Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Kótilettudagur Hrafnistu

Hinn árlegi kótilettudagur Hrafnistu var haldinn hátíðlegur á öllum Hrafnistuheimilunum í gær þar sem boðið var upp á þjóðarrétt Hrafnistu í hádeginu, kótilettur í raspi ásamt öllu tilheyrandi, brúnuðum kartöflum, grænum baunum og rauðkáli að ógleymdu hinu eina og sanna malti og appelsíni. Dagurinn er haldinn sem næst stofndegi Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna, en Sjómannadagsráð var stofnað þann 25. nóvember 1937 eða fyrir 86 árum. Eitthvað var um að vera á öllum Hrafnistuheimilunum í tilefni dagsins. Meðal annars fengu íbúar og starfsfólk á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði til sín góða gesti, þá Matta Ægis og Bjössa í Greifunum sem skemmtu viðstöddum með hljóðfæraslætti og söng. Á Hrafnistu í Skógarbæ hélt hljómsveitin FHUR (félag harmonikkuunnenda í Reykjavík) tónleika. Á Hrafnistu Ísafold og á Hrafnistu Sléttuvegi lék Bragi Fannar af sinni alkunnu snilld á harmonikku fyrir íbúa og starfsfólk.

Um Sjómannadagsráð
Sjómannadagsráð var stofnað af sjómannafélögum í Reykjavík og Hafnarfirði 25. nóvember 1937. Í fyrstu var tilgangurinn að standa fyrir árlegum sjómannadegi, en mikill stuðningur almennings við samtökin strax í upphafi leiddi fljótlega til þeirrar ákvörðunar (1939) að ráðið skyldi beita sér fyrir byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn (DAS).
Í dag er tilgangur félagsins tvíþættur, annarsvegar að standa árlega að hátíðarhöldum sjómannadagsins og gefa honum verðugan sess í íslensku þjóðlífi. Hins vegar felst meginþungi starfseminnar í að veita öldruðum húsaskjól og daglega öldrunarþjónustu. Félagið rekur í dag átta Hrafnistuheimili í fimm sveitarfélögum.
Naustavör, dótturfélag Sjómannadagsráðs, rekur leiguíbúðir á fimm stöðum sem eru staðsettar við Hrafnistuheimilin í þremur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. 
Leiguíbúðir Naustavarar eru afar góður kostur fyrir 60 ára og eldri.
Í dag eru starfmenn Sjómannadagsráðs og dótturfélaga um 1600 talsins og húsakostur er um 90 þúsund fermetrar. Þjónustuþegar eru vel á annað þúsund.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur