Fréttasafn

Er eldra fólk auðlind peningaaflanna?

Lesa meira...

Eftirfarandi grein eftir Aríel Pétursson formann Sjómannadagsráðs birtist í Morgunblaðinu í dag:

Er eldra fólk auðlind peningaaflanna?

Málaflokkur öldrunarmála og öll sú margvíslega þjónusta sem veitt er af fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum hefur vafalaust alla burði til þess að vera gróðavænlegur bransi þar sem hægt væri að græða á tá og fingri. En líkt og skólakerfi landsmanna, löggæsla og fleiri mikilvægir innviðir sem skapa samfélag okkar er öldrunarþjónustan einnig grundvallarstoð samfélagslegra innviða og ætti því samkvæmt því að lúta lögmálum óarðsemisdrifins rekstrar líkt og gegnir til að mynda um Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins sem eiga Hrafnistuheimilin og auðvitað fleiri rekstraraðila.

Eigendur og rekstraraðilar hjúkrunarheimila eru af þrennu tagi: Hið opinbera (ríkið og sveitarfélög), hagnaðardrifnir einkaaðilar með samning við hið opinbera um bæði leigu húsnæðis og greiðslu daggjalda, og loks óhagnaðardrifnir einkaaðilar og sjálfseignarstofnanir með samning við hið opinbera; stundum kallaður þriðji geirinn.

Sjómannadagsráð, sem á og rekur Hrafnistuheimilin og íbúðaleigufélagið Naustavör er óhagnaðardrifið einkafyrirtæki, þar sem aldrei er greiddur arður til eigenda. Sjómannadagsráð, ásamt dótturfélagi sínu Naustavör með sínum 350 leiguíbúðum, er búið að vera í farsælum rekstri í 67 ár án þess að tekin hafi verið svo mikið sem ein króna út úr rekstrinum til að greiða eigendum. Allt afgangsfé, þegar það gerist, hefur frá upphafi verið varið til viðhalds fasteigna, bættrar þjónustu og eftir atvikum til frekari uppbyggingar. Þeir sem standa að baki Sjómannadagsráðs gera það með tvennt í huga: af þeirri hugsjón að láta gott af sér leiða til samfélagsins og í leiðinni að búa sjálfum sér áhyggjulaust ævikvöld í framtíðinni, enda verðum við sjálf öldruð ef við berum til þess gæfu. Sömu sögu er að segja af bakhjörlum t.d. Grundar sem starfað hefur í meira en 100 ár.

Nú, sem betur fer, eru breytingar fyrirhugaðar á fyrirkomulagi við fjármögnun fasteigna undir hjúkrunarheimili sem hafa verið á forræði ríkis og sveitarfélaga í fjölmörg ár. Núverandi fyrirkomulag hefur leitt af sér hæga uppbyggingu nýrra rýma og þegar þau hafa verið reist hafa þau gjarnan verið fokdýr. Dæmi um það er tvöfalt hærra verð á fermetra við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi heldur en við Sléttuveg í Fossvogi, en síðar nefnda verkefnið var unnið undir stjórn Sjómannadagsráðs, allt frá alhliða hönnun til vígslu heimilisins þegar íbúar fluttu inn. Hið nýja fyrirkomulag mun gera sjálfstæðum aðilum kleift að láta hendur standa fram úr ermum og byggja ný hjúkrunarrými í takti við aukna eftirspurn og fjölgun í elsta hópi Íslendinga. Frumundirbúningur er þegar hafinn að slíku verkefni á lóð Hrafnistu í Hafnarfirði.

Reykjavíkurborg hefur nýlega gengið til samstarfs við nokkur einkarekin hagnaðardrifin fasteignafélög um þróun „lífsgæðakjarna“ á völdum stöðum í borginni. Félögin hafa kynnt frumhugmyndir um það hvernig þau sjá slík verkefni fyrir sér. Orðið lífsgæðakjarni er þar allt umlykjandi. Orðið tískuorð að því er virðist. Sjómannadagsráð hefur all langa sögu að segja um þróun lífsgæðakjarna. Það er hugtak sem Sjómannadagsráð skilgreindi upphaflega sem hugmyndafræði sem í raun hefur verið fylgt í áratugi hjá Hrafnistu. Það var fyrst skilgreint á fundi starfsmanna Naustavarar árið 2020 sem vantaði gott hugtak yfir það mikla samfélag sem var að byggjast upp á okkar vegum við Sléttuveg í Fossvogi. Þar er um að ræða samfélag þeirra sem búa í sjálfstæðri búsetu í íbúðum sem eru klæðskerasniðnar að þörfum eldra fólks hvar innangengt er í þjónustumiðstöð með miklu framboði af félagsstarfi, afþreyingu, dagdvöl, heilsurækt, hár- og fótsnyrtistofu, matsölu, kaffihúsi ásamt verslun með fjölbreyttu vöruúrvali. Allt þetta er svo sambyggt hjúkrunarheimili og í sameiningu myndast slagkraftur sem aldrei hefur áður þekkst – og því vantaði nýtt hugtak – Lífsgæðakjarnann.

Það er nokkur nýlunda að hagnaðardrifin fasteignafélög sem greiða arð til eigenda hyggi á landvinninga á sviði öldrunarþjónustu með gerð langtímasamninga við ríkið um leigu húsakosts undir starfsemi hjúkrunarheimila. Auðvitað er fullkomlega eðlilegt að einkaaðilar byggi eða breyti og leigi fasteignir fyrir einstaklinga og fyrirtæki, en í sérhæfðu húsnæði hjúkrunarheimilis, og aðallega þar sem að ríkið er milligöngumaður um húsakostinn, hefur einstaklingurinn sem þar býr fátt að segja um hlutskipti sitt og þá aðstöðu og þjónustu sem þar er í boði. Þess vegna er mikilvægt að gengið verði hægt um gleðinnar dyr þegar byggingaraðilar kynna hugmyndir um lífsgæðakjarna því þeir eru ekki bara einhver húsakostur heldur mengi margra óumflýjanlegra og mikilvægra þjónustuatriða sem mynda hinn eina sanna lífsgæðakjarna. Þess vegna geld ég varhug við því að tilvonandi framkvæmdaaðilar styðjist við skilgreininguna lífsgæðakjarni sem í mínum huga er mun meira en aðeins þak yfir höfuðið.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Tónlistarkonan Sigga Ózk í heimsókn á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

Vikan á Hrafnistu Hraunvangi er búin að vera viðburðarrík. Vikan byrjaði meðal annars á því að fagna konudeginum og í dag var Eurovisiongleði í Menningarsalnum þar sem hitað var upp fyrir morgundaginn en þá ráðast úrslit í söngvakeppni sjónvarpsins.

Einn af keppendum söngvakeppninnar, Sigga Ózk kom í heimsókn og söng lagið Um allan alheiminn fyrir íbúa og starfsfólk við góðar undirtektir. Við þökkum Siggu Ózk kærlega fyrir komuna

Vísir og MBL kíktu við

 

Lesa meira...

Vilja geta fjölgað hjúkrunarrýmum á Hrafnistu

Lesa meira...

Mannfjöldaspá hefur sýnt það svart á hvítu að veruleg fjölgun eldra fólks mun eiga sér stað í náinni framtíð og ákall eftir auknum krafti í uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila hefur verið hávær undanfarin ár.  

Í desember sl. sendi Sjómannadagsráð fyrirspurn til skipulags- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðabæjar um breytingu á deiliskipulagi lóðar Sjómannadagsráðs við Hraunvang í Hafnarfirði vegna mögulegra áforma í framtíðinni um að fjölga rýmum á Hrafnistu Hraunvangi og einnig að fjölga leiguíbúðum fyrir aldraða á lóðinni.

