Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Öryggisvika Hrafnistu

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2023_intro-ryggisvika-hrafnistu-2023-.jpeg

Dagana 6.-13. nóvember sl. var haldin öryggisvika á Hrafnistuheimilunum sem er samstarfsverkefni mannauðssviðs og heilbrigðissviðs Hrafnistu. Nanna Guðný Sigurðardóttir gæðastjóri Hrafnistuheimilanna hélt fyrirlestur á öllum Hrafnistuheimilunum um öryggismál og vinnuumhverfi. Þar var áherslan á að kynna öryggisnefndir heimilanna, atvikaskráningu, eldvarnartæki og viðbrögð við boðum frá þeim ásamt rýmingaráætlun svo eitthvað sé nefnt. Skemmtileg spurningakönnun var lögð fyrir þátttakendur í lok fyrirlestursins þar sem veglegir vinningar voru í boði, auk þess sem allar deildir fengu glæsilega köku. Þátttaka á fyrirlestrana var heilt yfir mjög góð. Samhliða fræðslunni voru settir út stuttir öryggismolar á workplacehópnum Öryggismolar. Fyrir og eftir öryggisvikuna fengu starfsmenn senda stutta könnun um þekkingu þeirra á öryggismálum og verður fróðlegt að rýna í niðurstöður hennar.

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur