Hrafnista Hraunvangur ~ Sími 585 3000 ~ Hraunvangur 7 ~ 220 Hfj ~ This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Hrafnista Hraunvangur í Hafnarfirði er stærsta öldrunarheimili landsins en það var tekið í notkun árið 1977. Jafnframt er þar starfrækt dagdvöl. Á heimilinu búa 199 heimilismenn. Í dagdvölinni eru 26 pláss sem einstaklingar nýta 2-5 daga í viku.
Á lóð heimilisins, við Hraunvang 1-3, eru 64 leiguíbúðir í eigu Naustavarar. Íbúar í leiguíbúðunum geta sótt ýmiskonar þjónustu til Hrafnistu.
Heimilið skipar stóran sess í hugum Hafnfirðinga og er jafnframt einn stærsti vinnustaðurinn í bæjarfélaginu.
Þeir sem óska eftir því að fá að skoða heimilið eða vilja fá frekari upplýsingar er bent á að senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Inntaka íbúa á Hrafnistu Hraunvangi fer fram í gegnum færni- og heilsumatskerfi Landlæknisembættisins.
Umsókn um færni- og heilsumat má nálgast HÉR
Hugmyndafræði
Aðstaðan
Hrafnista Hraunvangur í Hafnarfirði er staðsett á fallegum stað í hrauninu í norðurbæ Hafnarfjarðar. Leitast er við að hafa umhverfi vistlegt og öruggt. Fólk flytur því með sína persónulegu muni á herbergi sín, eftir því sem kostur er. Rík áhersla er lögð á að aðstandendur og vinir heimilisfólks rækti samband sitt við ættingja sína á heimilinu.
Kaffihús
![]() Sjá myndir |
Deildarstjóri í borðsal og yfirmaður kaffihúss og eldhúss er Kristín Benediktsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími 664 9429.