í Reykjavík. Opið er alla virka daga milli kl. 08:30 - 15:30. Daggestir greiða ákveðið daggjald og er akstur í boði til og frá heimilinu.
Markmið dagdvalar er að viðhalda sjálfstæði einstaklingsins og rjúfa félagslega einangrun. Hrafnista Sléttuvegi hefur leyfi fyrir 30 almennum rýmum í dagdvöl.
Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum er bent á að senda tölvupóst á Dagdvöl Sléttuvegur eða hafa samband í síma 585 3215 eða 585 3214.
Deildarstjóri dagvalar á Hrafnistu Sléttuvegi er Bryndís Rut Logadóttir.
Aðstoðardeildarstjóri dagdvalar er Erna Frímannsdóttir.