Fréttasafn

Breyting á heimsóknareglum Hrafnistu sem gilda frá 22. - 29. október

 

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur tekið ákvörðun um að opna fyrir heimsóknir á heimilin með ákveðnum takmörkunum. Íbúa og aðstandendur hafa fengið sendar upplýsingar um opnun á hverjum heimili fyrir sig.

HÉR má lesa bréfið sem sent var út fyrr í dag.

 

Ágætu íbúar og aðstandendur,

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur ákveðið að opna fyrir heimsóknir á heimilin með ákveðnum takmörkunum, þar sem nýgengi COVID-19 smita er á hægri niðurleið  í samfélaginu. Samfélagið er enn á viðkvæmu stigi í faraldrinum, en við gerum okkur ljóst að samvera íbúa við sína nánustu eykur lífsgæði þeirra. Þessar heimsóknarreglur verða endurskoðaðar 29. október.

Heimsóknareglur sem gilda frá 22. – 29. október

 • Aðeins einn gesturhefur leyfi til að heimsækja hvern íbúa tvisvar sinnum frá 22. – 29. október og biðjum við um að sami gestur komi í heimsókn í bæði skiptin.
 • Heimilið er opið frá: (upplýsingar um heimsóknartíma veitir hvert heimili fyrir sig).
 • Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska). Óheimilt er að koma með taugrímu.
 • Þar sem flest smit í þjóðfélaginu eru á aldursbilinu 18-29 ára viljum við að heimsóknargestur sé ekki á því aldursbili. Börn undir 18 ára hafa ekki leyfi til að koma í heimsókn.
 • Undanþága frá þessari reglu er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf að fá leyfi vaktstjóra deildar.
 • Viðkomandi gestur þarf að spritta hendur um leið og komið er inn, í upphafi heimsóknar.
 • Við biðjum ykkur um að fara beint inn á herbergi til íbúans og ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi biðjið þá starfsfólk um að sækja hann, ekki gera það sjálf.
 • Virðið 2ja metra reglunaog forðist snertingu við íbúa eins og hægt er.
 • Að heimsókn lokinni farið þá beint út án þess að stoppa og spjalla á leiðinni. Vinsamlegast sprittið hendur við brottför.
 • Heimilt er að fara með íbúa út í göngutúr í nærumhverfi meðan á heimsókn stendur.
 • Ekki er heimilt að íbúi fari út í bíltúr eða í heimsókn með heimsóknargesti sínum.

Vinsamlega athugið:

 1. Ekki koma í heimsókn ef þú ert í einangrun eða sóttkví
 2. Ekki koma í heimsókn ef þú ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
 3. Ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl).
 4. Ekki koma í heimsókn ef þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.

Með vinsemd og virðingu, 

Neyðarstjórn Hrafnistu.*

 

* Í Neyðarstjórn Hrafnistu sitja aðilar úr Framkvæmdaráði Hrafnistu. Kallað er eftir ráðgjöf frá sérfræðingum og fleiri aðilum sem sitja fundi Neyðarstjórnar ef þörf þykir hverju sinni.

Netfang neyðarstjórnar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Lesa meira...

Nýr framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu

 

Gunnur Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.

Gunnur hefur starfað síðastliðin níu ár sem framkvæmdastjóri Vistor. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt og með meistaragráðu í MBA (Master of Business and Administration).

Heilbrigðissvið er stoðsvið við Hrafnistuheimilin sem hefur það meginhlutverk að hafa yfirumsjón með faglegri þróun, viðhafa innra eftirlit og er faglegur stuðningur við starfsemi Hrafnistu.

Hrafnista rekur í dag átta hjúkrunarheimili í fimm sveitarfélögum, sem gerir Hrafnistu að annarri stærstu heilbrigðisstofnun landsins. Hrafnista er í eigu Sjómannadagsráðs sem í sitja fulltrúar sem tilnefndir eru af stéttarfélögum sjómanna á höfuðborgarsvæðinu.

Við bjóðum Gunni hjartanlega velkomna í okkar öfluga Hrafnistuteymi.

 

Lesa meira...

Næstu skref varðandi ákvörðun um hvort og hvenær hægt verði að opna Hrafnistuheimilin með takmörkunum

Neyðarstjórn Hrafnistu sendi frá sér upplýsingar í dag til íbúa og aðstandenda á Hrafnistuheimilunum um næstu skref varðandi ákvörðun um hvort og hvenær hægt verði að opna Hrafnistuheimilin aftur með takmörkunum.

HÉR má lesa bréfið sem sent var út fyrr í dag.

Kæru íbúar og aðstandendur Hrafnistu

Fyrir hönd Hrafnistuheimilanna viljum við byrja á að þakka ykkur fyrir þann skilning sem þið hafið sýnt þeirri erfiðu ákvörðun sem Neyðarstjórn Hrafnistu tók þann 4. október síðastliðinn um að loka Hrafnistuheimilunum.

Heilsa og velferð íbúa okkar á Hrafnistu eru ávallt í forgangi og allar aðgerðir miðast að því að vernda okkar fólk sem flestir eru aldraðir og/eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma og eru því í sérstökum áhættuhóp um að veikjast alvarlega. Neyðarstjórn Hrafnistuheimilanna hefur því ákveðið að stíga varlega til jarðar.

