Fréttasafn

Sumargrill á Hrafnistu Ísafold

 

Hið árlega sumargrill á Hrafnistu Ísafold hvar haldið miðvikudaginn 15. júlí. Að þessu sinni var ekki hægt að sitja úti í garði þar sem veðrið var frekar blautt en vel fór um alla innandyra.

Svenni spilaði á nikkuna undir borðhaldi og tvær ungar stúlkur héldu tónleika. Það voru þær Anna Katrín 19 ára fiðluleikari sem stundar nám við Listaháskóla Íslands og Helga Sigríður 16 ára píanóleikari sem stundar nám í Menntaskólanum í tónlist. Þær hafa mikið spilað verk eftir konur og fengu úthlutað hvatningastyrk frá Garðabæ til að halda tónleika saman í lok sumars. 

 

Lesa meira...

Rætt við Berthu Maríu Grímsdóttur Waagfjørd íbúa á Hrafnistu

Fyrr í sumar ræddi Vísir við Berthu Maríu Grímsdóttur Waagfjørd. En Bertha er 94 ára og býr á Hrafnistu.

Viðtal við Berthu á visir.is: 

Segist fegin að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili á tímum heimsfaraldurs

 

Segist fegin að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili á tímum heimsfaraldurs

Kona sem býr á Hrafnistu segist vera ánægð með að gengið sé langt í að tryggja öryggi heimilismanna á tímum heimsfaraldurs. Hún er fegin því að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili núna.

Heimsóknartími flestra hjúkrunarheimila hefur verið skertur í faraldri kórónuveirunnar.

Íbúi á Hrafnistu segist afar ánægð með að gengið sé svo langt í að tryggja öryggi heimilismanna.

„Mér finnst þetta alveg frábært ég get ekki fundið nokkurn skapaðan hlut að því. Það er bara verið að vernda okkur og það er okkur til góðs,“ Sagði hin 94 ára Bertha María Grímsdóttir Waagfjørd.

Hún segist heppin að búa á Hrafnistu - því þar er hún alla daga i kringum aðra heimilismenn. Byggi hún enn í heimahúsi hefði hún ekki eins mikinn félagsskap á þessum undarlegu tímum.

„Í þessu ástandi hefði ég verið mjög mikið ein en ég er aldrei ein hérna,“ sagði Bertha.

Starfsmaður segir að íbúar hafi veitt hvor öðrum félagsskap í ljósi þess að aðstandendur hafi ekki heimild til að koma á öllum tímum dagsins. Þeir hafi kennt hvor öðrum að spila, hekla og notið meiri tíma saman en ella.

Ástvinir Berthu koma reglulega til hennar og spjalla við hana í gegnum gluggann.

„Ég hef getað talað við þau í gegnum gler með síma og séð þau,“ sagði Bertha.

Bertha segir fólk hafa lært margt nýtt í faraldrinum. Til dæmis hafi tvítugur starfsmaður í aðhlynningu lært að setja rúllur í hárið á íbúum þegar hárgreiðslustofunni var lokað.

„Meira að segja einn ungur piltur og hann gerði þetta svo ljómandi vel. Ég spurði hann að því hvort hann myndi vilja setja rúllur í mig, það var ekkert mál,“ sagði Bertha.

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu Skógarbæ

 

Hið árlega sumargrill íbúa á Hrafnistu Skógarbæ var haldið í blíðskaparveðri þriðjudaginn 28. júlí. Íbúar og starfsfólk nutu þess að gæða sér á góðum mat undir harmonikkuleik. 

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu Sléttuvegi

 

Sumargrill Hrafnistu Sléttuvegi var haldið þriðjudaginn 21. júlí. Íbúar og gestir sátu flestir úti undir berum himni á skemmtilegu útisvæði, nutu veðurblíðunnar og gæddu sér á dýrindis grillkjöti með öllu tilheyrandi. Palli og Jói í Gleðigjöfunum sáu um að halda uppi fjörinu.

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu Boðaþingi Kópavogi

 

Hið árlega sumargrill í Boðaþingi var haldið miðvikudaginn 15. júlí. Þó að ekki hafi náðst að sitja úti þá var opið út og skreytt með blómum úr nágrenninu. Múlakaffi sá um að grilla lambaprime og kjúklingabringur og eldhús Hrafnistu sá um meðlæti. Hjördís Geirs og Svenni héldu uppi stuðinu og tóku gamla slagara við borðhaldið.

 

Lesa meira...

Sumargleði á Hrafnistu Hlévangi Reykjanesbæ

 

Hin árlega sumargleði Hrafnistu Hlévangi var haldin fimmtudaginn 9. júlí í sumar .

Boðið var upp á grillaðan kjúkling og lambakjöt með dýrindis meðlæti ásamt ís í eftirrétt. Fannar Arnarsson matreiðslumeistari á Hrafnistu Nesvöllum og Hlévangi í Reykjanesbæ stóð grillvaktina og bragðaðist maturinn virkilega vel.

Húsbandið Heiður ásamt unga saxafónsnillingnum Guðjóni Steini Skúlasyni spiluðu og sungu fyrir íbúa og gesti undir borðhaldinu og tóku margir vel undir í söngnum.

Hér fyrir neðan eru myndir sem teknar voru í sumargleðinni. 

Lesa meira...

Sumargleði á Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ

 

Hin árlega sumargleði Hrafnistu Nesvöllum var haldin miðvikudaginn 8. júlí í sumar. Boðið var upp á grillaðan kjúkling og lambakjöt með dýrindis meðlæti ásamt ís í eftirrétt. Það voru matreiðslumenn frá Múlakaffi sem stóðu grillvaktina og bragðaðist maturinn virkilega vel en það var eldhúsið á Nesvöllum sem sá um allt meðlæti.

Húsbandið Heiður ásamt unga saxafónsnillingnum Guðjóni Steini Skúlasyni spiluðu og sungu fyrir íbúa og gesti undir borðhaldinu og tóku margir vel undir í söngnum.

Hér fyrir neðan eru myndir sem teknar voru í sumargleðinni. 

Lesa meira...

Öflug endurhæfing til aukinna lífsgæða á Hrafnistu

 

Í sérblaði Fréttablaðsins, sem ber heitið Endurhæfing og fylgir blaðinu í dag, er umfjöllun um þá endurhæfingu sem Hrafnistuheimilin bjóða upp á fyrir íbúa og aðra sem búa enn heima. Rætt er við Maríu Fjólu Harðardóttur forstjóra Hrafnistu um þau ólíku úrræði sem Hrafnista bíður upp á. Má þar m.a. nefna dagdvöl, dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun og dagendurhæfingu en þessi úrræði skila góðum árangri út í samfélagið.

Fréttablaðið: Öflug endurhæfing til aukinna lífsgæða á Hrafnistu

 

 

Lesa meira...

Síða 4 af 139

Til baka takki