Fréttasafn

Lausnamiðuð nálgun og hugrekki til að hafa áhrif

Lesa meira...

Jakobína Árnadóttir mannauðsstjóri Hrafnistu var gestur í hlaðvarpsþættinum Á mannauðsmáli á dögunum. Þar ræddi hún um vegferð Hrafnistu á undanförnum árum og talar meðal annars um að jákvæðni, lausnamiðuð nálgun og hugrekki til að hafa áhrif á kerfið lýsi síðustu árum á Hrafnistu vel.

Nálgast má viðtalið með því að smella HÉR

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Þegar mikið liggur við þá er samtakamáttur okkar þjóðar óþrjótandi auðlind

Lesa meira...

Fyrir helgi var magnað að verða vitni af öflugri og fumlausri samvinnu Hrafnistu, Reykjanesbæjar, Almannavarna, stjórnvalda og allra annarra sem vettlingi gátu valdið við að tryggja öryggi íbúa hjúkrunarheimilanna tveggja sem Hrafnista rekur í Reykjanesbæ í kjölfar verstu sviðsmyndarinnar sem teiknuð hafði verið upp í tengslum við jarðhræringarnar á Suðurnesjum þegar heitavatnslögn fór undir hraun og fyrir lá að það færi ört kólnandi á Reykjanesinu öllu.

Með samhentu átaki tókst að setja saman og koma fyrir olíufylltum ofnum til að tryggja sem bestu aðstæður fyrir alla íbúa okkar á Nesvöllum og Hlévangi á meðan á framkvæmdum við nýja hjáveitulögn Njarðvíkuræðarinnar stóð. En íbúar hjúkrunarheimila eru líkast til sá hópur samferðafólks okkar sem má við sem minnstum hitasveiflum og hlúa þarf sérstaklega vel að við aðstæður sem þessar.

Um helgina lögðu forsetahjónin leið sína í Reykjanesbæinn og heimsóttu m.a. Nesvelli og Hlévang. Þau vildu með heimsókn sinni færa kærleiks- og baráttukveðjur til eldri borgara á Suðurnesjum á þessum sérstöku tímum sem nú eiga sér stað. Það má með sanni segja að heimsókn forsetahjónanna hafi verið mikil kærleiksheimsókn. Hún gladdi mjög alla íbúa, aðstandendur og starfsfólk á Nesvöllum og Hlévangi og færum við þeim bestu þakkir fyrir heimsóknina. 

 

Lesa meira...

Á nú að einkavæða öldrunarþjónustuna? Eða hvað?

Lesa meira...

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) fagna mjög þeim áformum rík­is­stjórnarinnar  að um­bylta því kerfi sem byggt hef­ur verið upp í kring­um hjúkr­un­ar­heim­ili í land­inu, enda hafa samtökin kallað eftir breytingum í þessum málaflokki um langt árabil.

Grein eftir framkvæmdastjóra, formann og varaformann stjórnar SFV má lesa með því að smella HÉR

 

 

 

 

Lesa meira...

Lionsklúbburinn Ásbjörn sterkur bakhjarl Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði

Lesa meira...

Lionsklúbburinn Ásbjörn hefur verið sterkur bakhjarl félagsstarfsins á Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði í gegnum árin. Hefur klúbburinn til að mynda haldið óteljandi Lionsbingó ásamt Lionsklúbbnum Kaldá fyrir íbúa á Hrafnistu Hraunvangi. Í síðustu viku var Lionsklúbbnum boðið í heimsókn á Hrafnistu Hraunvang þar sem þeir áttu notalega stund, gæddu sér meða. annars á þjóðarrétt Hrafnistu, kótilettum í raspi með öllu tilheyrandi, fylgdust með leik Íslendinga á EM í handbolta og hlýddu á Kolbrúnu Sif Marinósdóttur sem hélt stutt fræðsluerindi um tannlæknaþjónustu sem veitt er íbúum á Hrafnistuheimilunum. Lionsmenn afhentu Kolbrúnu Sif viðurkenningarskjal að erindi loknu og er meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. 

Hrafnista Hraunvangi þakkar Lionsklúbbnum Ásbirni kærlega fyrir ómetanlegan stuðning og ánægjulega samverustundir með íbúum í gegnum árin.

 

 

 

Lesa meira...

Kótilettudagur Hrafnistu

Lesa meira...

Hinn árlegi kótilettudagur Hrafnistu var haldinn hátíðlegur á öllum Hrafnistuheimilunum í gær þar sem boðið var upp á þjóðarrétt Hrafnistu í hádeginu, kótilettur í raspi ásamt öllu tilheyrandi, brúnuðum kartöflum, grænum baunum og rauðkáli að ógleymdu hinu eina og sanna malti og appelsíni. Dagurinn er haldinn sem næst stofndegi Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna, en Sjómannadagsráð var stofnað þann 25. nóvember 1937 eða fyrir 86 árum. Eitthvað var um að vera á öllum Hrafnistuheimilunum í tilefni dagsins. Meðal annars fengu íbúar og starfsfólk á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði til sín góða gesti, þá Matta Ægis og Bjössa í Greifunum sem skemmtu viðstöddum með hljóðfæraslætti og söng. Á Hrafnistu í Skógarbæ hélt hljómsveitin FHUR (félag harmonikkuunnenda í Reykjavík) tónleika. Á Hrafnistu Ísafold og á Hrafnistu Sléttuvegi lék Bragi Fannar af sinni alkunnu snilld á harmonikku fyrir íbúa og starfsfólk.

Um Sjómannadagsráð
Sjómannadagsráð var stofnað af sjómannafélögum í Reykjavík og Hafnarfirði 25. nóvember 1937. Í fyrstu var tilgangurinn að standa fyrir árlegum sjómannadegi, en mikill stuðningur almennings við samtökin strax í upphafi leiddi fljótlega til þeirrar ákvörðunar (1939) að ráðið skyldi beita sér fyrir byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn (DAS).
Í dag er tilgangur félagsins tvíþættur, annarsvegar að standa árlega að hátíðarhöldum sjómannadagsins og gefa honum verðugan sess í íslensku þjóðlífi. Hins vegar felst meginþungi starfseminnar í að veita öldruðum húsaskjól og daglega öldrunarþjónustu. Félagið rekur í dag átta Hrafnistuheimili í fimm sveitarfélögum.
Naustavör, dótturfélag Sjómannadagsráðs, rekur leiguíbúðir á fimm stöðum sem eru staðsettar við Hrafnistuheimilin í þremur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. 
Leiguíbúðir Naustavarar eru afar góður kostur fyrir 60 ára og eldri.
Í dag eru starfmenn Sjómannadagsráðs og dótturfélaga um 1600 talsins og húsakostur er um 90 þúsund fermetrar. Þjónustuþegar eru vel á annað þúsund.

 

Lesa meira...

Öryggisvika Hrafnistu

Lesa meira...

Dagana 6.-13. nóvember sl. var haldin öryggisvika á Hrafnistuheimilunum sem er samstarfsverkefni mannauðssviðs og heilbrigðissviðs Hrafnistu. Nanna Guðný Sigurðardóttir gæðastjóri Hrafnistuheimilanna hélt fyrirlestur á öllum Hrafnistuheimilunum um öryggismál og vinnuumhverfi. Þar var áherslan á að kynna öryggisnefndir heimilanna, atvikaskráningu, eldvarnartæki og viðbrögð við boðum frá þeim ásamt rýmingaráætlun svo eitthvað sé nefnt. Skemmtileg spurningakönnun var lögð fyrir þátttakendur í lok fyrirlestursins þar sem veglegir vinningar voru í boði, auk þess sem allar deildir fengu glæsilega köku. Þátttaka á fyrirlestrana var heilt yfir mjög góð. Samhliða fræðslunni voru settir út stuttir öryggismolar á workplacehópnum Öryggismolar. Fyrir og eftir öryggisvikuna fengu starfsmenn senda stutta könnun um þekkingu þeirra á öryggismálum og verður fróðlegt að rýna í niðurstöður hennar.

 

Lesa meira...

Íslenskukennsla á Hrafnistu

Lesa meira...

Á Hrafnistu er mikið lagt upp úr því að styðja við erlent starfsfólk í að læra íslensku. Við á Hrafnistu lítum svo á að ef gerð er krafa um að íslenska sé notuð á vinnustaðnum verður að sjá til þess að starfsfólk fái tækifæri til að læra tungumálið. Hrafnista leggur því sitt af mörkum með því að bjóða upp á íslenskukennslu á vinnutíma og er samstarfsfólk hvatt til að vera skilningsríkt og hjálpa þeim sem eru að læra íslensku að ná tökum á tungumálinu.

Stöðumat
Tvisvar sinnum á ári fer fram stöðumat fyrir erlent starfsfólk á öllum Hrafnistuheimilunum svo að hægt sé að raða starfsfólki í hópa eftir getustigi hverju sinni.

Kennsla
Kennsla fer fram á vinnutíma 1-2 sinnum í viku.

8 kennsluhópar á 5 Hrafnistuheimilum
Í dag eru 82 erlendir starfsmenn á Hrafnistu í íslenskukennslu.

Námskeið 2024
Ný námskeið fara af stað í byrjun janúar 2024.

 

 

Lesa meira...

Síða 2 af 175

Til baka takki