Í ljósi þess að við erum enn á viðkvæmum tíma í faraldrinum sem nú stendur yfir, mun Neyðarstjórn Hrafnistu meta stöðuna næstu daga og taka ákvörðun miðvikudaginn 21. október hvort og þá hvenær hægt verði að opna Hrafnistuheimilin aftur með takmörkunum.

Kær kveðja,

Neyðarstjórn Hrafnistu.*

 

* Í Neyðarstjórn Hrafnistu sitja aðilar úr Framkvæmdaráði Hrafnistu. Kallað er eftir ráðgjöf frá sérfræðingum og fleiri aðilum sem sitja fundi Neyðarstjórnar ef þörf þykir hverju sinni.

Netfang neyðarstjórnar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Lesa meira...

Bleiki dagurinn föstudaginn 16. október

 

Í dag var Bleiki dagurinn í hávegum hafður á Hrafnistu eins og venja er á þessum degi en með því átaki Krabbameinsfélagsins eru allir landsmenn hvattir til að bera bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp með bleiku. Með því er sýndur stuðningur og samstaða með konum sem greinst hafa með krabbamein.

Íbúar og starfsfólk Hrafnistuheimilanna hafa á undanförnum árum ekki látið sitt eftir liggja við að leggja þessu málefni lið og klæðast einhverju bleiku og/eða lýsa umhverfið upp með bleiku í tilefni dagsins. 

 

Lesa meira...

Mikill er máttur félagasamtaka og sjálfeignastofnana

 

Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu birtu í gær grein í Fréttablaðinu um það mikilvæga starf sem frjáls félagasamtök og sjálfseignastofnanir sinna í þágu heilbrigðisþjónustunnar.

„Við megum ekki vanmeta hvað áunnist hefur hér á landi fyrir tilstuðlan þessara frjálsu aðila í heilbrigðisþjónustunni, sem brunnið hafa fyrir viðkomandi málstað.“

Greinina í heild má lesa HÉR

 

 

Lesa meira...

Guðrún B. Ásgeirsdóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Hjördís Ósk, Guðrún Björg og Árdís Hulda.

 

Guðrún Björg Ásgeirsdóttir, hjúkrunarfærðingur á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Hjördís Ósk Hjartardóttir hjúkrunardeildarstjóri á Sjávar- og Ægishrauni, Guðrún Björg og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði. 

 

Lesa meira...

Árleg hausthátíð á Hrafnistu Hraunvangi

 

Vegna COVID var árleg hausthátíð á Hrafnistu Hraunvangi  heldur minni í sniðum þetta árið eins og komið hefur fram, en skemmtileg var hún og hátíðleg. Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson sundu nokkur lög og íbúar og starfsfólk gæddu sér á dýrindis kótilettum með öllu tilheyrandi undir ljúfum tónum frá Böðvari Magnússyni. Í lokin söng Helena Ýr Helgadóttir fyrir viðstadda, en hún er að stíga sín fyrstu skref í að koma fram á tónleikum.

Dagskránni var sjónvarpað upp á hjúkrunardeildir svo að aðrir íbúar og starfsfólk hefðu tök á að fylgjast með því sem fram fór.

Bleiki liturinn var að sjálfsögðu í hávegum hafður í tilefni af bleikum október.

 

Ljósmyndari : Jón Önfjörð Arnarsson

Lesa meira...

Nýr hjúkrunardeildarstjóri á Lækjartorgi Hrafnistu Laugarási

 

Anna Sigríður Þorleifsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á Lækjartorgi, Hrafnistu Laugarási og mun hún hefja störf þann 19. október nk. 

Anna Sigríður útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2011  frá University College Lillebælt í Danmörku. Hún hefur starfað á Hrafnistu frá útskrift að undanskildu einu ári sem hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur við geðhjúkrun í Noregi.  Anna Sigríður hefur starfað sem aðstoðardeildarstjóri á Sól- og Mánateig á Hrafnistu í Laugarási sl. 5 ár.

Við óskum Önnu Sigríði til hamingju með starfið og velfarnaðar á nýjum vettvangi á Hrafnistu í Laugarási.

 

Lesa meira...

Lágstemmdur haustfagnaður á Hrafnistuheimilunum í ár

 

Hinn árlegi haustfagnaður fór fram á öllum Hrafnistuheimilunum í hádeginu fimmtudaginn 8. október sl. og var hann með heldur lágstemmdara sniði en undanfarin ár vegna stöðu mála í samfélaginu. Það var að sjálfsögðu gert með Hrafnistu stílnum, borð voru dúkuð upp og haustinu, lífinu og gleðinni fagnað. Íbúar gæddu sér á gómsætum kótilettum í raspi með öllu tilheyrandi og creme brule eða ís í eftirrétt. Þetta var ánægjuleg stund þrátt fyrir plágur og grímur. Fagrir íslenskir tónar hljómuðu yfir borðhaldi og allir áttu notalega samverustund saman.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistu Nesvöllum og Hlévangi í Reykjanesbæ og á Hrafnistu Boðaþingi í Kópavogi. 

 

Lesa meira...

Síða 1 af 139

Til baka takki