Hrafnista Boðaþing í Kópavogi tók til starfa 19. mars 2010 og er heimilið rekið af Sjómannadagsráði
Á heimilinu eru hjúkrunarrými fyrir 44 íbúa þar sem veitt er sólarhrings hjúkrunar- og læknisþjónusta
Inntaka íbúa á Hrafnistu Boðaþing fer fram í gegnum Færni- og heilsumat Landlæknisembættisins.
Önnur skammtímarými er dagdvöl en Hrafnista í Boðaþingi er með leyfi fyrir 30 rýmum.
Allar nánari upplýsingar um Hrafnistu Boðaþing má finna í Handbókin þín - íbúar og aðstandendur
Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um heimilið er bent á að hafa samband við Halldóru Björk Hauksdóttur í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða skilja eftir skilaboð á skiptiborði í síma 531 4000.
Lífsgæðakjarni
Lífsgæðakjarni nær yfir bæði húsnæði og þjónustu þar sem fólki gefst kostur á að auka lífsgæði sín og njóta þess að vera til. Áfast við hjúkrunarheimilið í Boðaþingi er þjónustumiðstöðin Boðinn sem Kópavogsbær rekur. Samrekstur hjúkrunarheimilisins og þjónustumiðstöðvarinnar gerir það verkum að íbúar á hjúkrunarheimilinu og aldraðir í nágrenninu geta notið alls hins besta sem í boði er í þjónustu við aldraða. Í nágrenni við hjúkrunarheimilið, Boðaþing 22-24, eru 95 leiguíbúðir í eigu Naustavarar, dótturfélags Sjómannadagsráðs.
Aðstaðan
Við hönnun og uppbyggingu á Hrafnistuheimilinu í Boðaþingi er mikið horft til Lev og bo. Að auki var leitað í smiðju Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. Einnig voru önnur öldrunarheimili á Íslandi skoðuð svo og rannsóknir og kenningar í öldrunarfræðum. Á heimilinu í Kópavogi eru 44 íbúar á 4 deildum. Öll herbergi eru einbýli. Hvert herbergi er um 35 fermetrar, sameiginlegt svefnherbergi og stofa auk baðherbergis og eldhúskróks, þar sem er innrétting með ísskáp og vaski en einnig er þar að finna sjúkrarúm, náttborð og fataskáp, gardínukappa og rúllugluggatjöld. Einnig er á herbergjunum öryggiskallkerfi, tengingar fyrir síma, sjónvarp og tölvu. Heimilismenn útvega síðan sjálfir annan húsbúnað og gluggatjöld ef þeir óska eftir að gera heimili sitt ennþá heimilislegra.
Skoðaðu þrívíddarmynd af herbergi í Hrafnistu Boðaþingi með því að smella HÉR