Fréttasafn

Una Ragnarsdóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Oddgeir, Una og Gígja
Lesa meira...

Una Ragnarsdóttir, starfsmaður á sjúkraþjálfunardeild Hrafnistu í Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í hvorki meira né minna en 30 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Una fékk venju samkvæmt afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Oddgeir Reynisson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Hrafnistu, Una Ragnarsdóttir og Gígja Þórðardóttir deildarstjóri sjúkraþjálfunar í Laugarási. 

 

Lesa meira...

Ólafur Haukur Magnússon 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

Ólafur Haukur Magnússon, yfirmatreiðslumaður eldhúsa Hrafnistuheimilanna, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu. Ólafur Haukur fékk venju samkvæmt afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Ólafur Haukur og Oddgeir Reynisson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.

 

Lesa meira...

Hrafnista Skógarbær- Lífshlaupsmeistari 2023

Lesa meira...

Loks liggja úrslitin fyrir í Lífshlaupskeppni Hrafnistuheimilanna fyrir árið 2023. Með töluverðum yfirburðum þetta árið stendur starfsfólk Hrafnistu Skógarbæ uppi sem sigurvegari.

Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra liðsmenn úr hópi starfsmanna á Hrafnistu Skógarbæ veita farandbikarnum viðtöku. Eins og sjá má ríkir mikil ánægja með sigurinn.

Til hamingju, Skógarbær!

Hrafnistuheimilin tóku þátt í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins sem fram fór í febrúar sl. og hafnaði Hrafnista í þriðja sæti í flokki fyrirtækja með fleiri en 800 starfsmenn.

 

Lesa meira...

Menntunin nýtist vel í starfinu

Lesa meira...

Háskólinn í Reykjavík, HR, kynnti á dögunum MPM nám skólans á heimasíðu sinni með stuttu viðtali við hjúkrunarfræðinginn og forstjóra Hrafnistu, Maríu Fjólu Harðardóttur. Þar segir María frá aðdraganda þess að hún ákvað á setjast á ný á skólabekk til að afla sér hagnýtrar viðbótarþekkingar í tveggja ára námi í verkefnastjórnun sem skólinn býður meðal annars upp á. MPM-námið (Master of Project Management), sem er alþjóðlega vottað 90 ECTS háskólanám á meistarastigi, er stjórnunar- og leiðtoganám með sérstakri áherslu á stjórnun umfangsmikilla verkefna, verkefnaskráa og verkefnastofna og býr nemendur undir að stjórna fyrirtækjum, félögum, stofnunum og teymum.  Segir María námið m.a. hafa nýst sér mjög vel í núverandi starfi sem forstjóra Hrafnistu: „Bæði er það mikill kostur að vera hjúkrunarfræðingur og hafa skilning á því hvaða þjónustu þarf að veita ólíkum einstaklingum en einnig er mjög mikill kostur að hafa skilning á verkefnastjórnun þar sem öll viðfangsefni er hægt að búta niður í verkefni sem hægt er að leysa með réttu fólki og réttum aðföngum. Ég lærði og hef upplifað að ólíkir einstaklingar búa yfir ólíkum fjársjóði í formi þekkingar og reynslu, sem flutt getur fjöll,“ segir María Fjóla meðal annars í viðtalinu við HR.

HÉR er hægt að lesa viðtalið í heild á heimasíðu HR. Megi það verða fleirum hvatning til að bæta við þekkingu sína sem, m.a. og ekki síst, getur nýst núverandi og verðandi starfsfólki hjúkrunarheimila; Hrafnistu þar á meðal, sem er önnur stærsta heilbrigðisstofnun landsins.

 

 

Lesa meira...

Níu ár frá því að fyrstu íbúarnir fluttu inn á Hrafnistu Nesvelli

Lesa meira...

Í gær var haldið upp á það að níu ár eru síðan fyrstu íbúarnir fluttu inn á Nesvelli í Reykjanesbæ og Hrafnista tók við rekstrinum. Að sjálfsögðu var haldin veisla í tilefni dagsins.

