Fréttasafn

Til hamingju með daginn sjómenn

Lesa meira...

Kæru sjómenn,

Innilega til hamingju með sjómannadaginn. Við hugsum til ykkar með þakklæti fyrir þá samfélagslegu ábyrgð, framtíðarsýn og ykkar framlagi til öldrunarmála á Íslandi með því að koma á fót dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn. Sú þjónusta er í dag orðin víðtæk þjónusta fyrir aldraða einstaklinga, hvort sem er í formi sólarhringsþjónustu, stuðningi við aldraða sem enn búa heima eða í formi Lífsgæðakjarna. Þjónusta sem við erum ákaflega stolt af að taka þátt í að veita og þróa.

Happdrætti DAS var stofnað árið 1954 og fagnar því 70 ára afmæli á árinu. Happdrættið  hefur frá stofnun þess stutt við uppbyggingu Hrafnistuheimilanna og annarra öldrunarheimila í landinu.

Njótið dagsins kæru sjómenn og fjölskyldur.

Fyrir hönd stjórnenda og starfsfólks Hrafnistu,

María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu.     

Happdrætti DAS 70 ára

 

Lesa meira...

Nemendur úr Álfhólsskóla gera góðverk

Lesa meira...

Þessir nemendur úr Álfhólsskóla í Kópavogi höfðu samband við okkur á Hrafnistu þar sem þeim langaði að gera góðverk. Þær komu færandi hendi og buðu íbúum á Hrafnistu Hraunvangi meðal annars upp á nýbakaðar kökur. Við þökkum þeim kærlega fyrir virkilega flott og fallegt framtak. Íbúarnir á Hrafnistu Hraunvangi voru sannarlega ánægðir með heimsóknina.

 

Lesa meira...

Púttmót - úrslit

Lesa meira...

Fyrsta púttmót sumarsins var haldið í gær í fallegu vorveðri á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði  á 25 ára afmæli púttklúbbs Hrafnistu.

Úrslit - karlar

1. sæti Guðjón Guðlaugsson

2. sæti Garðar Kristjánsson

3. sæti Friðrik Hermannsson

Úrslit - konur

1. sæti Hrafnhildur Þórarinsdóttir

2. sæti Guðfinna Jónsdóttir

 

Lesa meira...

Forsetaframbjóðendur mætast í keppni

Lesa meira...

For­setafram­bjóðendum var boðið að tak­ast á í sjó­mennsku­keppni í gær. Keppt var í greinum tengdum sjómennsku eins og  flök­un og hnýt­ing­um auk þess sem farið var í spurn­inga­keppni. 

Mark­miðið var að fá fram­bjóðend­ur til að tengja sig grund­vall­ar­at­vinnu­grein Íslands í gegn­um ald­irn­ar, sjáv­ar­út­vegi, sér í lagi af því til­efni að kosn­ing­ar eru dag­inn fyr­ir sjó­mannadag­inn sem nú verður hald­inn í 86. sinn. Keppn­inni stjórnaði Arí­el Pét­urs­son, formaður Sjó­mannadags­ráðs.

Sýnt var frá keppninni í beinu streymi Frambjóðendur mætast í keppni

Lesa meira...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Dagþjálfunardeildin Viðey fagnar 5 ára afmæli

Lesa meira...

Dagþjálfunin Viðey er starfrækt á Hrafnistu Laugarási í Reykjavík. Deildin er ætluð fólki með heilabilun og hefur hún verið starfrækt í fimm ár en þeim tímamótum fagnað 6. maí síðastliðinn. Eliza Reid forsetafrú heimsótti dagþjálfunardeildina af þessu tilefni en Eliza er verndari Alzheimersamtakanna.

 

Lesa meira...

Vitinn nýr starfsmannavefur fyrir starfsfólk Hrafnistu

Lesa meira...

Í dag 30. apríl var nýr starfsmannavefur/app fyrir starfsfólk Hrafnistu tekinn í notkun. Efnt var til nafnasamkeppni fyrir vefinn í janúar sl. og bárust alls um 140 frábærar tillögur. Það er greinilega frábært hugvit og hugmyndaauðgi í starfsmannahópnum á Hrafnistu.

Margar tillögur voru tengdar við Hrafnistunafnið sjálft, aðrar við mannanöfn og enn aðrar við sjómennskuna. Eftir góða rýni og kosningu innan Hrafnistu var niðurstaðan sú að nafnið Vitinn varð fyrir valinu. Það voru tveir starfsmenn Hrafnistu sem komu með þá tillögu að nafni, þær Helga Sara Helgadóttir og Kristín Steindórsdóttir og fengu þær afhent verðlaun af því tilefni.

Vitinn verður vegvísir starfsmanna á réttar og áreiðanlegar upplýsingar um Hrafnistu, fyrir hvað við stöndum, hvernig við störfum og eftir hvaða verklagi við vinnum. Vitinn vísar okkur einnig á fræðslu og þekkingu til að efla okkur í starfi ásamt fleiri upplýsingum sem nýtast starfsfólki Hrafnistu.

Til að fagna opnun starfsmannavefsins var boðið upp á kökur á Hrafnistuheimilunum í dag.

Meðfylgjandi mynd er af vinningshöfum í nafnasamkeppninni þeim Helgu Söru Helgadóttur (t.v) og Kristínu Steindórsdóttur (t.h).

 

Lesa meira...

Hrafnista hlýtur tilnefningu sem VIRKt fyrirtæki ársins 2024

Lesa meira...

VIRK veitir þeim fyrirtækjum sem sinnt hafa samstarfinu við VIRK sérlega vel og sýnt samfélagslega ábyrgð sérstaka viðurkenningu og vilja með því hvetja önnur fyrirtæki til góðra verka.

Hrafnista hefur um langt skeið lagt áherslu á samfélagslega ábyrgð og er þetta annað árið í röð sem Hrafnista hlýtur þessa tilnefningu.

Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við VIRK, það hefur svo sannarlega skilað okkur frábæru starfsfólki.

VIRKT fyrirtæki

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Síða 2 af 177

Til baka takki