Fréttasafn

Hrafnista og Sléttan sjúkraþjálfun bjóða ríkinu nýjan möguleika

Hrafnista og Sléttan sjúkraþjálfun ehf. bjóða aukna endurhæfingu

Sjómannadagsráð, Hrafnista og Sléttan sjúkraþjálfun ehf. hafa sent Sjúkratryggingum Íslands formlega umsókn um þjónustusamning til að veita markvissa endurhæfingu fyrir aldraða í lífsgæðakjarna Hrafnistu, Sjómannadagsráðs og Reykjavíkurborgar við Sléttuveg í Fossvogi. Takmarkið er að hefja starfsemi heilsumiðstöðvar sem stuðlar að bættri heilsu einstaklinga með því að veita þeim markvissa þjálfun og leiðbeiningar og styðja þannig betur við getu þeirra og færni til að búa lengur á eigin heimili og draga um leið úr líkum á því að þeir þurfi á ótímabærri og varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili að halda.

Hröð fjölgun aldraðra

Miðað við mannfjöldaspá liggur fyrir að biðlistar eftir hjúkrunarvistun muni halda áfram að lengjast nema að brugðist verði við með úrræðum sem sporna gegn ótímabærri hrörnun, sem talin er vera ein aðalorsök heilsumissis og nægilegrar færni til sjálfsbjargar við daglegar athafnir á eigin heimili. Af þeim sökum þarf á ákveðnum tímapunkti að óska eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili. Á línuritinu úr talnabrunni Landlæknisembættisins má sjá þessa slæmu þróun, þar sem fjöldi þeirra sem bíður eftir því að komast á hjúkrunarheimili hefur þrefaldast á innan við 10 árum, þ.e. úr 150 manns árið 2011 í að vera 457 árið 2020. Rannsóknir sýna að markviss  þjálfun og faglegar leiðbeiningar geta hægt á hrörnun og dregið úr þessari neikvæðu þróun biðlistanna. Samkvæmt spá Hagstofu Íslands er búist við að árið 2043 verði yfir 20% landsmanna eldri en 65 ára og yfir 25% árið 2061, en þar af fjölgar hraðast í hópi þeirra sem ná meira en 80 ára aldri. Það skiptir því verulegu máli að geta brugðist við með úrræðum eins og þjónustu heilsumiðstöðvar og draga úr álagi á núverandi úrræði, bæði á hjúkrunarheimilum og ekki síst sjúkrahúsum, þar sem allnokkur fjöldi aldraðra býr þótt meðferð þar sé lokið

Lesa meira...

 

Lífsgæðakjarninn við Sléttuveg getur aukið þjónustu sína

Umsækjendur um þjónustu heilsumiðstöðvarinnar telja að nýi lífsgæðakjarninn við Sléttuveg sé kjörinn staður til að veita ofangreinda þjónustu enda er öll aðstaða þar ný, vönduð og sérstaklega hönnuð til að sinna þjónustu við aldurshópinn. Við Sléttuveg er nýtt og rúmgott húsnæði fyrir endurhæfingarþjónustu til staðar, þar sem mögulegt er að þjónusta enn fleiri einstaklinga með úrræðum eins og þeirri sem fyrirhugaðri heilsumiðstöð er ætlað og sótt hefur verið um að verði að veruleika. Verði af þjónustunni verður ráðist í viðeigandi fjárfestingu í viðbótarbúnaði til endurhæfingar, þar sem lögð verður áhersla á sérhæfingu í greiningum, meðferð, fræðslu og þjálfun einstaklinga 67 ára og eldri. Einnig gætu félagsleg úrræði og fræðsla um heilsuvitund verið einn af hornsteinum verkefnisins. Þar mætti einnig innleiða staðlað mat á endurhæfingarþörfum, t.a.m. í samvinnu við heilsugæsluna, þar sem lögð yrði áhersla á færni í liðleika, hreyfanleika, stöðugleika, jafnvægi, samhæfingu og líkamsvitund. Þannig mætti fylgja verkefninu eftir á faglegan hátt og ná betur utan um lýðheilsu, rannsóknir, fræðslu og fleira eins og ítarlega er gerð grein fyrir í umsókninni til Sjúkratrygginga Íslands. Þörfin er brýn og álagið mikið á núverandi úrræði. Þjónustan væri því mikilvægt viðbótarúrræði fyrir aldraða sem létt gæti mjög viðvarandi álagi á heilbrigðiskerfið.

