Fréttasafn

Hrafnista í 3 sæti í Lífshlaupi ÍSÍ 2021

 

Hrafnista lenti í 3.sæti í Lífshlaupi ÍSÍ 2021, bæði í heildina og eins hvað varðar tíma (mínútur) og skipti (fjölda daga) sem er frábær árangur.

Árið 2020 varð Hrafnista í 2.sæti í heildina með 1,79 daga og 127,22 mínútur

Núna í ár (2021) varð Hrafnista í 3.sæti í heildina með 3,19 daga og 238,29 mínútur sem eru frábærar framfarir!

Það voru þær Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari og Steinunn Leifsdóttir íþróttafræðingur sem veittu viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd Hrafnistu í hádeginu í dag.

 

Til hamingju starfsfólk Hrafnistu fyrir frábæra frammistöðu!

 

Lesa meira...

Nýr hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu í Boðaþingi

 

Kristrún Benediktsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu Boðaþingi frá sumarbyrjun 2021.

Kristrún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2014. Hún hefur starfað á Hrafnistu Hraunvangi síðan haustið 2015 og tók við sem aðstoðardeildarstjóri á Ölduhrauni vorið 2020. Vorið 2020 lauk hún viðbótardiplómanámi í heilbrigðisvísindum með sérhæfingu í stjórnun í heilbrigðisþjónustu við Háskólann á Akureyri.

Kristrún er boðin hjartanlega velkomin í Boðaþingið.

 

Lesa meira...

Nýr hjúkrunardeildarstjóri Hrafnistu í Skógarbæ

 

Guðrún Zoega hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á 1. og 3. hæð á Hrafnistu í Skógarbæ frá miðjum apríl 2021.

Guðrún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1995. Hún starfaði m.a. á lungnadeild og almennri skurðdeild á LSH í nokkur ár. Hún hefur starfað á Hrafnistu í Hraunvangi frá árinu 2008, var ráðin aðstoðardeildarstjóri á Bylgjuhrauni árið 2017 og síðan aðstoðardeildarstjóri á Ölduhrauni árið 2019. Síðastliðið ár hefur hún gengt deildarstjórastöðu á Báruhrauni. Guðrún starfaði á Skógarbæ árið 1999-2000.

Guðrún er boðin hjartanlega velkomin til starfa á Hrafnistu í Skógarbæ.

 

Lesa meira...

Öskudagur á Hrafnistuheimilunum

 

Það er ávallt mikið um dýrðir á Hrafnistuheimilunum á öskudaginn. 

Starfsfólk og íbúar klæða sig upp í búning eða setja upp hatta og verðlaun eru veitt fyrir flottasta búninginn á hverju heimili fyrir sig.  Á Hrafnistu í Hraunvangi var kötturinn sleginn úr „tunnunni“ að venju og Harpa danskennari hristi upp í mannskapnum.

Margar kunnuglegar hetjur mátti berja augum á Hrafnistuheimilunum í gær. Má þar nefna t.d. heilan flokk af ofurhetjum (sem við teljum alla starfsmenn hjúkrunarheimila svo sannarlega vera!), íþróttakempur af ýmsu tagi, kúreka, Súperman, Línu langsokk, Sollu stirðu og að sjálfsögðu sjálfan Sir Tom Moore, sem komst í heimsfréttirnar þegar hann safnaði gríðarlega miklu fjármagni til breska heilbrigðiskerfisins á síðasta ári. Blessuð sé minning hans.

Það er skemmtilegt að segja frá því að í tilefni af valentínusar-/ og konudeginum hafa íbúar á Hrafnistu Hraunvangi skrifað niður á hjartalaga miða það sem þau elska. Miðarnir hafa verið hengdir upp á vegg og útkoman er svo sannarlega mjög skemmtileg og gleður augað.

Meðfylgjandi myndir sem teknar voru á Hrafnistuheimilinum í gær tala sínu máli.

 

Lesa meira...

Dýrmæt þjónustutækifæri enn til staðar í Boðaþingi

 

Fyrir um 20 árum síðan tóku Kópavogsbær og Sjómannadagsráð upp samstarf um skipulag nýs hverfis í Boðaþingi. Meginhugmyndinvar að skipuleggja þétta byggð sem sérstaklega yrði skipulögð með þarfir eldra fólksí Kópavogi í huga og varð afraksturinn nýtt deiliskipulag sem bærinn samþykktiárið 2005 með þjónustumiðstöð, hjúkrunarheimili, öryggisíbúðum og  almennum íbúðum fyrir 50 ára og eldri. Ætlunin var að reyna að skapa þétta byggðmeðnauðsynlegri þjónustu og félagsstarfi fyrir eldra fólkí nærumhverfisínu og gerðu hugmyndirnar ráð fyrirað Hrafnista myndi annastrekstur hjúkrunarheimilisins og kæmi auk þess að rekstriákveðinnar þjónustu í þjónustumiðstöðinni, sem síðar fékk nafnið Boðinn.

Eftir 2005, þegardeiliskipulagið hafði veriðsamþykkt,þróuðust hugmyndirnarum byggðina frekarí meðförum Kópavogsbæjar, Hrafnistu og Naustavarar og var deiliskipulagið aðlagað að þeim í kringum 2009með meðal annars veglegri þjónustumiðstöðmeð sundlaug sem Kópavogsbær tók að sér rekstur á, 88 rýma hjúkrunarheimili sem ríkið og Kópavogsbær byggðu og fólu Hrafnisturekstur þegar framkvæmdir hófust á fyrri áfanga þess með 44 rýmum. Þegar deiliskipulagið hafði veriðfullþróað seldi Kópavogsbær Sjómannadagsráðibyggingarrétt að lóðinni við Boðaþing 22-24, þar sem Naustavör byggði síðar fjölbýli með95 leiguíbúðum. Jafnframt hóf Sjómannadagsráð undirbúning að byggingu Boðans oghjúkrunarheimilisinsí samstarfi við ríkiðogfagfólk Hrafnistu og Naustavarar. Það varð til þess að þetta glæsilega hjúkrunarheimili var tekiðí notkun fyrir 10 árum síðan ásamt þjónustumiðstöð og leiguíbúðunumog eru byggingarnar þrjár samtengdar til að auðvelda íbúum og leigjendum aðgang að þjónustunni. Allri þessari starfsemi var komið á fót hratt og örugglega þrátt fyrir þá ringulreið sem ríkti í samfélaginu eftir bankahruniðsem skall á 2008.

Góð aðstaða

Aðstaðan í Boðaþingi er mjög góð í rólegu og friðsælu umhverfi í næsta nágrenni Elliðavatns. Í sambyggðri þjónustumiðstöðinni, Boðanum, fer fram ýmis starfsemi, s.s. dagdvöl Hrafnistu, tómstundir og afþreying ásamt rekstri sundlaugar, sem Sjómannadagsráð rak fyrstu árin samkvæmt sérstöku samkomulagi að ósk bæjarfélagsins. Hún er í dag bæði almenn laug fyrir eldri borgara og skólasundlaug auk þess sem þar fara fram sundnámskeið á vegum einkaaðila fyrir börn og fullorðna.

Boðinn gegnir lykilhlutverki

Í fjölbýli Naustavarar eru 95 sérhannaðar íbúðir fyrir eldra fólk sem nýtur greiðs aðgangs um undirgöng að þjónustu Boðans, sem gegnir öðrum þræði hlutverki félagsmiðstöðvar íbúa hjúkrunarheimilisins og eldri borgara í Boðaþingi og nágrannahverfunum í Kópavogi. Þar er notaleg aðstaða til að setjast niður og ræða málin yfir kaffibolla og meðlæti, lesa blöðin eða taka þátt í þeim dagskrárliðum sem í boði eru alla virka daga og njóta hádegisverðar með vinum og kunningjum.

Vísir að góðum lífsgæðakjarna

Þessi fjölbreytileiki og samþætting gerir það að verkum að heimilismenn og eldri íbúar í nærumhverfinu geta notið þjónustunnar í Boðaþingi sem við hjá Hrafnistu og Sjómannadagsráði viljum kalla vísi að góðum lífsgæðakjarna á borð við þann sem tekinn er til starfa við Sléttuveg í Fossvogi. Við segjum „vísir að góðum lífsgæðakjarna“ því að okkar mati er enn nokkuð í land til að kjarninn í Boðanum standi undir þeirri getu og væntingum sem gera þarf til lífsgæðakjarna á borð við starfsemina sem Hrafnista starfrækir við Sléttuveg fyrir Reykjavíkurborg. Hjá Sjómannadagsráði ríkir mikill vilji til að auka starfsemi og fjölbreytni þjónustunnar í Boðanum í þágu íbúa hjúkrunarheimilisins og eldri íbúa Kópavogs. Dæmi um viðbætur sem Sjómannadagsráð leggur áherslu á eru rekstur verslunar og kaffihúss, heilsuræktar og ýmissa annarra kosta sem mæta þörfum og óskum þeirra sem sækja þjónustu og afþreyingu í Boðaþingið. Sjómannadagsráð hefur áratugalanga reynslu af rekstri þjónustuþátta sem eru sérsniðnir að þörfum hagsmunahópsins og hefur áður líst sig tilbúið til að taka að sér rekstur Boðans með samningi við bæjaryfirvöld.

Síðari áfangi hjúkrunarheimilisins

Í lok árs 2016 var undirritað samkomulag ríkis og Kópavogsbæjar um stækkun hjúkrunarheimilisins um 64 rými og stóð þá til að starfsemin hæfist 2018. Þrátt fyrir ítrekaða eftirfylgni frá 2016 til að þoka málum áfram um stækkun heimilisins gerðist lítið fyrr en í nóvember síðastliðnum þegar ríki og bær undirrituðu nýtt samkomulag sama efnis og 2016 sem gerir ráð fyrir að starfsemi í síðari áfanganum hefjist 2024. Alla tíð frá aldamótum hefur Sjómannadagsráð lagt krafta sína í það að berjast fyrir fullbúnu hjúkrunarheimili í Boðaþingi. Fyrri áfangi þess með aðeins 44 rýmum hefur nú verið í notkun í áratug, en heimilið er þungt í rekstri og ekki nægilega stórt til að styðja við aðra þjónustu í Boðanum.  Sjómannadagsráð bindur vonir við að með tilkomu síðari áfanga hjúkrunarheimilisins verði hægt að halda áfram á þeirri þróunarbraut sem upphaflega var lagt af stað með, í góðu samstarfi við ríkið og Kópavogsbæ.

 

Hálfdan Henrýsson, formaður Sjómannadagsráðs

Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs

María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu

 

Lesa meira...

Þorrablót á Hrafnistu í Hraunvangi og Hrafnistu Boðaþingi

 

Árlegt þorrablót Hrafnistu í Hraunvangi og Hrafnistu Boðaþingi var haldið í hádeginu í gær, fimmtudaginn 4. febrúar.

Eins og venja er voru kræsingarnar ekki af verri endanum. Boðið var upp á hefðbundinn þjóðlegan þorramat ásamt íslensku brennivíni.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistu Hraunvangi í gær. María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu setti hátíðina og Böðvar Reynisson og Kristina Bærendsen sáu um veislustjórn og fluttu nokkur tónlistaratriði. Fjöldasöng leiddu þau Böðvar Magnússong og Hjördís Geirsdóttir af sinni alkunnu snilld.

Vegna aðstæðna gátu íbúar ekki boðið gestum með sér á þorrablótið eins og venja hefur verið í gegnum árin. Huga þurfti vel að öllum sóttvarnarreglum og uppröðun á borðum fyrir starfsfólk minnti helst á uppröðun borða þegar próf eru þreytt í skólum. Þau fengu því að spreyta sig á gömlu samræmdu prófi til upprifjunar. Ekki fylgdi sögunni hvernig starfsfólki gekk almennt að leysa það af hendi...

Skemmtuninni var sjónvarpað inn á allar hjúkrunardeildar og til gesta í dagdvöl þannig að allir nutu sem best.

 

Lesa meira...

Dagbjört Bryndís Reynisdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

 

Dagbjört Bryndís Reynisdóttir, starfsmaður á Ölduhrauni Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Dagbjört Bryndís og Hrönn Önundardóttir hjúkrunardeildarstjóri á Ölduhrauni.

 

 

Lesa meira...

Sirina M.A. Dewage 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Hrönn, María Fjóla, Sirina og Árdís Hulda.

 

Sirina M.A. Dewage, starfsmaður í borðsal Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Hrönn Benediktsdóttir deildarstjóri í borðsal, María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu, Sirina og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi.

 

Lesa meira...

Björg Ólafsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda, María Fjóla, Björg og Íris Huld.

 

Björg Ólafsdóttir, starfsmaður í sjúkraþjálfun Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu, Björg og Íris Huld Hákonardóttir deildarstjóri sjúkraþjálfunar Hrafnistu Hraunvangi.

 

Lesa meira...

Síða 6 af 150

Til baka takki