Fréttasafn

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar gaf tæki í sjúkraþjálfun á Hrafnistu

 

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar færði á dögunum sjúkraþjálfun á Hrafnistu Hraunvangi veglega gjöf. Um er að ræða tvo rafstýrða vinnustóla og einnig tvö titringsbretti eða powerboard. Þessi gjöf kemur til með að nýtast notendum sjúkraþjálfunar í Hraunvangi mjög vel, en það eru íbúar hjúkrunarheimilisins ásamt gestum í dagdvöl, og einnig þeim sem búa í leiguíbúðunum í kring þegar tækjasalurinn opnar aftur eftir Covid. Sjúkraþjálfun á Hrafnistu Hraunvangi þakkar Lionsklúbb Hafnarfjarðar kærlega fyrir þessa kærkomnu gjöf.

 

Myndirnar eru fengnar að láni hjá Fjarðarfréttum

 

 

Lesa meira...

Lokað verður fyrir heimsóknir á Hrafnistu á meðan seinni bólusetning vegna Covid-19 fer fram

Kæru íbúar og aðstandendur,

 

Seinni bólusetning vegna Covid-19 fer fram á Hrafnistuheimilunum í Reykjanesbæ í dag, þriðjudaginn 19. janúar, og á Hrafnistuheimilunum á höfuðborgarsvæðinu fimmtudaginn 21. janúar. 

Bólusetningunni fylgir töluverð skipulagning og framkvæmd og því verður lokað fyrir heimsóknir ættingja þann dag sem bólusett verður á viðkomandi heimili.

 

Þriðjudagurinn 19. janúar:

 • Hrafnista Nesvellir
 • Hrafnista Hlévangur

Fimmtudagurinn 21. janúar:

 • Hrafnista Laugarási
 • Hrafnista Hraunvangi
 • Hrafnista Boðaþingi
 • Hrafnista Ísafold
 • Hrafnista Sléttuvegi
 • Hrafnista Skógarbæ

 

Lesa meira...

Heimsóknarreglur Hrafnistu haldast óbreyttar líkt og undanfarna mánuði

 

Ágætu íbúar og aðstandendur,

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur ákveðið að framlengja gildandi heimsóknarreglur eins og þær hafa verið síðustu mánuði. Eins og ávallt horfir Neyðarstjórn Hrafnistu til stöðunnar almennt í samfélaginu hvað fjölda covid smita varðar,  sem og þeirra reglna sem í gildi eru á hverjum tíma.

Nánari upplýsingar um heimsóknartíma veitir hvert heimili fyrir sig.

 • Einn gestur hefur leyfi til að heimsækja hvern íbúa tvisvar sinnum í viku. 
 • Munið að spritta hendur við komu og áður en þið yfirgefið heimilið.
 • Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska). Óheimilt er að koma með taugrímu.
 • Vinsamlega hafið grímuna á ykkur allan tímann á meðan heimsókn stendur.
 • Vinsamlega farið beint inn á herbergi íbúa, ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi þá biðjið þið starfsfólk að sækja hann, ekki gera það sjálf.
 • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa.
 • Undanþága frá þessu er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar.
 • Börn undir 18 ára hafa ekki leyfi til að koma í heimsókn.
 • Heimilt er að fara með íbúa út í göngutúr í nærumhverfi á meðan heimsókn stendur.
 • Ekki er heimilt að fara í bíltúr eða heimsókn með heimsóknargesti sínum.
 • Starfsfólki Hrafnistu ber skv. lögum að tilkynna brot á sóttvarnarlögum til lögreglu ef þeir verða varir við slík brot.

Vinsamlega EKKI koma inn á Hrafnistu ef:

 • Þú ert í sóttkví eða einangrun.
 • Þú bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
 • Þú ert með flensulík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
 • Þú varst erlendis fyrir minna en 10 dögum.

 

Kærar þakkir fyrir samstöðuna.

Með vinsemd og virðingu,

Neyðarstjórn Hrafnistu

 

(Meðfylgjandi mynd er fengin að láni á veraldarvefnum: Slóð)

Lesa meira...