  • Eftirspurn eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimilum er langt umfram framboð og biðlistar lengjast jafnt og þétt.
  • Tap einstaklinga á færni til athafna daglegs lífs (ADL) og heilsubrestur eru meginástæður þessað fólk er metið til varanlegrar búsetu á hjúkrunarheimilum. Líkamleg hrörnun er ein orsaka þess að fólk tapar færni og missir nauðsynlega heilsu til að búa áfram á eigin heimili.
  • Rannsóknir sýna að hægt er að bregðast við og hægja á þróuninni og jafnvel snúa henni við með aðstoð fagaðila á endurhæfingarsviði sem gæti hægt á eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum.
  • Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á forystuhlutverk heilsugæslunnar sem leiðandi aðila í heilsueflingu og aðgerðaráætlun um lýðheilsu og forvarnir. Með virku samstarfi við heilsugæsluna væri unnt að hefja forvarnarstarf með því að beina þeim, sem farnir eru að missa færni og heilsu, í rétt úrræði sem tafið geta fyrir óhjákvæmilegum búferlaflutningi til hjúkrunarheimilis.
  • Í tölum Landlæknisembættisins frá því í maí 2021 kemur fram að á fimmta hundrað aldraðra, sem hafa gilt vottorð frá færni- og heilsumatsnefndum landsins þess efnis að þeir hafi ekki lengur næga færni til að búa sjálfstætt, bíða eftir því að fá pláss á hjúkrunarheimili. Þrátt fyrir góðan vilja og hægt fjölgangi hjúkrunarrými er þörfin miklu meiri en framboðið eins og meðfylgjandi graf frá Landlækni sýnir um þróunina frá 2011. Grafið sýnir meðalfjölda aldraðra á biðlista eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili á hverjum ársfjórðungi 2011 til 2020. Svarta línan sýnir meðalfjölda einstaklinga og sú ljósgráa meðalfjölda einstaklinga 67 ára eða eldri á hverja tíu þúsund íbúa.

 

Meðfylgjandi grein eftir þau Maríu Fjólu Harðardóttur forstjóra Hrafnistu, Sigurð Garðarsson framkvæmdastjóra Sjómannadagsráðs og Pétur E. Jónsson framkvæmdastjóra Atlas endurhæfingu ehf. og Sléttunar sjúkraþjálfun ehf. birtirst í Morgunblaðinu þann 9. apríl sl. 

 

Lesa meira...

Langþráður tímamótasamningur um hjúkrunarheimili í höfn

 

130 milljarðar króna til hjúkrunar­heimila í nýjum tíma­móta­samningi

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra kynnti í gær nýja samn­inga Sjúkra­trygg­inga Íslands, fyr­ir hönd ís­lenska rík­is­ins, um rekst­ur og þjón­ustu hjúkr­un­ar­heimila á veg­um Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Sam­taka fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu. Innan samtakanna eru 45 rekstraraðilar hjúkrunarheimila víðs vegar um landið sem starfa samkvæmt samningum Sjúkratrygginga Íslands.

„Á samn­ings­tím­an­um verður unnið að verk­efn­um sem miða að bættu rekstr­ar­um­hverfi heim­il­anna til framtíðar og aukn­um gæðum þjón­ustu þeirra,“ seg­ir í til­kynn­ing­u frá heilbrigðisráðherra.

Samn­ing­arn­ir ná til næstu þriggja ára og hljóða upp á 130 millj­arða. Þetta eru því sannarlega mikilvæg tímamót.

 

 

Lesa meira...

