Skógarbær tók fyrst til starfa í maí árið 1997 en þann 2. maí 2019 tók Hrafnista við rekstrinum og er heimilið rekið af Sjómannadagsráði
Á Hrafnistu Skógarbæ eru hjúkrunarrými fyrir 81 íbúa þar sem veitt er sólarhrings hjúkrunar- og læknisþjónusta
Um hvíldarrými er sótt um í gegnum Embætti Landlæknis. Hvíldarinnlögn er tímabundin dvöl í hjúkrunarrými. Markmið þjónustunnar er að gera öldruðum kleift að búa lengur á eigin heimili með því að viðhalda og auka lífsgæði þeirra með markvissu starfi og með því að veita aðstandendum stuðning og ráðgjöf. Meðan á hvíldarinnlögn stendur er lögð rík áhersla á styrkingu líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta. Í hvíldarinnlögn njóta gestir allrar almennrar þjónustu sem Hrafnista býður íbúum heimilisins, þar með talið að taka þátt í almennu félagsstarfi og þeim viðburðum sem í boði eru.
Allar nánar upplýsingar um Hrafnistu Skógarbæ má finna í Handbókin þín - íbúar og aðstandendur
Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um heimilið er bent á að hafa samband við Söndru Lind Ragnarsdóttur með því að senda tölvupóst í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða skilja eftir skilaboð á skiptiborði í síma 510 2100.
Í Skógarbæ er starfrækt eldhús sem þjónustar þjónustumiðstöðina Árskóga sem áföst er við hjúkrunarheimilið en starfsemi þar er á vegum Reykjavíkurborgar. Þessi samrekstur gerir það að verkum að heimilismenn geta notið alls hins besta sem í boði er í þjónustu við aldraða.