Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

b_250_250_16777215_00_images_hrafnistahafnarfirdi_hafnarfjordur-hus.jpeg

Hrafnista Hraunvangur í Hafnarfirði hóf starfsemi sína árið 1977 og er í eigu Sjómannadagsráðs.

Á heimilinu eru hjúkrunarrými fyrir 199 íbúa þar sem viett er sólarhrings hjúkrunar- og læknisþjónusta.

Inntaka íbúa á Hrafnistu Hraunvangi fer fram í gegnum Færni- og heilsumatskerfi Landlæknisembættisins.

Einnig eru í boði hvíldarrými sem sótt er um í gegnum Embætti Landlæknis. Hvíldarinnlögn er tímabundin dvöl í hjúkrunarrými. Markmið þjónustunnar er að gera öldruðum kleift að búa lengur á eigin heimili með því að viðhalda og auka lífsgæði þeirra með markvissu starfi og með því að veita aðstandendum stuðning og ráðgjöf. Meðan á hvíldarinnlögn stendur er lögð rík áhersla á styrkingu líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta. Í hvíldarinnlögn njóta gestir allrar almennrar þjónustu sem Hrafnista býður íbúum heimilisins, þar með talið að taka þátt í almennu félagsstarfi og þeim viðburðum sem í boði eru.

Dagdvöl er starfrækt á Hrafnistu Hraunvangi. Markmið dagdvalar er liður í að viðhalda lífsgæðum einstaklinga, rjúfa félagslega einangrun og sem stuðningur við aðstandendur aldraðra sem búa í heimahúsi. Hrafnista Hraunvangi hefur leyfi fyrir 26 rýmum í dagdvöl.

Allar nánari upplýsingar um Hrafnistu í Hraunvangi má finna í Handbókin þín - íbúar og aðstandendur

Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um heimilið er bent á að senda tölvupóst á netfangið simihh[hja]hrafnista.is eða hringja í síma 585 3000.

Lífsgæðakjarni
Lífsgæðakjarni nær yfir bæði húsnæði og þjónustu þar sem fólki gefst kostur á að auka lífsgæði sín og njóta þess að vera til. Á Hrafnistu Hraunvangi er að finna fjölbreytta þjónustu eins og litla verslun, hárgreiðslustofu, fótaaðgerðarstofu, kaffihús, matsölu o.fl. Á lóð heimilisins, við Hraunvang 1-3, eru 64 leiguíbúðir í eigu Naustavarar, dótturfélags Sjómannadagsráðs. Innangengt er á milli leiguíbúðanna og Hrafnistu í Hraunvangi.  

Aðstaðan

Hrafnista Hraunvangur í Hafnarfirði er staðsett á fallegum stað í hrauninu í norðurbæ Hafnarfjarðar. Leitast er við að hafa umhverfi vistlegt og öruggt. Fólk flytur því með sína persónulegu muni á herbergi sín, eftir því sem kostur er. Rík áhersla er lögð á að aðstandendur og vinir heimilisfólks rækti samband sitt við ættingja sína á heimilinu.  

Kaffihús

b_267_170_16777215_00_images_myndasafn_opnun-kaffihuss-hfj.jpeg
Sjá myndir
Kaffihús var opnað árið 2014 á Hrafnistu Hraunvangi. Þar geta heimilismenn nú tekið á móti aðstandendum og vinum í hlýlegu og notalegu umhverfi.
Deildarstjóri í borðsal og yfirmaður kaffihúss og eldhúss er Kristín Benediktsdóttir kristin.benediktsdottir[hja]hrafnista.is sími 664 9429.
Myndin hér til hliðar er frá opnun kaffihússins.
 
Frá opnun kaffihússins.
 

Til baka takki

Fótur - hfj

 Hrafnista Hraunvangur ~ Sími 585 3000 ~ Hraunvangur 7 ~ 220 Hafnarfirði ~ kt. 491177-0129 ~ hrafnista@hrafnista.is

 

 

 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur