Deild sjúkraþjálfunar er staðsett í björtu, rúmgóðu og aðlaðandi húsnæði á 1.hæð heimilisins. Þar er tækjasalur, rými með meðferðabekkjum og göngubrú ásamt ýmsum öðrum útbúnaði til sjúkraþjálfunar.
Sjúkraþjálfunin er opin alla virka daga frá kl. 08:00 – 16:00.
Sjúkraþjálfun
Sjúkraþjálfarinn hefur aðstoðarmann og íþróttafræðing með sér í vinnunni sem þeir inn af hendi. Aðstoðarmaður og íþróttafræðingur aðstoða íbúa við æfingar í tækjasal, gefa heita bakstra og hjálpa sjúkraþjálfara við margt annað í þeirra daglega starfi.
Starfsfólk á deildum sér um að fylgja heimilismönnum í og úr sjúkraþjálfun.
Sjúkraþjálfarinn vinnur náið með öðru starfsfólki heimilisins og veitir margskonar sérhæfða meðferð. Hann metur færni og getu heimilismanna, býr til viðeigandi æfingaáætlanir, endurhæfir eftir brot og önnur áföll, sinnir verkjameðferð, fræðslu og veitir alla almenna sjúkraþjálfun bæði í húsnæði sjúkraþjálfunar og uppi á deildum. Sjúkraþjálfari og íþróttafræðingur sitja vikulega teymisfundi með öðru fagfólki, skrá í Sögukerfið og taka þátt í framkvæmd RAI-mats.
Deildarstjóri sjúkra- og iðjuþjálfunar Hrafnistu í Skógarbæ er Lilja Dögg Vilbergsdóttir, iðjuþjálfi. Netfang hennar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.