Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði er að finna fjölbreytta þjónustu og starfsemi. Má þar nefna sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, fótsnyrtingu, hárgreiðslu, verslun, handavinnu og sálgæslu. Félags- og menningarstarf er í boði, auk þess sem guðsþjónustur og skemmtikvöld eru haldin reglulega.  Inntaka íbúa á Hrafnistu í Hafnarfirði fer fram í gegnum færni- og heilsumatskerfi Landlæknisembættisins. Ef óskað er eftir dvöl á Hrafnistu í Hafnarfirði þarf viðkomandi heimilislæknir eða hjúkrunarfræðingur heimahjúkrunar að senda umsókn. Umsóknareyðublöð er að finna hér á vef Embætti landlæknis, www.landlaeknir.is.
 

Forstöðumaður

Forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi er Árdís Hulda Eiríksdóttir. Netfang hennar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Læknaþjónusta

Læknar eru á vakt á Hrafnistuheimilunum allan sólarhringinn. Almenn læknisþjónusta felur í sér eftirlit og móttöku á deildum ásamt því að sinna bakvakt allan sólarhringinn. Aðgengi að sérhæfðari læknisþjónustu er veitt innan eða utan heimilanna með tilvísun lækna. Hjúkrunarfræðingur á viðkomandi deild Hrafnistu annast milligöngu ef óskað er eftir að ná samband við lækni. Læknar Hrafnistu sinna öllum átta Hrafnistuheimilunum:

 Hrafnistu Laugarási, Reykjavík

 Hrafnistu Hraunvangi, Hafnarfirði

 Hrafnistu Boðaþingi, Kópavogi

 Hrafnistu Ísafold, Garðabæ

 Hrafnistu Skógarbæ, Reykjavík

 Hrafnistu Hlévangi, Reykjanesbæ

 Hrafnistu Nesvöllum, Reykjanesbæ

Hrafnistu Sléttuvegi, Reykjavík

Veitt er fagleg þjónusta sem tekur mið að þörfum íbúanna og hefur jákvæð áhrif á lífsgæði fólks. Markmið læknisþjónustunnar er að stuðla að sem bestri  líkamlegri og andlegri heilsu íbúa. Megin áhersla er lögð á að auka færni, sjálfstæði og lífsgæði einstaklingsins eftir leiðum læknisfræðinnar. Sú stefna og þau markmið eru í samræmi við markmið Hrafnistu um að vera leiðandi aðili í þjónustu og umönnun aldraðra.

 

Læknisþjónusta Hrafnistuheimilanna á höfuborgarsvæðinu er  framkvæmd í samvinnu við Heilsuvernd.

Læknisþjónusta Hrafnistuheimilanna í Reykjanesbæ er framkvæmd í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

 

Hjúkrun

Á Hrafnistu Hraunvangi starfa hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraliðar, félagsliðar og starfsfólk við umönnun allan sólahringinn. Hjúkrun og umönnun er veitt samkvæmt einstaklingshæfðri hjúkrun, þannig að hver heimilismaður er með sinn hjúkrunarfræðing, sjúkraliða og/eða starfsmann í aðhlynningu sem hefur umsjón með umönnun viðkomandi. Markmið hjúkrunar er að veita hjúkrun og umönnun eftir þörfum hvers og eins. Að styrkja heimilismenn til sjálfshjálpar. Einnig er markmið hjúkrunar að auðvelda heimilismönnum að aðlagast breyttum aðstæðum. Einnig er mikilvægt að tryggja vellíðan og öryggi heimilismanna, standa vörð um sjálfsmynd og sjálfsvirðingu þeirra og efla samvinnu og stuðning við fjölskyldur viðkomandi. Leitast er við að hafa fjölskyldufund einum til tveimur mánuðum eftir að heimilismaður flytur á heimilið og síðan eftir þörfum verði breytinga vart á líðan hans.

Ægishraun 5. hæð

Hjúkrun og umönnun er veitt allan sólarhringinn og læknar eru á sólarhringsvakt. Á deildinni starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og starfsmenn í aðhlynningu. Leitast er við að hafa umhverfi vistlegt og öruggt. Fólk flytur því með persónulega muni á herbergin sín eftir því sem kostur er. Sími deildar er 585 3150, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 664 9447.

Deildarstjóri á Ægishrauni er Hjördís Ósk Hjartardóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   

Báruhraun 4. hæð

Hjúkrun og umönnun er veitt allan sólarhringinn og læknar eru á sólarhringsvakt. Á deildinni starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og starfsmenn í aðhlynningu, auk starfsfólks í býtibúri, ræstingu og í virkni. Leitast er við að hafa umhverfi vistlegt og öruggt. Fólk flytur því með persónulega muni á herbergi sín eftir því sem kostur er. Sími deildar er 585 3115, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 664 9413. Símanúmer á Hlífð er 585 3120. 

Deildarstjóri á Báruhrauni er Hrefna Ásmundsdóttir. Netfangið hennar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ölduhraun 3. hæð

Hjúkrun og umönnun er veitt allan sólarhringinn og læknar eru á sólarhringsvakt. Á deildinni starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar og starfsmenn í aðhlynningu, auk starfsfólks í býtibúri og ræstingu. Leitast er við að hafa umhverfi vistlegt og öruggt. Fólk flytur því með persónulega muni á herbergi sín eftir því sem kostur er. Sími deildar er 585 3110, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 664 9412. 

Deildarstjóri á Ölduhrauni er Hrönn Önundardóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Bylgjuhraun 2. hæð

Hjúkrun og umönnun er veitt allan sólarhringinn og læknar eru á sólarhringsvakt. Á deildinni starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar og starfsmenn í aðhlynningu, auk starfsfólks í býtibúri og ræstingu. Leitast er við að hafa umhverfi vistlegt og öruggt. Fólk flytur því með persónulega muni á herbergin sín eftir því sem kostur er. Sími deildar er 585 3105, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 664 9411. 

Deildarstjóri á Bylgjuhrauni er Eyrún Pétursdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sjávarhraun á jarðhæð og 1. hæð

Hjúkrun og umönnun er veitt allan sólarhringinn og læknar eru á sólarhringsvakt. Á deildinni starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og starfsmenn í aðhlynningu, auk starfsfólks í býtibúri og ræstingu. Leitast er við að hafa umhverfi vistlegt og öruggt. Fólk flytur því með persónulega muni á herbergin sín, eftir því sem kostur er. Sími deildar er 585 3150, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 664 9447. 

Deildarstjóri á Sjávarhrauni er Hjördís Ósk Hjartardóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Til baka takki

Fótur - hfj

 Hrafnista Hraunvangur ~ Sími 585 3000 ~ Hraunvangur 7 ~ 220 Hafnarfirði ~ kt. 491177-0129 ~ hrafnista@hrafnista.is

 

 

 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur