Fréttasafn

Langþráður tímamótasamningur um hjúkrunarheimili í höfn

 

130 milljarðar króna til hjúkrunar­heimila í nýjum tíma­móta­samningi

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra kynnti í gær nýja samn­inga Sjúkra­trygg­inga Íslands, fyr­ir hönd ís­lenska rík­is­ins, um rekst­ur og þjón­ustu hjúkr­un­ar­heimila á veg­um Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Sam­taka fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu. Innan samtakanna eru 45 rekstraraðilar hjúkrunarheimila víðs vegar um landið sem starfa samkvæmt samningum Sjúkratrygginga Íslands.

„Á samn­ings­tím­an­um verður unnið að verk­efn­um sem miða að bættu rekstr­ar­um­hverfi heim­il­anna til framtíðar og aukn­um gæðum þjón­ustu þeirra,“ seg­ir í til­kynn­ing­u frá heilbrigðisráðherra.

Samn­ing­arn­ir ná til næstu þriggja ára og hljóða upp á 130 millj­arða. Þetta eru því sannarlega mikilvæg tímamót.

 

 

Lesa meira...

Nýr mannauðsráðgjafi á mannauðssviði Hrafnistuheimilanna

 

Freyja Rúnarsdóttir hefur verið ráðin mannauðsráðgjafi á mannauðssvið Hrafnistuheimilanna. Freyja er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og BA próf í ítölsku frá sama skóla. Freyja hefur starfað sem mannauðsráðgjafi hjá Rauða krossinum og verkefnastýrði þar mannauðsmálum í farsóttarhúsum Rauða krossins til að mynda.

Við bjóðum Freyju velkomna til starfa á Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Haldið upp á níu ára afmæli Ísafoldar í Garðabæ

 

Það var mikið um dýrðir á Hrafnistu Ísafold í gær, miðvikudaginn 6. apríl, þegar haldið var upp á níu ára afmæli hjúkrunarheimilisins. Í hádeginu var að sjálfsögðu boðið upp á þjóðarrétt Hrafnistu, hinar margfrægu kótilettur í raspi ásamt öllu tilheyrandi. Sveinn Sigurjónsson spilaði á harmonikku og síðan var slegið upp dansiballi í menningarsalnum en það var Hörður G. Ólafsson hljómlistarmaður sem sá um skemmtunina.

 

 

Lesa meira...

Rannveig Oddsdóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda, Rannveig, María Fjóla, Hrefna og Aðalbjörg

 

Rannveig Oddsdóttir, sjúkraliði á Báruhrauni Hrafnistu Hraunvangi,  hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Rannveig fékk venju samkvæmt afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Á myndinni eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Rannveig, María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu, Hrefna Ásmundsdóttir hjúkrunardeildarstjóri á Báruhrauni og Aðalbjörg Ellertsdóttir aðstoðardeildarstjóri.

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Vitatorgi Hrafnistu Laugarási

 

Inga Bergdís Gunnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á Vitatorgi Hrafnistu Laugarási. Inga Bergdís lauk B.Sc. námi í hjúkrunarfræði frá HÍ 2020. Hún hóf störf á Hrafnistu í Laugarási árið 2016 og starfaði á Hrafnistu samhliða námi. Eftir útskrift hefur hún starfað sem hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar í afleysingu á Sólteigi og Mánateigi.

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Sara Pálmadóttir hefur verið ráðin forstöðumaður á Hrafnistu Ísafold frá 1. maí 2022

 

Sara lauk BS prófi í iðjuþjálfunarfræði frá Háskólanum á Akureyri vorið 2017. Hún hefur starfað á fjórum af átta Hrafnistuheimilum í tæp 15 ár, fyrst við aðhlynningu á Hrafnistu í Hraunvangi og síðar sem sjúkraliði í dagdvöl á Hrafnistu í Boðaþingi. Árið 2017 var Sara ráðin deildarstjóri sjúkra- og iðjuþjálfunar á Hrafnistu Ísafold. Frá því haustið 2021 hefur hún starfað sem deildarstjóri iðjuþjálfunar í endurhæfingarteymi þvert á þrjú Hrafnistuheimili, Ísafold, Boðaþing og Skógarbæ. Samhliða almennum rekstri og stjórnun deildarinnar hefur hún unnið að innleiðingu og þróun nýrra verkefna og samræmingu á verklagi tengt iðjuþjálfun.

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildastjóri hjúkrunar á Hrafnistu Skógarbæ

Birna Elínardóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á 1. og 3. hæð Hrafnistu í Skógarbæ frá 1.maí 2022. 

Birna útskrifaðist sem sjúkraliði árið 2007. Árið 2016 útskrifaðist hún sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og tók viðbótardiplómu í klínískri heilsugæslu í héraði á síðasta ári. Birna starfaði í 15 ár á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Síðastliðin 5 ár hefur hún starfað á slysa-og bráðamóttökunni í Keflavík en einnig á hjúkrunarmóttöku, ung- og smábarnavernd og í heimahjúkrun sem allt heyrir undir heilsugæslusvið Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

 

Lesa meira...

Starfsfólk Hrafnistu í Boðaþingi lífshlaupsmeistarar Hrafnistu 2022

 

Starfsfólk Hrafnistu í Boðaþingi bar sigur úr býtum í Lífshlaupskeppni Hrafnistuheimilanna árið 2022. Starfsfólk í Boðaþingi vann nokkuð örugglega þetta árið, var með flestar mínútur sem og flesta daga í hreyfingu í hlutfalli við fjölda starfsmanna. Þeim var í dag afhentur farandbikar til varðveislu í Kópavoginum næsta árið en bikarinn er búinn að vera í vörslu starfsfólksins á  Hrafnistu Hlévangi í Reykjanesbæ frá því í fyrra þar sem þau báru sigur úr bítum sem Lífshlaupsmeistarar Hrafnistu árið 2021.  

Ísbæjarþing sigurvegari í liðakeppni Hrafnistu!

Ísbæjarþing, endurhæfingarteymi, fór með sigur af hólmi í liðakeppni Hrafnistu í Lífshlaupinu. Þær stöllur stóðu sig með eindæmum vel, en allir meðlimir hópsins hreyfðu sig eitthvað á hverjum degi átaksins. Samtals hreyfði hópurinn sig í 166 klukkustundir, sem gera rétt um 80 mínútur á degi hverjum á hvern meðlim. Vel gert!

Ekki langt undan voru Bomburnar í Laugarási, sem urðu í öðru sæti. Þar var heldur ekkert gefið eftir en þar hreyfðu sig sömuleiðis allir meðlimir hópsins alla dagana. Í þriðja sæti hafnaði síðan launa-og bókhaldsdeildin í Laugarási.

Til hamingju öll.

 

Við óskum öllu starfsfólki Hrafnistu sem tók þátt í Lífshlaupinu til hamingju með frábæra frammistöðu – Áfram Hrafnista!!

 

 

Lesa meira...

Síða 9 af 167

Til baka takki