Fréttasafn

Karlakór Reykjavíkur í heimsókn á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

Laugardaginn 29. apríl hélt Karlakór Reykjavíkur tónleika fyrir heimilisfólk í Skálafelli á Hrafnistu í Laugarási. Kórinn söng af sinni alkunnu snilld og voru íbúar, gestir og aðrir viðstaddir himinlifandi eftir heimsókn þeirra.

Við þökkum þessum höfðingjum hjartanlega fyrir komuna.

 

Lesa meira...

Hrafnista hlýtur tilnefningu sem VIRKt fyrirtæki 2023

Lesa meira...

Fjögur heimili Hrafnistu voru tilnefnd sem VIRKt fyrirtæki ársins 2023; Hrafnista Sléttuvegur, Hrafnista Laugarási og Hrafnistuheimilin Nesvellir og Hlévangur í Reykjanesbæ.

VIRK veitir þeim fyrirtækjum sem sinna samstarfinu sérlega vel og sýna samfélagslega ábyrgð sérstaka viðurkenningu og vilja með því hvetja önnur fyrirtæki til góðra verka.

Hrafnista hefur um langt skeið lagt áherslu á samfélagslega ábyrgð og erum við því afar stolt af þessari tilnefningu og hlökkum til áframhaldandi samstarfs með VIRK starfsendurhæfingarsjóði 

Að þessu sinni hlutu 13 fyrirtæki og stofnanir tilnefningu (sjá nánar)

 

 

Lesa meira...

Hrafnista Ísafold 10 ára

Lesa meira...

Í tilefni af 10 ára afmæli Ísafoldar hefur þessi vika verið viðburðarík á Ísafold. Á þriðjudaginn var haldið bocciamót og Hjördís Geirsdóttir kom í heimsókn og gladdi íbúa með söng. Á miðvikudaginn var haldið bingó og Gettu Betur spurningarkeppni. Í gær var svo haldið formlega upp á afmælið. Í hádeginu var boðið upp á kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi á öllum heimiliseiningum og eftir hádegið fór fram athöfn í Menningarsalnum þar sem Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Aríel Pétursson stjórnarformaður Sjómannadagsráðs héldu stutt erindi. Gissur Páll Gissurarson tenór gladdi viðstadda með söng og Guðrún Árný Karlsdóttir hélt uppi léttri stemningu meðal viðstaddra með söng og píanóspili. Gestir skáluðu að sjálfsögðu í freyðivíni í tilefni dagsins og áttu saman ljúfa stund.  

Á Ísafold búa 60 einstaklingar. Garðabær rak hjúkrunarheimilið frá árinu 2013 en frá 1. febrúar 2017 hefur Sjómannadagsráð rekið hjúkrunarheimilið undir merkjum Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Hörkukeppni í boccia á milli Hrafnistu Boðaþings og Hrafnistu Skógarbæjar

Lesa meira...

Keppnisandinn sveif yfir vötnum í vikunni þegar Hrafnista Boðaþing bauð Hrafnistu Skógarbæ að koma yfir og keppa í boccia. Það var heldur betur glatt á hjalla og allir fengu verðlaunapening fyrir þátttökuna. Keppendur gæddu sér svo á gómsætum kökum og kaffi í lokin og var ekki annað að sjá en að allir væru ánægðir eftir góðan dag.

 

Lesa meira...

Una Ragnarsdóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Oddgeir, Una og Gígja
Lesa meira...

Una Ragnarsdóttir, starfsmaður á sjúkraþjálfunardeild Hrafnistu í Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í hvorki meira né minna en 30 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Una fékk venju samkvæmt afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Oddgeir Reynisson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Hrafnistu, Una Ragnarsdóttir og Gígja Þórðardóttir deildarstjóri sjúkraþjálfunar í Laugarási. 

 

Lesa meira...

Ólafur Haukur Magnússon 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

Ólafur Haukur Magnússon, yfirmatreiðslumaður eldhúsa Hrafnistuheimilanna, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu. Ólafur Haukur fékk venju samkvæmt afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Ólafur Haukur og Oddgeir Reynisson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.

 

Lesa meira...

Hrafnista Skógarbær- Lífshlaupsmeistari 2023

Lesa meira...

Loks liggja úrslitin fyrir í Lífshlaupskeppni Hrafnistuheimilanna fyrir árið 2023. Með töluverðum yfirburðum þetta árið stendur starfsfólk Hrafnistu Skógarbæ uppi sem sigurvegari.

Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra liðsmenn úr hópi starfsmanna á Hrafnistu Skógarbæ veita farandbikarnum viðtöku. Eins og sjá má ríkir mikil ánægja með sigurinn.

Til hamingju, Skógarbær!

Hrafnistuheimilin tóku þátt í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins sem fram fór í febrúar sl. og hafnaði Hrafnista í þriðja sæti í flokki fyrirtækja með fleiri en 800 starfsmenn.

 

Lesa meira...

Menntunin nýtist vel í starfinu

Lesa meira...

Háskólinn í Reykjavík, HR, kynnti á dögunum MPM nám skólans á heimasíðu sinni með stuttu viðtali við hjúkrunarfræðinginn og forstjóra Hrafnistu, Maríu Fjólu Harðardóttur. Þar segir María frá aðdraganda þess að hún ákvað á setjast á ný á skólabekk til að afla sér hagnýtrar viðbótarþekkingar í tveggja ára námi í verkefnastjórnun sem skólinn býður meðal annars upp á. MPM-námið (Master of Project Management), sem er alþjóðlega vottað 90 ECTS háskólanám á meistarastigi, er stjórnunar- og leiðtoganám með sérstakri áherslu á stjórnun umfangsmikilla verkefna, verkefnaskráa og verkefnastofna og býr nemendur undir að stjórna fyrirtækjum, félögum, stofnunum og teymum.  Segir María námið m.a. hafa nýst sér mjög vel í núverandi starfi sem forstjóra Hrafnistu: „Bæði er það mikill kostur að vera hjúkrunarfræðingur og hafa skilning á því hvaða þjónustu þarf að veita ólíkum einstaklingum en einnig er mjög mikill kostur að hafa skilning á verkefnastjórnun þar sem öll viðfangsefni er hægt að búta niður í verkefni sem hægt er að leysa með réttu fólki og réttum aðföngum. Ég lærði og hef upplifað að ólíkir einstaklingar búa yfir ólíkum fjársjóði í formi þekkingar og reynslu, sem flutt getur fjöll,“ segir María Fjóla meðal annars í viðtalinu við HR.

HÉR er hægt að lesa viðtalið í heild á heimasíðu HR. Megi það verða fleirum hvatning til að bæta við þekkingu sína sem, m.a. og ekki síst, getur nýst núverandi og verðandi starfsfólki hjúkrunarheimila; Hrafnistu þar á meðal, sem er önnur stærsta heilbrigðisstofnun landsins.

 

 

Lesa meira...

Níu ár frá því að fyrstu íbúarnir fluttu inn á Hrafnistu Nesvelli

Lesa meira...

Í gær var haldið upp á það að níu ár eru síðan fyrstu íbúarnir fluttu inn á Nesvelli í Reykjanesbæ og Hrafnista tók við rekstrinum. Að sjálfsögðu var haldin veisla í tilefni dagsins.

Boðið var upp á dýrindis lambahrygg ásamt tilheyrandi meðlæti og að sjálfsögðu var súkkulaðimús í eftirrétt og skálað var fyrir deginum með Sherry og Baileys. Settir voru ljúfir tónar í tækið og íbúar og starfsfólk áttu notalega samverustund saman.

 

Lesa meira...

Síða 8 af 176

Til baka takki