Fréttasafn

Kristín Þóra Benediktsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Kristín Þóra Benediktsdóttir, deildarstjóri borðsals og ræstingar Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Kristín Þóra fékk venju samkvæmt afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

 

Lesa meira...

Guðlaug Sigmundsdóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda, Hjördís Ósk, Guðlaug og María Fjóla
Lesa meira...

 

Guðlaug Sigmundsdóttir, starfsmaður á Sjávar-/Ægishrauni Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Guðlaug fékk venju samkvæmt afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Á myndinni eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Hjördís Ósk Hjartardóttir hjúkrunardeildarstjóri á Sjávar-/Ægishrauni, Guðlaug og María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á öllum Hrafnistuheimilunum

Lesa meira...

Sjómannadagurinn er sannkallaður stórhátíðardagur á Hrafnistu en eins og margir vita eru Hrafnistuheimilin í eigu Sjómannadagsráðs sem stofnað var af sjómannafélögum í Reykjavík og Hafnarfirði 25. nóvember 1937. Í fyrstu var tilgangurinn að standa fyrir árlegum sjómannadegi, en mikill stuðningur almennings við samtökin strax í upphafi leiddi fljótlega til þeirrar ákvörðunar (1939) að ráðið skyldi beita sér fyrir byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn (DAS).

Það var því mikið um dýrðir á öllum Hrafnistuheimilunum á sjálfan sjómannadaginn. Heimilin voru öll skeytt venju samkvæmt í tilefni dagsins og dagskrá heimilanna var með fjölbreyttu sniði. Lúðrasveit Reykjavíkur spilaði fyrir íbúa í garðinum samkvæmt venju á Hrafnistu í Laugarási og Lúðrasveit Hafnarfjarðar spilaði fyrir íbúa á Hrafnistu í Hraunvangi. Í framhaldinu var Sjómannamessa haldin í á báðum stöðum. Í hádeginu var boðið upp á kótilettur í raspi á öllum heimilunum og í síðdegiskaffinu var borin fram dýrindis marsipanterta. Tónlistaratriði voru flutt á öllum heimilum fyrir íbúa og gesti.  Á Hrafnistu Laugarási söng Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir og Helgi Hannesar spilaði undir á píanó. Á Hrafnistu Hraunvangi söng Guðrún Gunnarsdóttur söngkona og Pálmi Sigurhjartar spilaði undir á píanó. Á Hrafnistu í Reykjanesbæ (Nesvöllum og Hlévangi) söng Marína Ósk sig inn í hug og hjörtu viðstaddra. Á Hrafnistu Sléttuvegi fluttu þeir Halli Melló, Jón Ólafsson og Gói Karlsson „Lögin úr leikhúsinu“. Á Hrafnistu Boðaþingi, Ísafold og Skógarbæ fór Bragi Fannar á milli deilda og spilaði á harmonikkuna af sinni alkunnu snilld.

Við þökkum öllu þessu frábæra listafólki kærlega fyrir þeirra framlag við að gera sjómannadaginn hátíðlegan á Hrafnistu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistuheimilunum á sjómannadaginn.

 

Lesa meira...

Lena Rós Þórarinsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Bryndís Rut, Valgerður, Lena Rós og Dagný
Lesa meira...

Lena Rós Þórarinsdóttir, starfsmaður á Bergi Hrafnistu Sléttuvegi, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Lena Rós fékk venju samkvæmt afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Á myndinni er einnig Bryndís Rut Logadóttir sem fagnaði 5 ára starfsafmæli á dögunum og fékk hún einnig afhenta viðeigandi starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Bryndís Rut Logadóttir, Valgerður Kr. Guðbjörnsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Sléttuvegi, Lena Rós og Dagný Jónsdóttir hjúkrunardeildarstjóri á Bergi Hrafnistu Sléttuvegi. 

 

Lesa meira...

Karlakór Reykjavíkur í heimsókn á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

Laugardaginn 29. apríl hélt Karlakór Reykjavíkur tónleika fyrir heimilisfólk í Skálafelli á Hrafnistu í Laugarási. Kórinn söng af sinni alkunnu snilld og voru íbúar, gestir og aðrir viðstaddir himinlifandi eftir heimsókn þeirra.

Við þökkum þessum höfðingjum hjartanlega fyrir komuna.

 

Lesa meira...

Hrafnista hlýtur tilnefningu sem VIRKt fyrirtæki 2023

Lesa meira...

Fjögur heimili Hrafnistu voru tilnefnd sem VIRKt fyrirtæki ársins 2023; Hrafnista Sléttuvegur, Hrafnista Laugarási og Hrafnistuheimilin Nesvellir og Hlévangur í Reykjanesbæ.

VIRK veitir þeim fyrirtækjum sem sinna samstarfinu sérlega vel og sýna samfélagslega ábyrgð sérstaka viðurkenningu og vilja með því hvetja önnur fyrirtæki til góðra verka.

Hrafnista hefur um langt skeið lagt áherslu á samfélagslega ábyrgð og erum við því afar stolt af þessari tilnefningu og hlökkum til áframhaldandi samstarfs með VIRK starfsendurhæfingarsjóði 

Að þessu sinni hlutu 13 fyrirtæki og stofnanir tilnefningu (sjá nánar)

 

 

Lesa meira...

Hrafnista Ísafold 10 ára

Lesa meira...

Í tilefni af 10 ára afmæli Ísafoldar hefur þessi vika verið viðburðarík á Ísafold. Á þriðjudaginn var haldið bocciamót og Hjördís Geirsdóttir kom í heimsókn og gladdi íbúa með söng. Á miðvikudaginn var haldið bingó og Gettu Betur spurningarkeppni. Í gær var svo haldið formlega upp á afmælið. Í hádeginu var boðið upp á kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi á öllum heimiliseiningum og eftir hádegið fór fram athöfn í Menningarsalnum þar sem Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Aríel Pétursson stjórnarformaður Sjómannadagsráðs héldu stutt erindi. Gissur Páll Gissurarson tenór gladdi viðstadda með söng og Guðrún Árný Karlsdóttir hélt uppi léttri stemningu meðal viðstaddra með söng og píanóspili. Gestir skáluðu að sjálfsögðu í freyðivíni í tilefni dagsins og áttu saman ljúfa stund.  

Á Ísafold búa 60 einstaklingar. Garðabær rak hjúkrunarheimilið frá árinu 2013 en frá 1. febrúar 2017 hefur Sjómannadagsráð rekið hjúkrunarheimilið undir merkjum Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Hörkukeppni í boccia á milli Hrafnistu Boðaþings og Hrafnistu Skógarbæjar

Lesa meira...

Keppnisandinn sveif yfir vötnum í vikunni þegar Hrafnista Boðaþing bauð Hrafnistu Skógarbæ að koma yfir og keppa í boccia. Það var heldur betur glatt á hjalla og allir fengu verðlaunapening fyrir þátttökuna. Keppendur gæddu sér svo á gómsætum kökum og kaffi í lokin og var ekki annað að sjá en að allir væru ánægðir eftir góðan dag.

 

Lesa meira...

Síða 6 af 175

Til baka takki