Fréttasafn

Samningur við Sjómannadagsráð um rekstur Ísafoldar hjúkrunarheimilis

Lesa meira...

 

Í desember sl. endurnýjuðu Garðabær og Sjómannadagsráð samstarfssamning frá árinu 2017 um rekstur Ísafoldar hjúkrunarheimilis og dagdvalar.

Sjómannadagsráð rekur hjúkrunarheimilið Ísafold sem sjálfstæðan rekstraraðila undir merkjum Hrafnistu við Strikið 3 í Garðabæ. Í hjúkrunarheimilinu eru 60 hjúkrunarrýma og í dagdvölinni eru tuttugu rými, þar af sextán almenn og fjögur rými fyrir einstaklinga með heilabilun.

Hrafnista er í dag ein stærsta heilbrigðisstofnun landsins með starfsemi í fimm sveitarfélögum og þjóna Hrafnistuheimilin á annað þúsund öldruðum á hverjum degi. Hrafnista skuldbindur sig til að reka hjúkrunarheimilið eins markvisst og hagkvæmt og kostur er en alltaf með áherslu á markmið Hrafnistu um andlega, líkamlega og félagslega vellíðan íbúa með gildi Hrafnistu að leiðarljósi.

Hjá Hrafnistu er til staðar mikil sérþekking og reynsla sem kemur starfseminni til góða. Eins og á öðrum Hrafnistuheimilum er á Ísafold er starfrækt Hrafnistuútgáfa af „Lev og bo“ hugmyndafræði.

 

Lesa meira...

Þorrablót á Hrafnistu Laugarási, Nesvöllum og Skógarbæ í hádeginu í dag

Lesa meira...

Hrafnista Laugarás, Reykjavík
„Bóndadagurinn er í dag og haldið var þorrablót með öllu tilheyrandi í hádeginu. Gígja Þórðardóttir deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu í Laugarási flutti minni karla og Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs flutti minni kvenna. Bragi Fannar fór um húsið með nikkuna og við lukum gleðinni með sherrýstund og gítarleik Fanneyjar á Skálafelli. Óskum íslenskum karlmönnum til hamingju með daginn og þess að Þorrinn reynist góður og gjöfull.“

Hrafnista Nesvellir, Reykjanesbæ
„Hið árlega þorrablót var haldið á Nesvöllum í hádeginu í dag. Við gæddum okkur á dýrindis þorramat frá Múlakaffi og skáluðum í íslensku brennivíni og Marína kom og söng fyrir okkur með sinni undur fögru röddu.
Gaman hve margir aðstandendur gáfu sér tíma til að koma og eiga gæðastund með okkur í dag.“

Hrafnista Skógarbæ, Reykjavík
„Það hefur verið mikið um að vera hjá okkur þessa vikuna eins og oft áður. Við skelltum okkur á pílumót í gær á Hrafnistu í Hafnarfirði og etjuðum kappi við íbúana þar, fengum svo þvílíku kræsingarnar eftir að móti lauk. Við héldum svo bóndadaginn hátíðlegan í hádeginu í dag og borðuðum dýrindis þorramat og skoluðum honum niður með íslensku brennivíni.“

Meðfylgjandi myndir voru teknar í hádeginu í dag á Hrafnistu Laugarási, Nesvöllum og Skógarbæ.

 

Lesa meira...

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti Hrafnistu Hraunvang

Lesa meira...

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti Hrafnistu Hraunvang sl. þriðjudag og horfði með íbúum á leik Íslendinga og Grænhöfðaeyja í viðureign sinni á heimsmeistaramóti karla í handbolta. Í hálfleik fór Guðni á milli deilda og heilsaði upp á íbúa og ættingja. Við þökkum Guðna kærlega fyrir ánægjulega heimsókn.

 

Lesa meira...

Tannlæknaþjónusta á Hrafnistu

Lesa meira...

Nú býðst öllum nýjum íbúum Hrafnistu á höfuðborgarsvæðinu og Reykjarnesi að fara í skoðun á Tannlæknastofum sem Hrafnista er í samstarfi við. Einnig býðst öllum þeim sem ekki hafa tök á að sækja tannlæknaþjónustu utan heimilis að fá tannlæknaþjónustu inni á heimilinu. Eftir tannlæknatímann verða útbúnar leiðbeiningar um munnhirðu íbúans og mun starfsfólk á hjúkrunardeild fylgja þeim eftir. Einnig mun koma fram hvenær íbúinn þarf næst að koma í eftirlit og hvort þörf sé á meðferð. Umboðsmenn íbúa og aðstandenda og verkefnastjóri á heilbrigðissviði sjá til þess að kynna tannlæknaþjónustuna fyrir nýjum íbúum og aðstandendum. Verkefnastjóri heilbrigðissviðs sér um tímabókanir og veitir frekari upplýsingar. Senda skal fyrirspurnir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þeir íbúar sem eru í reglulegu eftirliti hjá sínum tannlækni halda því að sjálfsögðu áfram.

 

 

Lesa meira...

Þröstur V. Söring nýr framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs

Lesa meira...

Þröstur V. Söring hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs (SDR) og tók hann til starfa nú um áramótin. Fasteignir í umsjá SDR telja um 100.000 fermetra og fyrirhugaðar eru umtalsverðar framkvæmdir á næstu misserum og árum, m.a. vegna viðhalds og stækkunar Hrafnistuheimila og byggingar leiguíbúða fyrir 60 ára og eldri á vegum Naustavarar.

Þröstur er húsasmíðameistari og byggingatæknifræðingur frá VIA University College í Danmörku. Frá árinu 2020 starfaði hann sem framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá Framkvæmdasýslunni - ríkiseignum þar sem hann fór fyrir hópi verkfræðinga, arkitekta, tæknifræðinga og annarra sérfræðinga sem stýra byggingu flestra mannvirkja sem ríkisvaldið ræðst í. Áður starfaði Þröstur hjá Isavia sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar, framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli, sérfræðingur hjá Flugmálastjórn Íslands, staðarstjóri hjá byggingarfélaginu Kambi og sem sjálfstætt starfandi byggingaverktaki.

Við bjóðum Þröst hjartanlega velkominn til starfa og væntum mikils af reynslu hans og þekkingu í þeim viðamiklu verkefnum sem eignasvið SDR tekst á við alla daga.

 

Lesa meira...

Í gamla daga snerust jólin um Guð og Jesúbarnið

Lesa meira...

 

Skemmtilegt viðtal birtist í Fréttablaðinu á dögunum við Maríu Arnlaugsdóttur sem hefur lifað hundrað jól. María er íbúi á Hrafnistu og í viðtalinu segir hún m.a. jólin í gamla daga hafa verið látlaus en hátíðleg og snúist um Jesúbarnið en að lítið fari fyrir Guði í jólum nútímans.  „Ég man fyrst eftir mér á aðfangadagskvöld árið1924.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér: Í gamla daga snérust jólin um Guð og Jesú barnið 

 

 

 

Lesa meira...

Leikskólabörn í heimsókn á Hrafnistu Hlévangi Reykjanesbæ

Lesa meira...

Það var notalegur dagur á Hlévangi í dag, jólatréð var skreytt og falleg og prúð leikskólabörn komu í heimsókn og sungu fallega jólasöngva. Jólapakkar voru opnaðir en Hrafnista gefur heimilinu gjafir sem nýtist öllum vel. Í ár komu skemmtileg spil, ölglös og vöfflujárn upp úr pökkunum. Í hádeginu voru borð dúkuð upp og Hrafnista bauð starfsfólki sínu í jólamat.

 

Lesa meira...

Síða 9 af 175

Til baka takki