Uppskera á Hrafnistu Skógarbæ
Íbúar á Hrafnistu Skógarbæ voru í óða önn að taka upp kartöflur í góða veðrinu í gær. Mikil gleði ríkti með uppskeruna.
Íbúar á Hrafnistu Skógarbæ voru í óða önn að taka upp kartöflur í góða veðrinu í gær. Mikil gleði ríkti með uppskeruna.
Það var í nógu að snúast hjá íbúum á Hrafnistu Sléttuvegi í vikunni þegar teknar voru upp kartöflur. Grösin höfðu fallið vegna næturfrosts nóttina á undan og því var drifið í að taka þær upp. Því fylgdi mikil gleði og fólk var ánægt með uppskeruna og afrakstur sumarsins.
Í tilefni af Gulum september var starfsfólk Hrafnistuheimilanna hvatt til að klæðast gulu í gær, fimmtudaginn 7. september. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum með það að markmiði að auka meðvitund fólks.
Að sjálfsögðu tók starfsfólk þátt og lagði sitt af mörkum við að vekja athygli og sýna þessu mikilvæga verkefni stuðning.
Elínborg Íris Samúelsdóttir, hefur starfað á Hrafnistu Skógarbæ í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.
Sigríður Ösp Sumarliðadóttir aðstoðardeildarstjóri afhenti á dögunum Elínborgu starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.
Þær Rubenita Torre La-Um, Dominika Anna Fuks og Íris Hauksson starfsmenn á Hrafnistu Skógarbæ, fengu allar afhentar starfsafmælisgjafir frá Hrafnistu á dögunum. Rubenita hefur starfað í Skógarbæ í 20 ár, Dominika í 15 ára og Íris í 10 ár. Um leið og við óskum þeim til hamingju með áfangann er þeim þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem þær hafa sýnt heimilinu.
Sunnefa Lindudóttir Þórisdóttir hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu Skógarbæ afhenti þeim starfsafmælisgjafir frá Hrafnistu og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Frá vinstri eru Íris, Dominika, Sunnefa og Rubentia.
Renata Gliaubiciute og Sudeshani Salgadu Merinjige, hafa starfað á Hrafnistu Skógarbæ í 15 ár. Um leið og við óskum þeim til hamingju með áfangann er þeim þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem þær hafa sýnt heimilinu.
Renata og Sudeshani fengu venju samkvæmt afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.
Boguslawa Kocur, starfsmaður á Miklatorgi-Engey Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.
Boguslawa fékk venju samkvæmt afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.
Á meðfylgjandi mynd eru f.v. Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Laugarási, Boguslawa og Margrét Malena Magnúsdóttir hjúkrunardeildarstjóri á Miklatorgi-Engey.
Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í öldrunar- og lyflækningum hefur verið ráðin í nýja stöðu framkvæmdastjóra lækninga hjá Hrafnistu frá og með 1. nóvember.
Steinunn hefur undanfarin fimm ár gegnt stöðu yfirlæknis heilabilunareiningar Landspítala ásamt því að vera formaður Læknafélags Íslands undanfarin ár en því starfi mun hún sinna áfram samhliða starfi á Hrafnistu. Steinunn er jafnframt, svo vitað sé, fyrsti öldrunarlæknirinn með sérþekkingu á heilabilunarsjúkdómum sem ráðinn hefur verið til starfa á hjúkrunarheimili á Íslandi. Ljóst er að hún mun koma með dýrmæta viðbótarþekkingu til Hrafnistu og mun koma að því að efla enn frekar þá þjónustu sem veitt er íbúum og öðrum þjónustuþegum. Hrafnista hefur átt í mjög góðu samstarfi við Heilsuvernd sem þjónustar heimilin með læknisþjónustu og mun það samstarf halda áfram í óbreyttu formi.
Framkvæmdastjóri lækninga mun verða hluti að framkvæmdaráði Hrafnistu og erum við sannfærð um að þessi spennandi nýjung í stjórnendahópi Hrafnistu muni efla enn frekar þá faglegu og öflugu þjónustu sem Hrafnistuheimilin veita nú þegar og gera þeim enn betur kleift að viðhalda því markmiði að vera ávallt leiðandi í þjónustu við aldraða hér á landi.
Guðrún Birna Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Sól-/ og Mánateig Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.
Guðrún Birna fékk venju samkvæmt afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.
Á meðfylgjandi mynd eru f.v. Guðrún Bjarkadóttir aðstoðardeildarstjóri á Sól-/ og Mánateig, Guðrún Birna og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Laugarási.
Síða 1 af 171