Fréttasafn

Hámarksfjöldi einstaklinga sem safnast má saman í einu rými

 

Frá 15. júní hefur orðið enn frekari tilslökun á þeim fjölda fólks sem má koma saman á hverjum stað í þjóðfélaginu. Sá fjöldi fór úr 200 manns í 500 manns. Þau tilmæli höfðu áður komið frá sóttvarnarlækni að hjúkrunarheimilin miðuðu við að færri gætu komið saman, en almennt í þjóðfélaginu.

 

Neyðarstjórn Hrafnistu tilkynnir hér með að sá hámarksfjöldi sem má koma saman í hverju rými sé 300 manns.

Við leggjum áfram mikla áherslu á mikilvægi handþvottar og handsprittunar og biðjum þá sem eru með einkenni s.s. vægt kvef, hálssærindi, hósta, hita, mæði, höfuðverk eða beinverki og slappleika eða einhver önnur einkenni um veikindi að koma ekki þar sem fólk safnast saman á heimilunum.

 

Lesa meira...

Heimsóknarreglur á Hrafnistu í tengslum við nýjar sóttvarnarráðstafanir Landlæknisembættisins

Á dögunum sendi neyðarstjórn Hrafnistu frá sér eftirfarandi tilkynningu til íbúa og aðstandenda Hrafnistuheimilanna.

 

Nýjar sóttvarnarráðstafanir og leiðbeiningar frá sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins tóku gildi í samfélaginu 15. júní síðastliðinn tengt því að farið var að skima fyrir COVID-19 á landamærum Íslands. Sóttvarnarsvið landlæknis hefur mælst til þess að settar verði ákveðnar reglur um heimsóknir ættingja sem koma erlendis frá á hjúkrunarheimili til að tryggja eins og kostur er að verja þann viðkvæma hóp einstaklinga sem býr á heimilunum.

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur fundað vegna þessa og vill koma neðangreindum upplýsingum á framfæri til ykkar. Mikilvægt er að hafa í huga að við verðum áfram að gæta fyllstu varúðar vegna COVID-19

Við bendum á eftirfarandi heimsóknarreglur:

Ættingjar og aðrir gestir sem hafa verið erlendis:

  • Komi EKKI í heimsókn til íbúa á Hrafnistuheimilunum í 14 daga frá komu til landsins.
  • Þótt COVID-19 sýnataka á landamærum hafi verið neikvæð hefur reynslan sýnt að smit geta greinst eftir sýnatöku.

Það er mikilvægt að hafa í huga að baráttan gegn COVID-19 er ekki unnin og smitum getur fjölgað mjög hratt eins og reynslan hefur kennt okkur. Ef það gerist þurfa heimilin að grípa aftur til ákveðinna aðgerða og takmarkana.

 

Kær kveðja,

Neyðarstjórn Hrafnistu

 

Bréf Neyðarstjórnar Hrafnistu til íbúa og aðstandenda

 

Lesa meira...

Kvennahlaup ÍSÍ á Hrafnistuheimilunum

 

Undanfarnar vikur hefur Kvennahlaup ÍSÍ farið fram á Hrafnistuheimilinum líkt og mörg undanfarin ár. Á Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ fór kvennahlaupið fram fimmtudaginn 11. júní. Þá ætluðu íbúar og starfsfólk að ganga hringinn í kringum Nesvelli sem þeirra framlag í kvennahlaupinu og vonuðust að sjálfsögðu eftir góðu og skaplegu veðri. Það varð það því miður ekki svo heldur ringdi í Reykjanesbænum þennan dag og því var brugðið á það ráð að fara í göngutúr innan dyra. Um 25 íbúar tóku þátt að þessu sinni og til stendur að halda áfram göngu utandyra í sumar þegar vel viðrar.  

Á Hrafnistu Skógarbæ fór kvennahlaupið fram mánudaginn 15. júní. Gengið var hringinn í kringum Skógarbæ eða samtals 900 metra og tóku 25 íbúar þátt í göngunni. Eftir gönguna var boðið upp á hressingu.  

Kvennréttindadaginn 19. júní fór kvennahlaupið fram á Hrafnistu í Laugarási, Hlévangi Reykjanesbæ og Ísafold í Garðabæ.

Í Laugarási var kvennahlaupinu fléttað saman við sumargleði í garðinum. Þrátt fyrir að sólin væri eitthvað hlédræg lét heimilisfólk engan bilbug á sér finna og margir mættu í hlaupið. Kokkarnir sáu svo um að grilla pylsur ofan í mannskapinn og sumargleði ríkti meðal íbúa og starfsmana.

Á Hlévangi í Reykjanesbæ var genginn hringur frá Hlévangi, um Ásabrautina og til baka á Hlévang. Hópurinn gekk framhjá fallegum garði á Ásabrautinni og allir nutu þess að skoða fallegu sumarblómin. Í lokin var öllum boðið upp á ís.

