Fréttasafn

Nýr deildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Nesvöllum

Lesa meira...
Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Nesvelli frá 1. September 2020. Guðrún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2012 frá HA. Hún lauk sjúkraliðaprófi árið 2007 og diplóma í fjölskyldumeðferð árið 2017. Hún starfaði sem aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Hraunvangi frá 2014 til 2019 en þá flutti hún sig um set og tók við sömu stöðu á Hrafnistu Hlévangi.
Við óskum Guðrúnu innilega til hamingju og bjóðum hana velkomna í hópinn okkar á Nesvelli.

Tilkynning til aðstandenda allra heimila Hrafnistu

 

Kæru íbúar og aðstandendur Hrafnistu,
 
Neyðarstjórn Hrafnistu vill í ljósi aðstæðna vegna aukinnar útbreiðslu smita á
Covid-19 í samfélaginu ítreka mikilvægi þess að við stöndum saman í baráttunni
gegn veirunni til að vernda okkar viðkvæma hóp sem íbúar Hrafnistu eru.
Neyðarstjórn vill því árétta eftirfarandi atriði sem mikilvægt er að hafa í huga til
að reyna að forðast smit:
 
• Aðeins einn aðstandandi hefur heimild til að koma í heimsókn á heimsóknartíma og biðjum við
um að það sé sami aðstandandi sem er að koma í heimsókn. Með því fyrirkomulagi drögum við
úr fjölda þeirra sem koma inn á heimilin og þar með úr líkum á að smit komi upp. Undanþága á
að fleiri en einn aðstandandi komi í heimsókn er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf að
fá leyfi stjórnenda deildar.
 
• Spritta skal hendur um leið og komið er inn á heimilið og fara skal beint inn á herbergi
viðkomandi íbúa en allar heimsóknir skulu fara fram inni á herbergi. Óheimilt er að
aðstandendur dvelji í sameiginlegum rýmum deilda eða fari þangað nema í algerum
neyðartilfellum.
 
• Virðum 2 metra nándarmörk- takmörkum náin samskipti t.d. handabönd og faðmlög eins og
hægt er.
 
• Ef ræða þarf við starfsfólk á meðan á heimsókn stendur skal hringja bjöllu inni á herbergi íbúa
(ekki fara fram og leita að starfsmanni). Að heimsókn lokinni skal farið beint út án þess að
stoppa í sameiginlegum rýmum.
 
• Forðast skal að fara með íbúa Hrafnistu í fjölmenni svo sem verslunarferðir, fjöldasamkomur,
hópfagnaði (afmælisveislur) o.fl. þar sem fleiri en 10 manns koma saman.
 
• Alls ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensulík einkenni (s.s. kvef, hósta, höfuðverk,
beinverki), ef þú ert í sóttkví eða einangrun, ef þú hefur verið erlendis sl. 14 daga. 

Kær kveðja,
Neyðarstjórn Hrafnistu
 
 

Tilkynning til gesta dagdvala, dagþjálfunar, dagendurhæfingar og aðstandenda

 

Kæru gestir dagdvala, dagþjálfunar, dagendurhæfingar og aðstandendur þeirra á Hrafnistu,

                                              

Í ljósi þess að smitum vegna Covid er að fjölga hratt í samfélaginu hefur Neyðarstjórn Hrafnistu tekið þá þungbæru ákvörðun að takmarka verulega heimsóknir aðstandenda inn á Hrafnistuheimilin frá og með laugardeginum 1. ágúst 2020. Dagdvalir, dagþjálfanir og dagendurhæfingar verða þó áfram opnar en við höfum eflt sóttvarnir.

Við biðjum ykkur að aðstoða okkur við að vernda okkar viðkvæma hóp, en það getið þið gert með því að viðhalda eins mikilli sóttkví heima eins og hægt er.

Við minnum ykkur einnig á að koma alls ekki inn á Hrafnistu ef eftirfarandi þættir eiga við. Það er ef:

a. Þú ert í sóttkví
b. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
c. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Þú ert með COVID-19 lík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
e. Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.

 

Munum eftir handþvotti og spritti mjög reglulega, það skilar árangri.

Ykkur er ávallt velkomið að hringja inn í ykkar dagdvöl, dagþjálfun eða dagendurhæfingu ef einhverjar spurningar vakna.

Við hvetjum jafnframt alla gesti Hrafnistu til að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna Rakning C-19, ef þeir hafa ekki gert það nú þegar.

 

Saman erum við sterkari og líklegri til að ná árangri.

 

Kær kveðja,

Neyðarstjórn Hrafnistu.

 

 

Bréf Neyðarstjórnar Hrafnistu til gesta dagdvala, dagþjálfunar, dagendurhæfingar og aðstandenda

Tilkynning Neyðarstjórnar Hrafnistu um enn frekari takmarkanir á heimsóknum

 

Kæru íbúar og aðstandendur Hrafnistu,                                                      

 

Í ljósi þess að smitum vegna Covid er að fjölga hratt í samfélaginu hefur Neyðarstjórn Hrafnistu tekið þá þungbæru ákvörðun að loka enn frekar fyrir heimsóknir gesta inn á Hrafnistu frá og með morgundeginum, laugardaginn 1. ágúst 2020. Breytingarnar eru eftirfarandi:

Frá og með 1. ágúst:

  • Hefur aðeins einn ákveðinn aðstandandi heimild til að koma í heimsókn á ákveðnum heimsóknartíma. Upplýsingar um heimsóknartíma hafa aðstandendur fengið sendar með tölvupósti. Húsin eru læst á öðrum tímum sólarhringsins.
  • Við biðjum ykkur að reyna að hafa sama aðstandanda sem er að koma í heimsókn, því það dregur úr líkum á smiti. Biðjum þann aðstandanda að viðhafa eins mikla sóttkví heima og hægt er.

Við biðlum einnig til íbúa heimilanna að viðhafa eins mikla sóttkví og hægt er. Forðast með öllu verslunarferðir, stóra mannfagnaði eða ekki í heimsóknir. Samgangur á milli deilda innan Hrafnistu verður takmarkaður eins og hægt er, innan skynsamlegra marka.

Við hvetjum alla gesti Hrafnistu til að hlaða niður smitrakningnarappi almannavarna Rakning C-19, ef þeir hafa ekki gert það nú þegar.

Eins er mikilvægt að við minnum hvort annað á eftirfarandi:

Alls ekki koma inn á Hrafnistu þó um undanþágutilfellum sé að ræða ef:

a. Þú ert í sóttkví
b. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
c. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Þú ert með COVID-19 lík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
e. Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.

Við erum öll almannavarnir og biðjum við ykkur því vinsamlega að leggja okkur lið í baráttunni við óværuna og gera allt sem við getum til að vernda okkar viðkvæmasta hóp. Þetta er alvara upp á líf og dauða og því biðjum við ykkur um aðstoð. Saman erum við sterkari og líklegri til að ná árangri.

 

Kær kveðja,

Neyðarstjórn Hrafnistu.

 

Bréf Neyðarstjórnar Hrafnistu til íbúa og aðstandenda

 

Takmarkanir á heimsóknum

 

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu til aðstandenda Hrafnistuheimilanna:

 

Ágætu aðstandendur,

 

Þar sem COVID-19 smitum hefur fjölgað í samfélaginu síðustu daga teljum við nauðsynlegt að bregðast við til að vernda okkar viðkvæma hóp íbúa. Landlæknir hvatti hjúkrunarheimili í gær til að endurskoða heimsóknarreglur sínar. Neyðarstjórn Hrafnistu hefur því ákveðið að takmarka þann fjölda sem kemur inn á heimilið á hverjum tíma á þann hátt að aðeins má einn aðstandandi heimsækja hvern íbúa.

 

Heimsóknarreglur:

  • Aðeins einn aðstandandi má heimsækja hvern íbúa hverju sinni. Undanþága er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf að fá leyfi stjórnenda deildar.
  • Viðkomandi þarf að spritta hendur um leið og komið er inn, í upphafi heimsóknar.
  • Við biðjum ykkur um að fara beint inn á herbergi til íbúans og ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi biðjið þá starfsfólk um að sækja hann, ekki gera það sjálf.
  • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa eins og hægt er.
  • Að heimsókn lokinni farið þá beint út án þess að stoppa og spjalla á leiðinni. Vinsamlegast sprittið hendur við brottför.

Vinsamlega kynnið ykkur eftirfarandi reglur:

a. Ekki koma í heimsókn ef þú ert í einangrun eða sóttkví.
b. Ekki koma í heimsókn ef þú ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.

c. Ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl). 
d. Ekki koma í heimsókn ef þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.

Þessar reglur taka gildi strax, 29. júlí 2020.

Þessar reglur verða endurskoðaðar eftir þörfum og verðið þið upplýst um leið og einhver breyting verður.

 

Með vinsemd og virðingu,

Neyðarstjórn Hrafnistu

 

 

Bréf Neyðarstjórnar Hrafnistu til aðstandenda

 

Afmælishátíð á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði

 

Afmælishátíð Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði var haldin  fimmtudaginn 2. júlí en þá fagnaði heimilið 43. ára afmæli sínu. Af því tilefni var m.a. boðið upp á þjóðarrétt Hrafnistu, kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi, í hádeginu. Ragnheiður Gröndal söngkona og Guðmundur Pétursson gítarleikari fluttu nokkur falleg lög við mikinn fögnuð viðstaddra.

 

Lesa meira...

Heimsóknavinur Rauða krossins á Hrafnistu Skógarbæ

 

Hundurinn Lúkas heimsótti íbúa í Hrafnistu Skógarbæ á dögunum og vakti það mikla lukku. Hann er svissneskur fjallahundur og starfar hjá Rauða krossinum. Lúkas ætlar að heimsækja Hrafnistu Skógarbær vikulega næstu vikurnar og gleðja íbúana með nærveru sinni.

 

Lesa meira...

Síða 7 af 139

Til baka takki