Fréttasafn

Áskoranir í þjónustu við aldraða

 

Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu í dag, eftir Maríu Fjólu Harðardóttur, formann Samtaka í fyrirtækjaþjónustu og forstjóra Hrafnistuheimilanna. Þar fjallar María Fjóla um nýjar áskoranir fyrir heilbrigðiskerfið og brýnir stjórnvöld til aðgerða til að bregðast við hraðari öldrun þjóðarinnar.  

Greinina í heild sinni má lesa HÉR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Haustfagnaður á Hrafnistu Skógarbæ

Lesa meira...

Árlegur haustfagnaður var haldinn á Hrafnistu Skógarbæ sl. miðvikudag. Húsið opnaði kl. 17:30 þar sem boðið var upp á fordrykk og síðan buðu matreiðslumenn Hrafnistu upp á kótilettur í raspi ásamt öllu tilheyrandi. Eftir borðhaldið sá Bjartmar Guðlaugsson um að halda uppi stuðinu og skemmta íbúum og aðstandendum.

Lesa meira...

Hrafnista vill stytta biðlista

Lesa meira...

Eftirfarandi grein birtist í Viljanum á dögunum þar sem vitnað er í Aríel Pétursson formann Sjómannadagsráðs. Þar vitnar Aríel í umræður á Alþingi í síðustu viku, þar sem fjármálaráðherra gagnrýndi háan byggingarkostnað nýja hjúkrunarheimilisins í Árborg í samanburði við framkvæmdir Sjómannadagráðs við uppbyggingu hjúkrunarheimilis Hrafnistu og þjónustumiðstöðvar við Sléttuveg. 

Greinina má lesa í heild sinni HÉR

 

 

Lesa meira...

Uppskera á Hrafnistu Sléttuvegi

Lesa meira...

Það var í nógu að snúast hjá íbúum á Hrafnistu Sléttuvegi í vikunni þegar teknar voru upp kartöflur. Grösin höfðu fallið vegna næturfrosts nóttina á undan og því var drifið í að taka þær upp. Því fylgdi mikil gleði og fólk var ánægt með uppskeruna og afrakstur sumarsins.  

 

 

Lesa meira...

Gulur dagur á Hrafnistu

Lesa meira...

Í tilefni af Gulum september var starfsfólk Hrafnistuheimilanna hvatt til að klæðast gulu í gær, fimmtudaginn 7. september. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum með það að markmiði að auka meðvitund fólks.

Að sjálfsögðu tók starfsfólk þátt og lagði sitt af mörkum við að vekja athygli og sýna þessu mikilvæga verkefni stuðning.

 

Lesa meira...

Elínborg Íris Samúelsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu Skógarbæ

Lesa meira...

Elínborg Íris Samúelsdóttir, hefur starfað á Hrafnistu Skógarbæ í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Sigríður Ösp Sumarliðadóttir aðstoðardeildarstjóri afhenti á dögunum Elínborgu starfsafmælisgjöf  frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Rubenita, Dominika og Íris starfsafmæli á Hrafnistu Skógarbæ

Lesa meira...

Þær Rubenita Torre La-Um, Dominika Anna Fuks og Íris Hauksson starfsmenn á Hrafnistu Skógarbæ, fengu allar afhentar starfsafmælisgjafir frá Hrafnistu á dögunum. Rubenita hefur starfað í Skógarbæ í 20 ár, Dominika í 15 ára og Íris í 10 ár. Um leið og við óskum þeim til hamingju með áfangann er þeim þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem þær hafa sýnt heimilinu.

Sunnefa Lindudóttir Þórisdóttir hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu Skógarbæ afhenti þeim starfsafmælisgjafir frá Hrafnistu og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Frá vinstri eru Íris, Dominika, Sunnefa og Rubentia.

 

Lesa meira...

Síða 4 af 175

Til baka takki