Tilkynning til dagdvalargesta vegna COVID-19
Á Hrafnistu er farið eftir sóttvarnarreglum s.s. handþvotti, handsprittun og þrifum á snertiflötum og lögð er áhersla á það við dagdvalargesti og starfsmenn að koma alls ekki í dagdvölina ef viðkomandi er með minnstu einkenni sem gætu bent til Covid-19 s.s. kvef, hita, hósta, hálsbólgu, slappleika, höfuðverk, beinverki, vöðvaverki eða einkenni frá meltingarvegi. Einnig hafa verið gerðar ráðstafanir með fjarlægð á milli gesta eins og hægt er. Nýjustu upplýsingar um reglur tengdar Covid-19 má finna á heimasíðu Hrafnistu.
Dagdvölin á Hrafnistu Boðaþingi er ætluð þeim sem eru 67 ára og eldri og búa í Kópavogi. Opið er alla virka daga milli kl. 08:00 - 16:00. Gestir greiða ákveðið daggjald. Akstur er í boði til og frá heimilinu. Markmið dagdvalar er að viðhalda sjálfstæði einstaklingsins og rjúfa félagslega einangrun aldraðra.
Hrafnista Boðaþing hefur leyfi fyrir 30 rýmum í dagdvöl. Deildarstjóri er Lilja Kristjánsdóttir. Beinn sími deildarstjóra er 531 4014.
Umsókn um dagdvöl má nálgast hér.