Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Stjórnendur og starfsmenn Hrafnistu hafa um langt skeið lagt áherslu á að vera samfélagslega ábyrg stofnun og er meðvitað um áhrif sín á samfélagið og umhverfið. Undanfarin ár hefur heimilið verið opnað meira og meira fyrir aðstandendum og unnið í átt að því að lífsgæði íbúanna verði sem best. Lögð er áhersla á gagnsæja starfshætti og eru ýmsar stefnur birtar á heimasíðu heimilisins.

Einnig hefur í nokkurn tíma verið flokkað allt sorp sem frá heimilinu kemur til þess að lágmarka áhrif heimilisins á umhverfið. Starfsmenn mötuneyta eru meðvitaðir um að minnka sóun á mat og hafa mælingar á því sýnt umtalsverðan árangur. 

Hrafnista hefur unnið sig í átt að því að taka upp grænfánann sem er umhverfisviðurkenning sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu. Margir skólar og leikskólar á Íslandi hafa tekið upp slíka stefnu. Innan heimilisins er unnið að því að taka ábyrga afstöðu og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum og sjálfbærni innan heimilisins. 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur