Fréttasafn

Hrafnistu úthlutað veglegum styrk frá fagráði Fléttunnar

Lesa meira...

 

Síðastliðinn föstudag hlaut Hrafnista í annað sinn veglegan styrk frá fagráði Fléttunnar að upphæð 10 milljónir króna við hátíðlega athöfn í Djúpinu Hrafnistu Sléttuvegi. Styrkurinn mun styðja við áframhaldandi innleiðingu og þróun smáforritsins Iðunnar á öll Hrafnistuheimilin, en undanfarið ár hefur Iðunn verið innleidd  hjá Hrafnistu Sléttuvegi, Skógarbæ, Boðaþingi, Hraunvangi og á Ísafold. Þetta er í þriðja sinn sem styrkir eru veittir úr Fléttunni og í ár bárust alls 44 umsóknir og var 12 styrkjum úthlutað.

Með Fléttunni gefst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í nánu samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins.

Hrafnista setur sér það markmið að veita framúrskarandi þjónustu til þess að íbúar og aðstandendur upplifi öryggi, traust og vellíðan. Liður í því er að efla faglega þekkingu starfsfólks, auka starfsánægju og bæta starfsumhverfi starfsfólks. Smáforritið Iðunn er því eitt af þeim verkefnum sem mun færa okkur nær markmiðum Hrafnistu.

Iðunn leiðbeinir starfsmönnum hvernig á að þjónusta hvern og einn íbúa og ávinningurinn verður m.a. betri yfirsýn á þarfir hvers og eins, auk ýmissa annarra þátta. Iðunn mun þ.a.l. auka öryggi og gæði í þjónustunni. Þróunin á Iðunni er samstarfsverkefni Hrafnistu og Helix. Hrafnista þakkar fagráði Fléttunnar fyrir kærkominn styrk sem mun styðja við tækniþróun og aukna skilvirkni í þjónustu hjúkrunarheimila.

Þær María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistuheimilanna, Gunnur Helgadóttir framkvæmdarstjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna og Harpa Hrund Albertsdóttir hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur á heilbrigðissviði tóku við styrknum fyrir hönd Hrafnistu. Harpa hefur ásamt Maríu Hrund Stefánsdóttur, lækni og sérfræðingi á heilbrigðissviði unnið að þróun og innleiðingu Iðunnar í góðu samstarfi við starfsfólk Helix og Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Hinsegin dagar 2024

Lesa meira...

 

Samfélagið hefur undanfarna daga minnt á baráttu hinsegin fólks fyrir sjálfsögðum mannréttindum og gegn fordómum. Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga, í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur áunnist í baráttunni.

Hrafnista styður heilshugar við réttindabaráttu hinsegin fólks, fagnar fjölbreytileikanum og vill skapa örugga vinnustaðamenningu þar sem öll upplifa virðingu og að þau tilheyri.

Í síðustu viku var ýmislegt gert til að sýna baráttu hinsegin fólks stuðning á Hrafnistuheimilunum. Íbúar og starfsfólk gerðu sér glaðan dag , heimilin voru skreytt í öllum regnbogans litum, haldnar voru gleðigöngur í grennd við heimilin og fólk var hvatt til að klæðast litríkum fötum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistuheimilunum í síðustu viku.

 

 

Lesa meira...

Persónulegar sóttvarnir heimsóknargesta mikilvægar

Lesa meira...

 

Kæru íbúar og aðstandendur.

 

Töluvert er um umgangspestir, öndunarfærasýkingar og COVID í samfélaginu. Landspítalinn hefur hert sóttvarnarreglur og heimsóknartíma, en sóttvarnarlæknir telur ekki ástæðu til að mæla með sömu takmörkunum á hjúkrunarheimilum.

 

Aftur á móti er mælt með því að grundvallarsmitgát sé ávallt viðhöfð við öll samskipti. Því viljum við minna á mikilvægi þess að hafa persónulegar sóttvarnir í huga, svo sem handþvott og handsprittun, þegar komið er í heimsókn á heimilin.

 

Ef þið hafið verið veik síðastliðna tvo daga fyrir áætlaða heimsókn, biðjum við ykkur um að fresta heimsókninni þar til veikindi eru yfirstaðin.

  

Kær kveðja, 

Framkvæmdaráð Hrafnistu 

 

 

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Hrafnistu

Lesa meira...

Samkvæmt venju var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Hrafnistuheimilunum. Gestkvæmt var á öllum heimilum og boðið var upp á sérstaka hátíðardagskrá í tilefni dagsins.
Á Hrafnistu í Laugarási hóf Lúðrasveit Reykjavíkur hátíðina venju samkvæmt út í garði en vegna hvassviðris var hörfað inn í hús. Séra Sigurður Jónsson leiddi hátíðarguðsþjónustu og í kjölfarið sáu Hjördís Geirs og DAS bandið um fjörið og sungu sjómannalögin á kaffihúsinu í Skálafelli.
Á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði hóf Lúðrasveit Hafnarfjarðar daginn á því að spila yfir utan Menningarsalinn. Sr. Sighvatur Karlsson prestur í Hafnarfjarðarkirkju sá um helgihaldið í Sjómannamessu og Matthías Ægisson sá um undirleik á píanóið. Í hádeginu var boðið upp á dýrindis kótilettur og strax eftir hádegið hélt dagskráin svo áfram og söngkonan María Bóel söng nokkur gömul og þekkt lög við góðar undirtektir. Í kaffinu var svo boðið upp á kaffiveitingar fyrir gesti og gangandi.
Matthías Ægisson og Heiða Hrönn Harðardóttir spiluðu og sungu fyrir íbúa á Hrafnistu Nesvöllum og Hrafnistu Hlévangi í Reykjanesbæ, í tilefni dagsins og margir tóku margir undir í söngnum.
Á Sléttunni lífsgæðakjarna, Hrafnistu Sléttuvegi, sá hljómsveitin Sóló um fjörið.

Meðfylgjandi myndir eru frá sjómannadeginum á Hrafnistuheimilunum.

 

Lesa meira...

Til hamingju með daginn sjómenn

Lesa meira...

Kæru sjómenn,

Innilega til hamingju með sjómannadaginn. Við hugsum til ykkar með þakklæti fyrir þá samfélagslegu ábyrgð, framtíðarsýn og ykkar framlagi til öldrunarmála á Íslandi með því að koma á fót dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn. Sú þjónusta er í dag orðin víðtæk þjónusta fyrir aldraða einstaklinga, hvort sem er í formi sólarhringsþjónustu, stuðningi við aldraða sem enn búa heima eða í formi Lífsgæðakjarna. Þjónusta sem við erum ákaflega stolt af að taka þátt í að veita og þróa.

Happdrætti DAS var stofnað árið 1954 og fagnar því 70 ára afmæli á árinu. Happdrættið  hefur frá stofnun þess stutt við uppbyggingu Hrafnistuheimilanna og annarra öldrunarheimila í landinu.

Njótið dagsins kæru sjómenn og fjölskyldur.

Fyrir hönd stjórnenda og starfsfólks Hrafnistu,

María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu.     

Happdrætti DAS 70 ára

 

Lesa meira...

Nemendur úr Álfhólsskóla gera góðverk

Lesa meira...

Þessir nemendur úr Álfhólsskóla í Kópavogi höfðu samband við okkur á Hrafnistu þar sem þeim langaði að gera góðverk. Þær komu færandi hendi og buðu íbúum á Hrafnistu Hraunvangi meðal annars upp á nýbakaðar kökur. Við þökkum þeim kærlega fyrir virkilega flott og fallegt framtak. Íbúarnir á Hrafnistu Hraunvangi voru sannarlega ánægðir með heimsóknina.

 

Lesa meira...

Púttmót - úrslit

Lesa meira...

Fyrsta púttmót sumarsins var haldið í gær í fallegu vorveðri á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði  á 25 ára afmæli púttklúbbs Hrafnistu.

Úrslit - karlar

1. sæti Guðjón Guðlaugsson

2. sæti Garðar Kristjánsson

3. sæti Friðrik Hermannsson

Úrslit - konur

1. sæti Hrafnhildur Þórarinsdóttir

2. sæti Guðfinna Jónsdóttir

 

Lesa meira...

Forsetaframbjóðendur mætast í keppni

Lesa meira...

For­setafram­bjóðendum var boðið að tak­ast á í sjó­mennsku­keppni í gær. Keppt var í greinum tengdum sjómennsku eins og  flök­un og hnýt­ing­um auk þess sem farið var í spurn­inga­keppni. 

Mark­miðið var að fá fram­bjóðend­ur til að tengja sig grund­vall­ar­at­vinnu­grein Íslands í gegn­um ald­irn­ar, sjáv­ar­út­vegi, sér í lagi af því til­efni að kosn­ing­ar eru dag­inn fyr­ir sjó­mannadag­inn sem nú verður hald­inn í 86. sinn. Keppn­inni stjórnaði Arí­el Pét­urs­son, formaður Sjó­mannadags­ráðs.

Sýnt var frá keppninni í beinu streymi Frambjóðendur mætast í keppni

Lesa meira...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Dagþjálfunardeildin Viðey fagnar 5 ára afmæli

Lesa meira...

Dagþjálfunin Viðey er starfrækt á Hrafnistu Laugarási í Reykjavík. Deildin er ætluð fólki með heilabilun og hefur hún verið starfrækt í fimm ár en þeim tímamótum fagnað 6. maí síðastliðinn. Eliza Reid forsetafrú heimsótti dagþjálfunardeildina af þessu tilefni en Eliza er verndari Alzheimersamtakanna.

 

Lesa meira...

Síða 1 af 176

Til baka takki