Á Ísafold í Garðabæ tók hópur fólks þátt í kvennahlaupinu og nutu góðrar útiveru og samveru. Í lokin var svo boðið upp á hollar veitingar.

 

Lesa meira...

Guðrún María Helgadóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Sigurður, Sólborg, Guðrún og Árdís Hulda.

 

Guðrún María Helgadóttir, sjúkraliði á Báruhrauni Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs, Sólborg Tryggvadóttir aðstoðardeildarstjóri á Báruhrauni, Guðrún María og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi. 

 

Lesa meira...

Tónleikar á 17. júní

 

Á 17. júní héldu Stefán Helgi óperusöngvari og Helgi Már píanóleikari tónleika á Hrafnistu Hraunvangi og á Hrafnistu Sléttuvegi héldu Böddi Reynis og Kristina Bærendsen tónleika á kaffihúsi Sléttunnar. Báðir tónleikarnir vöktu mikinn fögnuð með viðstaddra. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna. 

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn 2020 á Hrafnistuheimilunum

Dvalarheimili aldraðra sjómanna (D.A.S.) Hrafnista tók til starfa í Reykjavík á Sjómannadaginn 2. júní 1957. Tveimur áratugum síðar, á Sjómannadaginn 5. júní 1977, hóf Hrafnista í Hafnarfirði sína starfsemi. Heimilin eru bæði í eigu Sjómannadagsráðs.
Við á Hrafnistu höldum því ætíð hátíðlega upp á Sjómannadaginn en í ár var hann haldinn með breyttu sniði því ekki var opið hús eins og venja hefur verið í gegnum tíðina út af samkomu takmörkunum. Hrafnistuheimilin voru samt sem áður í skeytt í fullum hátíðarskrúða í tilefni dagsins. 

Á Hrafnistu í Laugarási lék Lúðrasveit Reykjavíkur út í garði, hátíðarmessa fór fram og harmonikkuleikur hljómaði um húsið. Gestir og heimilisfólk nutu sín við veisluföng og ljúfan dag.

Dagurinn á Hrafnistu Hraunvangi hófst á því að Lúðrasveit Hafnafjarðar spilaði á bílaplaninu fyrir utan. Því næst var hátíðarhelgistund í Menningarsalnum. Silfursveiflan kom kl. 14.30 og spilaði dásamlega fallega í Menningarsalnum við góðar undirtektir. Harmonikkuleikarar úr DASbandinu fóru upp á hæðir og spiluðu á meðan á hátíðarkaffi stóð þar sem boðið var upp á brauðtertu, marengstertu og kleinur. Og síðast en alls ekki síst var bíósýning í Menningarsalnum um sjómannadag síðustu ára í Hafnarfjarðabæ.

Á Hrafnistu í Boðaþingi var haldið upp á daginn með stuðboltunum okkar, Svenna og Hjördísi Geirs. Það var sungið, dansað og hlegi

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Nesvöllum og Hlévangi. Hátíðar helgistund var í umsjón Brynju Vigdísar og hluti af kirkjukór Njarðvíkurkirkju kom með og söng nokkur lög. Bandið Heiður kom og var með tónlistarskemmtun á hverri hæð og spilaði og söng og hélt uppi góðri stemningu fyrir íbúa og starfsmenn.

Á Hrafnistu Sléttuvegi hélt KK uppi stuðinu með skemmtilegum tónleikum við mikinn fögnuð viðstaddra.

Í hádeginu var boðið upp á dýrindis kótilettur og ís í eftirrétt. Við þökkum öllum þeim sem komu að því að gera daginn litríkan og skemmtilegan.

 

Lesa meira...

Barnakór Vídalínskirkju í heimsókn á Hrafnistu

 

Barnakór Vídalínskirkju söng fyrir íbúa og starfsfólk á Hrafnistu í Hraunvangi í Hafnarfirði og á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ þann 16. júní. Börnin sungu dásamlega og lagavalið var skemmtilegt. Þau Jóhanna Guðrún og Davíð leiddu kórinn og í lokin söng Jóhanna „Heyr mína bæn“ og vakti það mikla ánægju meðal áhorfenda. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

 

 

Lesa meira...

Kartöflurækt, sumrablóm og listsköpun á Hrafnistu

 

Lífið er farið að ganga sinn vanagang á Hrafnistu. Söngstundir og útivist eru daglegir viðburðir og listahópur, tálgun og æfingasalur fastir liðir. Kartöflur voru settar niður á Hrafnistu í Boðaþingi óvenju seint í ár og veðrið lék ekki beint við kartöfluræktendur. Lundin var hins vegar létt og handbragðið gott.

Á Nesvöllum og á Hlévangi hafa íbúar og starfsólk plantað sumarblómum og eins nýttu íbúar í Skógarbæ tækifærið í blíðviðrinu um daginn og settu niður sumarblómin hjá sér. 

Á Hrafnistu Hraunvangi er listahópurinn kominn á fullt í að sinna sínum verkefnum í listinni.

 

Lesa meira...

Síða 8 af 139

Til baka takki