Fjarðarfréttir birtu grein í blaði sínu þar sem fjallað er við Aríel Pétursson, formann Sjómannadagsráðs um þetta mál. Greinina má nálgast HÉR

 

 

 

Lesa meira...

Öskudagur á Hrafnistuheimilunum

Lesa meira...

Það voru alls kyns furðuverur sem mættu til vinnu á öskudaginn en rík hefð er fyrir því meðal starfsmanna Hrafnistuheimilanna að klæða sig upp í ýmiskonar gervi á öskudaginn, íbúum og öðrum til tilbreytingar og mikillar gleði. Meðfylgjandi myndir voru teknar á öllum Hrafnistuheimilunum á öskudaginn og tala sínu máli.

 

 

Lesa meira...

Freyja Lára Alexandersdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

Freyja Lára Alexandersdóttir, starfsmaður á Miklatorgi Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Margrét Malena Magnúsdóttir hjúkrunardeildarstjór á Miklatorgi afhenti Freyju Láru starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Þorrablót á Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði

Lesa meira...

Á þorranum hafa verið haldin þorrablót á öllum heimilum Hrafnistu. Föstudaginn 9. febrúar var haldið þorrablót á Hrafnistu Hraunvangi. Trogin voru troðfull af hefðbundnum þorramat,  Örn Árnason var veislustjóri og flutt voru minni karla og kvenna. Að borðhaldi loknu tók hljómsveitin Silfursveiflan við og spilaði undir dansi.

Meðfylgjandi myndir tók Silla Páls ljósmyndari.

 

Lesa meira...

Lausnamiðuð nálgun og hugrekki til að hafa áhrif

Lesa meira...

Jakobína Árnadóttir mannauðsstjóri Hrafnistu var gestur í hlaðvarpsþættinum Á mannauðsmáli á dögunum. Þar ræddi hún um vegferð Hrafnistu á undanförnum árum og talar meðal annars um að jákvæðni, lausnamiðuð nálgun og hugrekki til að hafa áhrif á kerfið lýsi síðustu árum á Hrafnistu vel.

Nálgast má viðtalið með því að smella HÉR

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Þegar mikið liggur við þá er samtakamáttur okkar þjóðar óþrjótandi auðlind

Lesa meira...

Fyrir helgi var magnað að verða vitni af öflugri og fumlausri samvinnu Hrafnistu, Reykjanesbæjar, Almannavarna, stjórnvalda og allra annarra sem vettlingi gátu valdið við að tryggja öryggi íbúa hjúkrunarheimilanna tveggja sem Hrafnista rekur í Reykjanesbæ í kjölfar verstu sviðsmyndarinnar sem teiknuð hafði verið upp í tengslum við jarðhræringarnar á Suðurnesjum þegar heitavatnslögn fór undir hraun og fyrir lá að það færi ört kólnandi á Reykjanesinu öllu.

Með samhentu átaki tókst að setja saman og koma fyrir olíufylltum ofnum til að tryggja sem bestu aðstæður fyrir alla íbúa okkar á Nesvöllum og Hlévangi á meðan á framkvæmdum við nýja hjáveitulögn Njarðvíkuræðarinnar stóð. En íbúar hjúkrunarheimila eru líkast til sá hópur samferðafólks okkar sem má við sem minnstum hitasveiflum og hlúa þarf sérstaklega vel að við aðstæður sem þessar.

Um helgina lögðu forsetahjónin leið sína í Reykjanesbæinn og heimsóttu m.a. Nesvelli og Hlévang. Þau vildu með heimsókn sinni færa kærleiks- og baráttukveðjur til eldri borgara á Suðurnesjum á þessum sérstöku tímum sem nú eiga sér stað. Það má með sanni segja að heimsókn forsetahjónanna hafi verið mikil kærleiksheimsókn. Hún gladdi mjög alla íbúa, aðstandendur og starfsfólk á Nesvöllum og Hlévangi og færum við þeim bestu þakkir fyrir heimsóknina. 

 

Lesa meira...

Síða 1 af 174

Til baka takki