Til hamingju með daginn sjómenn
Kæru sjómenn,
Innilega til hamingju með sjómannadaginn. Við hugsum til ykkar með þakklæti fyrir þá samfélagslegu ábyrgð, framtíðarsýn og ykkar framlagi til öldrunarmála á Íslandi með því að koma á fót dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn. Sú þjónusta er í dag orðin víðtæk þjónusta fyrir aldraða einstaklinga, hvort sem er í formi sólarhringsþjónustu, stuðningi við aldraða sem enn búa heima eða í formi Lífsgæðakjarna. Þjónusta sem við erum ákaflega stolt af að taka þátt í að veita og þróa.
Happdrætti DAS var stofnað árið 1954 og fagnar því 70 ára afmæli á árinu. Happdrættið hefur frá stofnun þess stutt við uppbyggingu Hrafnistuheimilanna og annarra öldrunarheimila í landinu.
Njótið dagsins kæru sjómenn og fjölskyldur.
Fyrir hönd stjórnenda og starfsfólks Hrafnistu,
María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu.