Fréttasafn

Tilslakanir á heimsóknarreglum Hrafnistuheimilanna frá og með 16. apríl 2021

 

Gerðar verða tilslakanir á heimsóknartakmörkunum Hrafnistuheimilanna frá og með morgundeginum, föstudaginn 16. apríl.

Áfram mega tveir einstaklingar koma í heimsókn í einu en helstu breytingar eru þær að frá og með morgundeginum geta komið tveir aðrir í kjölfarið á þeim og svo koll af kolli. Einnig eru börn núna velkomin, en þau teljast þá sem annar aðilinn í heimsókninni.

Neyðarstjórn Hrafnistu tilkynnti íbúum að aðstandendum þessar breytingar fyrr í dag:

Tilslakanir á heimsóknarreglum Hrafnistuheimilanna taka gildi föstudaginn 16. apríl 2021

 

 

Lesa meira...

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu segja stjórnvöld leggja stein í eigin götu

 

Morgunblaðið ræddi við Gísla Pál Gíslason, formann samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) í gær en samtökin hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að bregðast ekki við fjárhagsvanda hjúkrunarheimila innan samtakanna: Stjórnvöld leggja stein í eigin götu

 

Sam­tök fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu, SFV, sendu frá sér tvær aðal­fundarálykt­an­ir í gær þar sem stjórn­völd voru gagn­rýnd, ann­ars veg­ar fyr­ir að tefja út­gáfu skýrslu starfs­hóps um rekstr­ar­grein­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila og hins veg­ar fyr­ir að koma ekki til móts við fyr­ir­tæki í vel­ferðarþjón­ustu, sem horfa mörg hver fram á gjaldþrot í haust ef ekk­ert verður af auk­inni fjár­veit­ingu af hálfu rík­is­ins.

Gísli Páll Páls­son, formaður SFV, seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag að hann verði var við ákveðið and­leysi hjá hinu op­in­bera. Hann er full­trúi SFV í starfs­hópi heil­brigðisráðuneyt­is­ins, sem skipaður var í ág­úst síðastliðnum og falið að vinna skýrslu um grein­ingu rekstr­ar hjúkr­un­ar­heim­ila.

Gísli seg­ir að skýrsl­an hafi verið til­bú­in fyr­ir um mánuði en að at­huga­semd­ir full­trúa heil­brigðisráðuneyt­is­ins um loka­út­gáfu henn­ar tefji birt­ingu henn­ar. Aðal­fundarálykt­un SFV frá í gær fel­ur enda í sér áskor­un á stjórn­völd um að birta skýrsl­una taf­ar­laust. Sem er ekki skrýtið, þar sem Gísli bend­ir á að stjórn­völd, þ.á m. fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og heil­brigðisráðherra, hafi áður sagt að skýrsl­an sé for­senda auk­inn­ar fjár­veit­ing­ar. Og fjár­veit­inga er sann­ar­lega þörf, eins og Gísli út­skýr­ir: „Ef það kem­ur eng­in hækk­un, vegna þess sem kem­ur fram í skýrsl­unni, og þá er ég að tala um hækk­an­ir sem eiga að gilda fyr­ir 2020 og 2021, auk hækk­ana vegna breyt­ing­anna á stytt­ingu vinnu­tíma vakta­vinnu­fólks, þá erum við öll að fara í þrot bara í haust.“

 

Lesa meira...

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa áhyggjur af stöðunni

 

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) hafa áhyggjur af stöðu aðildafélaga samtakanna.

Frá þessu var greint á mbl.is í gær: Segja stjórnvöld draga lappirnar. 

 

Sam­tök fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu, SFV, sendu frá sér tvær aðal­fundarálykt­an­ir í dag þar sem áhyggj­um yfir stöðu aðild­ar­fé­laga sam­tak­anna er lýst.

Stjórn­völd eru þannig gagn­rýnd fyr­ir að svara ekki er­ind­um aðild­ar­fé­lag­anna um hvernig ríkið hygg­ist koma til móts við þau vegna breyt­inga á vinnu­tíma vakta­vinnu­fólks, sem taka á gildi 1. maí. 

Í álykt­un­inni seg­ir að fjár­hag­ur aðild­ar­fé­laga SFV sé mjög viðkvæm­ur eft­ir niður­skurð und­an­far­inna ára og því geti þau ekki staðið straum af kostnaði við þær breyt­ing­ar sem taka gildi um mánaðamót­in, ef ekk­ert verður að gert. Skorað er á stjórn­völd að bregðast strax við ástand­inu. 

Í seinni aðal­fundarálykt­un SFV frá í dag seg­ir svo að skýrsla starfs­hóps heil­brigðisráðuneyt­is um grein­ingu rekstr­ar hjúkr­un­ar­heim­ila, sem skipaður var í ág­úst í fyrra, hafi verið til­bú­in fyr­ir fjór­um vik­um. Útgáfa skýrsl­unn­ar hafi hins veg­ar seinkað vegna óánægju full­trúa ráðuneyt­is­ins í starfs­hópn­um með loka­út­gáf­una. SFV skor­ar á heil­brigðisráðuneytið að birta skýrslu­drög­in taf­ar­laust eins og þau standa nú. 

 

Lesa meira...

Handverk til sölu á vinnustofu Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði

 

Á vinnustofu iðjuþjálfunar á Hrafnistu í Hraunvangi má finna ýmiskonar handverk eftir þá sem sækja vinnustofuna. Þetta handverk er til sölu og fer gróðinn til þeirra sem unnu þessi meistaraverk. Áhugasamir geta haft samband við vinnustofuna á Hrafnistu í Hraunvangi ef þeir vilja kaupa eitthvað af handverkinu.

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Ölduhrauni Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði

 

Hildigunnur Daníelsdóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á Ölduhrauni Hrafnistu Hraunvangi frá 10. maí 2021.

Hildigunnur lauk B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2008. Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Ölduhrauni frá september 2020 en starfaði m.a. áður hjá heilsugæslunni og í heimahjúkrun, lengst af sem teymisstjóri.

 

Lesa meira...

Nýjar heimsóknarreglur Hrafnistu taka gildi 25. mars 2021

 

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur ávallt haft þann fyrirvara á, þegar létt hefur verið á heimsóknarreglum, að aðstæður gætu breyst hratt. Sú er raunin í dag og því hafa verið gefnar út nýjar reglur um heimsóknir á Hrafnistuheimilin.

Helstu breytingar eru þessar:

  • Börn undir 18 ára hafa ekki leyfi til að koma í heimsókn.
  • Mikilvægt er að virða fjöldatakmarkanir í samfélaginu, en að hámarki mega  10 manns koma saman. Mikilvægt er að hafa í  huga að börn fædd fyrir 2015 eru inn í 10 manna fjöldatakmörkunum. Því biðlum við til ykkar að hugsa ykkur vel um áður en íbúi fer út af heimilinu.

 

Munið að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun. Þeir sem eru komnir með vörn fyrir Covid geta borið veiruna á höndum sér og smitað þannig aðrar.

Upplýsingar um aðrar reglur í tengslum við heimsóknir á Hrafnistu má lesa HÉR

 

Grímuskylda

Borið hefur á misskilningi vegna grímunotkunar þar sem starfsmenn Hrafnistu eru bólusettir og mega því taka niður grímuna en gestir þurfa í öllum tilfellum að bera grímur í almenningsrýmum. Gestum er heimilt er að taka grímur niður þegar komið er inn á herbergi íbúa.

Neyðarstjórn Hrafnistu  sendi frá sér tilkynningu á dögunum að samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna þyrftu þeir starfsmenn Hrafnistuheimilanna sem búnir eru að fara í bólusetningu við Covid-19 ekki að bera grímu/maska í vinnunni. Ein undartekning er þó, ef starfsmenn eru að sinna íbúum eða hvíldargestum sem eru óbólusettir þá þarf viðkomandi að nota grímu.

Þeir starfsmenn sem ekki hafa verða bólusettir þurfa áfram að starfa með grímur.

Upplýsingar á vef Landlæknis;

Grímuskyldu framlínustarfsmanna við umönnun á hjúkrunarheimilum/dagvölum er almennt aflétt inni á vistarverum íbúa þegar bólusetningu íbúa er lokið og starfsmenn hafa hlotið fyrri bólusetningarskammt með þeirri undantekningu að starfsmaður verður að setja upp grímu ef ekki er hægt að halda 2ja metra nándarmörk við gesti eða íbúa sem ekki hafa fengið bólusetningu eða ef starfsmaður hefur ekki þegið bólusetningu. Mikilvægt er að viðhalda sóttvarnarýmum (50 að hámarki í rými) innan heimila/dagdvala, sinna vönduðum handþvotti og þrifum og sótthreinsun snertiflata um leið og slakað er á grímuskyldu. Gæta skal ítrustu varúðar og ef minnsti grunur vaknar um smit hjá íbúa, gesti eða starfsmanni skulu grímur umsvifalaust settar upp.

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item41986/Lei%C3%B0beininingar-dagdvalir-hj%C3%BAkrunarheimili_07.08.2020.%20lok.pdf

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Báruhrauni Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði

 

Sigurður Ýmir Sigurjónsson hefur verið ráðinn aðstoðardeildarstjóri á Báruhrauni Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði.

Sigurður hefur frá því í maí 2020 leyst af sem aðstoðardeildarstjóri á Báruhrauni. Hann útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá HÍ vorið 2020. Hann hefur m.a. starfað á bráðamóttöku Landspítalans, gengt formennsku í Curator félagi hjúkrunarnema og sinnt þar að auki ýmsum félagsstörfum.

 

Lesa meira...

Grímuskyldu bólusettra starfsmanna aflétt

 

Sú tilkynning barst fyrir helgi frá Neyðarstjórn Hrafnistu að samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna þyrftu þeir starfsmenn Hrafnistuheimilanna sem búnir eru að fara í bólusetningu við Covid-19 ekki að bera grímu/maska í vinnunni. Ein undartekning er þó, ef starfsmenn eru að sinna íbúum eða hvíldargestum sem eru óbólusettir þá þarf viðkomandi að nota grímu.

Þeir starfsmenn sem ekki hafa verða bólusettir þurfa áfram að starfa með grímur.

Borið hefur á misskilningi vegna grímunotkunar þar sem starfsmenn Hrafnistu eru bólusettir og mega því taka niður grímuna en gestir þurfa í öllum tilfellum að bera grímur í almenningsrýmum. Gestum er heimilt er að taka grímur niður þegar komið er inn á herbergi íbúa.

 

Upplýsingar á vef Landlæknis;

Grímuskyldu framlínustarfsmanna við umönnun á hjúkrunarheimilum/dagvölum er almennt aflétt inni á vistarverum íbúa þegar bólusetningu íbúa er lokið og starfsmenn hafa hlotið fyrri bólusetningarskammt með þeirri undantekningu að starfsmaður verður að setja upp grímu ef ekki er hægt að halda 2ja metra nándarmörk við gesti eða íbúa sem ekki hafa fengið bólusetningu eða ef starfsmaður hefur ekki þegið bólusetningu. Mikilvægt er að viðhalda sóttvarnarýmum (50 að hámarki í rými) innan heimila/dagdvala, sinna vönduðum handþvotti og þrifum og sótthreinsun snertiflata um leið og slakað er á grímuskyldu. Gæta skal ítrustu varúðar og ef minnsti grunur vaknar um smit hjá íbúa, gesti eða starfsmanni skulu grímur umsvifalaust settar upp.

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item41986/Lei%C3%B0beininingar-dagdvalir-hj%C3%BAkrunarheimili_07.08.2020.%20lok.pdf

 

Lesa meira...

Nýjar heimsóknarreglur Hrafnistuheimilanna taka gildi 19. mars 2021

 

Nýjar heimsóknarreglur taka gildi á morgun, föstudaginn 19. mars 2021 og verða Hrafnistuheimilin opin fyrir heimsóknir alla daga frá kl 13:00 – 20:00.

Neyðarstjórn Hrafnistu ákvað á fundi sínum í dag að slaka enn frekar á heimsóknarreglum Hrafnistuheimilanna. Tilkynning þess efnis hefur verið send út til íbúa og aðstandenda. Í tilkynningunni segir einnig að Neyðarstjórnin horfi ávallt til stöðunnar almennt í samfélaginu hvað fjölda covid smita varðar,  sem og þeirra reglna sem í gildi eru á hverjum tíma. Flestir íbúar heimilanna eru komnir með fulla bólusetningu og starfsmenn hafa lokið fyrri bólusetningu.

 

Tilkynningu Neyðarstjórnar Hrafnistu um nýju heimsóknarreglurnar má lesa HÉR

 

 

Lesa meira...

Síða 8 af 154

Til baka takki