Rannsóknarsjóður Hrafnistu er í eigu Sjómannadagsráðs. Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir og verkefni sem eflir málaflokk aldraðra hér á landi.
Til að svara almennum spurningum varðandi sjóðinn bendum við á netfang sjóðsins This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Hvert er markmiðið?
Eitt af meginmarkmiðum sjóðsins er að stuðla að nýjungum og þróun í málefnum aldraðra.
Hverjir geta sótt um?
Rannsóknarsjóður veitir styrki til verkefna tengdum öldrunarmálum og til þeirra sem stunda rannsóknir, formlegt nám eða hvað annað sem mun efla þennan málaflokk hér á landi.
Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um í sjóðinn og er hann opinn bæði starfsmönnum Hrafnistu og almenningi.
Stjórn rannsóknarsjóðs
Stjórn sjóðsins er skipuð til þriggja ára í senn, tveimur fulltrúum frá Sjómannadagsráði og þremur fulltrúum frá Hrafnistu (tilnefndum af framkvæmdaráði). Stjórn sjóðsins samþykkir úthlutunarreglur og tekur ákvarðanir um fjárveitingar úr sjóðnum að fengnum umsóknum.
Stjórn sjóðsins skal gefa framkvæmdaráði skýrslu um úthlutun úr sjóðnum.
Auglýsing
Á haustin ár hvert auglýsir Rannsóknarsjóður eftir umsóknum um styrki. Stjórn sjóðsins tekur ákvörðun hverju sinni hvernig auglýsingum skuli háttað.
Umsóknir
Með hverri umsókn skal fylgja stutt lýsing á verkefninu, tíma- og kostnaðaráætlun og upplýsingar um aðra styrki sem sótt er um fyrir sama verkefni.
Umsóknum ber að skila rafrænt á sérstöku rafrænu eyðublaði sem nálgast má á heimasíðu Hrafnistu meðan umsóknarfrestur er opinn.
Styrkveitingar
Að öllu jöfnu skal veita tvo styrki á ári og fer upphæð hvors styrks eftir umfangi verkefnis eða rannsóknar og eftir því hver heildarstaða sjóðsins er að hverju sinni.
Gert er ráð fyrir því að styrkþegar kynni verkefnið og niðurstöður þess fyrir stjórn Rannsóknarsjóðs og framkvæmdarráði. Einnig er fréttatilkynning sett inn á heimasíðu Hrafnistu og valda fjölmiðla um styrkveitingu og niðurstöður verkefnis/rannsóknar eftir því sem við á.
Úthlutun úr Rannsóknarsjóði Hrafnistu 3. maí 2023: Á myndinni eru verðlaunahafarnir tveir f.v. Sirrý Sif Sigurlaugardóttir og Inga Valgerður Kristinsdóttir Berglind ásamt fulltrúum Sjómannadagsráðs og Hrafnistu í stjórn úthlutunarnefndar rannsóknasjóðsins og öðrum gestum.