Boðið var upp á dýrindis lambahrygg ásamt tilheyrandi meðlæti og að sjálfsögðu var súkkulaðimús í eftirrétt og skálað var fyrir deginum með Sherry og Baileys. Settir voru ljúfir tónar í tækið og íbúar og starfsfólk áttu notalega samverustund saman.

 

Lesa meira...

Kvenfélag Keflavíkur færir Hrafnistu Hlévangi gjafir

Lesa meira...

Kvenfélag Keflavíkur hefur fært Hrafnistu Hlévangi dásamlegar gjafir. Gjafirnar voru 3 skápúðar, bocciasett, 3 salt lampar, norðurljósavarpi, stjörnuljósavarpi, þyngingar hundur og marglyttu lampi.

Við þökkum Kvenfélagi Keflavíkur innilega fyrir þessar höfðinglegu gjafir sem munu nýtast íbúum mjög vel. Það er ómetanlegt að eiga góða velunnara.

Meðfylgjandi eru myndir af fulltrúum frá Kvenfélagi Keflavíkur ásamt deildarstjóra iðjuþjálfunar Hrafnistu í Reykjanesbæ, forstöðumanni Hrafnistu í Reykjanesbæ og hjúkrunardeildarstjóra Hrafnistu Hlévangs.

 

Lesa meira...

Alþjóðlegt matarboð haldið í Skógarbæ

Lesa meira...

Á Hrafnistu Skógarbæ vinnur starfsfólk frá um 20 þjóðernum. Matarmenning er mismunandi á milli landa og síðastliðinn föstudag var haldið alþjóðlegt matarboð þar sem starfsfólk bauð upp á rétt frá sínu landi.

Starfsmenn fengu ekki aðeins að njóta matar heldur fengu þeir einnig að sjá dansa frá Filippseyjum, Afríku, Thaílandi og Íslandi. Einnig fengu þeir að sjá uppáhellingu á kaffi sem er athöfn á stórhátíðardögum í Eritreu.

Litríki maturinn, góða lyktin, fallegu fötin, sögurnar á bakvið matinn og menningu gaf öllum innsýn í menningarheim þeirra sem hann báru fram og mun matarboðið verða endurtekið sem allra fyrst.

 

Lesa meira...

Nýr framkvæmdastjóri Happdrættis DAS

Lesa meira...

Sigurður Ágúst Sigurðsson forstjóri Happdrættis DAS til 33 ára, mun láta af störfum í maí. Stjórn Happdrættis DAS hefur ráðið Valgeir Elíasson sem nýja framkvæmdastjóra og mun hann starfa við hlið Sigurðar fram í maí.

Valgeir þekkir vel til starfa Happdrættis DAS, en hann starfaði sem deildarstjóri bókhalds- og launadeildar Hrafnistuheimilanna, en bæði happdrættið og Hrafnistuheimilin starfa undir hatti Sjómannadagsráðs. Valgeir hefur unnið hjá Hrafnistuheimilunum í 11 ár en þar á undan vann hann hjá KPMG og Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Á þeim rúmum 69 árum sem Happdrætti DAS hefur starfað hefur það verið fjárhagslegur bakhjarl í allri uppbyggingu Hrafnistuheimilanna auk þess sem 40% af hagnaði happdrættisins rann til uppbyggingar dvalarheimila aldraða út um land allt í 25 ár.

 

Lesa meira...

Níu ár frá því að Hrafnista tók við rekstri Hlévangs

Lesa meira...

Þann 1. mars árið 2014 tók Hrafnista við rekstri Hlévangs í Reykjanesbæ og í gær gerðu íbúar og starfsfólk sér glaðan dag af því tilefni. Hefðin á afmælisdaginn (eða á hentugum degi í kringum afmælisdaginn) er að gæða sér á lambahrygg með öllu tilheyrandi í hádeginu.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistu Hlévangi í gær.

 

Lesa meira...

Síða 9 af 177

Til baka takki