Fréttasafn

Árlegur haustfagnaður á Hrafnistu Ísafold

Lesa meira...

Árlegur haustfagnaður var haldinn á Hrafnistu Ísafold sl. fimmtudag. Venju samkvæmt var boðið upp á kótilettur í raspi ásamt tilheyrandi meðlæti, sykurbrúnuðum kartöflum, rauðkáli og hinum strangheiðarlegu íslensku grænu baunum frá Ora.  Vinir Ragga Bjarna sáu um að halda uppi fjörinu og íbúar, aðstandendur og aðrir gestir skemmtu sér vel.

 

Lesa meira...

Elstu tvíburar Íslandssögunnar

Lesa meira...

 

Hlaðgerður Snæbjörnsdóttir, íbúi okkar á Hrafnistu fagnaði þeim merka áfanga, ásamt tvíburasystur sinni, að halda upp á100 ára afmæli sitt í dag. Engir tvíburar hafa áður náð 100 ára aldri hér á landi og eru þær systur því elstu tvíburar Íslandssögunnar.

Morgunblaðið greindi frá Elstu tvíburar Íslandssögunnar

 

Lesa meira...

Hausthátíð á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

Hausthátíð Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði var haldin hátíðlega í hádeginu í gær og þema hátíðarinnar var bleiki liturinn í tilefni af bleikum október. Venju samkvæmt var boðið upp á kótilettur ásamt öllu tilheyrandi og að sjálfsögðu var drukkið með malt og appelsín og boðið upp á ís í eftirrétt. Þeir gestir sem vildu gátu keypt sér léttvín með matnum.

Bjartmar Guðlaugsson og Þorgeir Ástvaldsson héldu gestum í góðum gír og eftir borðhaldið var ball með Silfursveiflunni. Alveg hreint frábær dagur í alla staði.

 

Lesa meira...

Árlegur haustfagnaður á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Árlegur haustfagnaður Hrafnistu í Laugarási var haldinn í gærkvöldi, fimmtudaginn 6. október. Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs bauð gesti velkomna og vinir Ragga Bjarna sáu um að skemmta gestum og héldu uppi miklu fjöri. Matreiðslumenn hlutu einróma lof fyrir veislumatinn en venju samkvæmt var boðið upp á kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi.  

 

Lesa meira...

Síða 8 af 171

Til baka takki