Tilkynning til dvalargesta í dagþjálfun vegna ástandsins í tengslum við COVID-19
Dagdvalir Hrafnistu eru opnar þeim dagdvalargestum sem kjósa að mæta. Gestir sem mæta eru nú flestir fullbólusettir og starfsfólk dagdvala og Hrafnistu er að ljúka seinni bólusetningu á næstu vikum. Stjórnendur dagdvala Hrafnistu fá upplýsingar um sóttvarnarreglur og breytingar á þeim frá neyðarstjórn Hrafnistu. Aðilar í neyðarstjórninni eru í samstarfshópi á vegum Almannavarna, sóttvarnarsviðs Embættis landlæknis og heilbrigðisráðuneytisins, en sá hópur hefur unnið að því að semja og uppfæra leiðbeiningar til hjúkrunarheimila og dagdvala síðan COVID faraldurinn hófst.
Á Hrafnistu er farið eftir sóttvarnarreglum s.s. handþvotti, handsprittun og þrifum á snertiflötum og lögð er áhersla á það við dagdvalargesti og starfsmenn að koma alls ekki í dagdvölina ef viðkomandi er með minnstu einkenni sem gætu bent til COVID s.s. kvef, hita, hósta, hálsbólgu, slappleika, höfuðverk, beinverki, vöðvaverki eða einkenni frá meltingarvegi. Einnig hafa verið gerðar ráðstafanir með fjarlægð á milli gesta eins og hægt er, ásamt því að samgangur á milli dagdvala og hjúkrunarheimilis er ekki leyfður enn sem komið er. Þegar frekari breytingar verða á ofangreindum reglum verða þær upplýsingar settar inn á heimasíðu Hrafnistu.
Allt um heilabilun - nýtt app
Alzheimersamtökin hafa nýlega þýtt og staðfært nýtt app sem fólk er hvatt til að nálgast og nýta sér til að fræðast um heilabilun.
Höfundaréttur appsins „Allt um heilabilun“ er í eigu Nationalt Videncenter for Demens. Fyrsta útgáfan fór í loftið 2012 og fengu Alzheimersamtökin á Íslandi leyfi til að þýða og staðfæra þriðju og nýjustu útgáfuna. Verkefnið var styrkt af velunnurum samtakanna meðal annars Oddfellowreglunni. Hægt er að hlaða niður appinu í „Play Store“ eða „App Store“ undir heitinu Heilabilun.
Með aldrinum eykst hættan á því að fá heilabilunarsjúkdóm. Einstaklingar með heilabilun breytast og verða smám saman verr í stakk búnir til að annast sjálfa sig og því er einnig hætta á því að aðrir sjúkdómar komi fram. Heilabilunarsjúkdómur gerir það erfiðara fyrir einstaklinginn að tjá sig um líkamleg einkenni, alveg eins og heilabilun hefur í miklum mæli áhrif á atferli einstaklingsins og þar með samvinnu við aðra um dagleg verkefni umönnunar.
Því er mikilvægt fyrir þá sem vinna við hjúkrun og umönnun að þeir hafi til að bera þekkingu á heilabilun. Í daglegum samskiptum við íbúa, notendur eða sjúklinga getur þú tekið eftir ýmsu til að tryggja rétta umönnun og meðferð einstaklingsins. Það er bæði mikilvægt að vera vakandi fyrir því hvort heilabilun er að þróast hjá einstaklingnum og hafa auga með öðrum einkennum sjúkdóma og breytinga í atferli hjá einstaklingum með heilabilun.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Alzheimersamtakanna - www.alzheimer.is Facebook síða samtakanna er https://www.facebook.com/alzheimersamtokin/