Árlegur haustfagnaður á Hrafnistu Ísafold
Árlegur haustfagnaður var haldinn á Hrafnistu Ísafold sl. fimmtudag. Venju samkvæmt var boðið upp á kótilettur í raspi ásamt tilheyrandi meðlæti, sykurbrúnuðum kartöflum, rauðkáli og hinum strangheiðarlegu íslensku grænu baunum frá Ora. Vinir Ragga Bjarna sáu um að halda uppi fjörinu og íbúar, aðstandendur og aðrir gestir skemmtu sér vel.