Nýr mannauðsráðgjafi á mannauðssviði Hrafnistuheimilanna

 

Freyja Rúnarsdóttir hefur verið ráðin mannauðsráðgjafi á mannauðssvið Hrafnistuheimilanna. Freyja er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og BA próf í ítölsku frá sama skóla. Freyja hefur starfað sem mannauðsráðgjafi hjá Rauða krossinum og verkefnastýrði þar mannauðsmálum í farsóttarhúsum Rauða krossins til að mynda.

Við bjóðum Freyju velkomna til starfa á Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Haldið upp á níu ára afmæli Ísafoldar í Garðabæ

 

Það var mikið um dýrðir á Hrafnistu Ísafold í gær, miðvikudaginn 6. apríl, þegar haldið var upp á níu ára afmæli hjúkrunarheimilisins. Í hádeginu var að sjálfsögðu boðið upp á þjóðarrétt Hrafnistu, hinar margfrægu kótilettur í raspi ásamt öllu tilheyrandi. Sveinn Sigurjónsson spilaði á harmonikku og síðan var slegið upp dansiballi í menningarsalnum en það var Hörður G. Ólafsson hljómlistarmaður sem sá um skemmtunina.

 

 

Lesa meira...

Rannveig Oddsdóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda, Rannveig, María Fjóla, Hrefna og Aðalbjörg

 

Rannveig Oddsdóttir, sjúkraliði á Báruhrauni Hrafnistu Hraunvangi,  hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Rannveig fékk venju samkvæmt afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Á myndinni eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Rannveig, María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu, Hrefna Ásmundsdóttir hjúkrunardeildarstjóri á Báruhrauni og Aðalbjörg Ellertsdóttir aðstoðardeildarstjóri.

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Vitatorgi Hrafnistu Laugarási

 

Inga Bergdís Gunnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á Vitatorgi Hrafnistu Laugarási. Inga Bergdís lauk B.Sc. námi í hjúkrunarfræði frá HÍ 2020. Hún hóf störf á Hrafnistu í Laugarási árið 2016 og starfaði á Hrafnistu samhliða námi. Eftir útskrift hefur hún starfað sem hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar í afleysingu á Sólteigi og Mánateigi.

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Sara Pálmadóttir hefur verið ráðin forstöðumaður á Hrafnistu Ísafold frá 1. maí 2022

 

Sara lauk BS prófi í iðjuþjálfunarfræði frá Háskólanum á Akureyri vorið 2017. Hún hefur starfað á fjórum af átta Hrafnistuheimilum í tæp 15 ár, fyrst við aðhlynningu á Hrafnistu í Hraunvangi og síðar sem sjúkraliði í dagdvöl á Hrafnistu í Boðaþingi. Árið 2017 var Sara ráðin deildarstjóri sjúkra- og iðjuþjálfunar á Hrafnistu Ísafold. Frá því haustið 2021 hefur hún starfað sem deildarstjóri iðjuþjálfunar í endurhæfingarteymi þvert á þrjú Hrafnistuheimili, Ísafold, Boðaþing og Skógarbæ. Samhliða almennum rekstri og stjórnun deildarinnar hefur hún unnið að innleiðingu og þróun nýrra verkefna og samræmingu á verklagi tengt iðjuþjálfun.

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildastjóri hjúkrunar á Hrafnistu Skógarbæ

Birna Elínardóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á 1. og 3. hæð Hrafnistu í Skógarbæ frá 1.maí 2022. 

Birna útskrifaðist sem sjúkraliði árið 2007. Árið 2016 útskrifaðist hún sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og tók viðbótardiplómu í klínískri heilsugæslu í héraði á síðasta ári. Birna starfaði í 15 ár á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Síðastliðin 5 ár hefur hún starfað á slysa-og bráðamóttökunni í Keflavík en einnig á hjúkrunarmóttöku, ung- og smábarnavernd og í heimahjúkrun sem allt heyrir undir heilsugæslusvið Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

 

Lesa meira...

Síða 7 af 165

Til baka takki