Nýtt Hrafnistubréf 2. tbl 47. árg. desember 2020

 

Nýtt Hrafnistubréf er komið út en eins og margir þekkja er Hrafnistubréfið kynningarblað um starfsemi Hrafnistu sem kemur út tvisvar á ári í um tvö þúsund eintökum. Auk þess að vera dreift til heimilismanna Hrafnistuheimilanna fer það um víðan völl í samfélaginu. Meðal annars til íbúa þjónustuíbúða Naustavarar, annarra öldrunarheimila landsins, heilsugæslustöðva, fjölmargra læknastofa, sveitarstjórnarfólks, alþingsmanna og fjölmiðla ásamt fjölmargra velunnara Hrafnistu.

Rafrænt eintak af Hrafnistubréfinu má nálgast HÉR 

 

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Laugarási

 

Guðrún Bjarkadóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á Sólteig og Mánateig á Hrafnistu Laugarási.

Guðrún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.Sc. frá Háskóla Íslands árið 1999. Hún hefur einnig lokið B.A. í íslensku og M.A. í íslenskum fræðum. Guðrún hefur víðtæka reynslu sem hjúkrunarfræðingur en hún hefur m.a. starfað á heilsugæslunni hér á Íslandi og í Svíþjóð. Einnig starfaði hún sem aðstoðardeildarstjóri hér á Hrafnistu í Laugarási frá 1999-2004.

Við bjóðum Guðrúnu hjartanlega velkomna í Hrafnistuhópinn.

 

Lesa meira...

Til hamingju með þennan hátíðisdag!

 

Ef einhvern tímann er tilefni til að flagga íslenska fánanum þá er það í dag þegar fyrsti íbúi Hrafnistuheimilanna hefur verið bólusettur og önnur Hrafnistuheimili fylgja svo í kjölfarið í dag og á morgun, miðvikudag.

Sigríður Skarphéðinsdóttir íbúi á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði fékk fyrstu bólusetninguna af íbúum Hrafnistu. Hún er 97 ára gömul og stígur hér fyrstu skrefin í að ná niðurlögum á þessari óværu ásamt öðrum íbúum heimilanna. Að sjálfsögðu fögnum við þessum degi með því að skála í freyðivíni og gæða okkur á kökum með kaffinu seinna í dag.

Það er óhætt að segja að við göngum klökk inn í daginn, þakklát fyrir þá vinnu og þær fórnir sem íbúar, starfsfólk og aðstandendur á Hrafnistu hafa lagt á sig til að ná yfirhöndinni í þessu stríði. Við gerum okkur grein fyrir að það var ekki sjálfgefið.

Við sjáum glitta í endalokin á þessum faraldri en þetta er ekki alveg búið svo gleymið ekki að halda uppi vörnum líkt og þið hafið gert svo vel hingað til því saman ætlum við að klára þetta verkefni.

Þúsund þakkir til ykkar allra, þið eruð hetjur öll sem eitt ❤

Fyrir hönd Sjómannadagsráðs og framkvæmdaráðs Hrafnistuheimilanna,

Hálfdan Henrysson formaður stjórnar Sjómannadagsráðs, María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun þegar Sigríður Skarphéðinsdóttir var bólusett, fyrsti íbúinn á Hrafnistu til að fá bólusetningu. Allar myndir af Sigríði eru birtar með hennar leyfi. 

 

Lesa meira...

Lokað verður fyrir heimsóknir á Hrafnistu á meðan bólusetning vegna Covid-19 fer fram

 

Kæru íbúar og aðstandendur,

 

Neyðarstjórn Hrafnistu færir ykkur þau gleðitíðindi að bólusetning við Covid-19 mun hefjast á hjúkrunarheimilum Hrafnistu á morgun, þriðjudaginn 29. desember og ljúka miðvikudaginn 30. desember.

Bólusetningunni fylgir töluverð skipulagning og framkvæmd og því verður lokað fyrir heimsóknir ættingja þann dag sem bólusett verður á viðkomandi heimili.

 

Þriðjudagurinn 29. desember:

 • Hrafnista Hraunvangi
 • Hrafnista Ísafold
 • Hrafnista Boðaþingi
 • Hrafnista Nesvellir
 • Hrafnista Hlévangur

Miðvikudagurinn 30. desember:

 • Hrafnista Sléttuvegi
 • Hrafnista Skógarbæ
 • Hrafnista Laugarási

 

(myndin er fengin að láni á veraldarvefnum: https://www.dailymaverick.co.za/article/2020-05-22-heres-what-the-models-predict-about-covid-19/)

Lesa meira...

Síða 4 af 147

Til baka takki