Á Hrafnistu Skóbarbæ eru 4 hvíldarrými. Á meðan á dvöl stendur nýtur hvíldargestur allrar almennrar þjónustu sem Hrafnista hefur upp á að bjóða ásamt því að taka þátt í félagsstarfi og þeim viðburðum sem í boði eru.
Unnur Stefánsdóttir, veitir upplýsingar um hvíldarinnlagnir á Hrafnistu Skógarbæ. Hægt er að hafa samband við Unni í símatíma á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum milli kl. 11-12 í síma 693 9558 eða senda fyrirspurn á netfangið unnur.stefansdottir[hja]hrafnista.is
Heimilislæknar, starfsfólk heimahjúkrunar og forstöðumenn dagþjálfana sækja um hvíldarinnlagnir með því að fylla út umsóknareyðublað.