Fréttasafn

Þórður Einarsson opnar myndlistasýningu á Hrafnistu Hraunvangi

 

Þórður Einarsson, íbúi á Hrafnistu, hélt upp á opnun myndlistarsýningar sinnar á Hrafnistu í Hraunvangi á dögunum við mikinn fögnuð viðstaddra. Sýningin er sölusýning og lýkur 9. nóvember n.k.

Þórður Einarsson er fæddur árið 1930 í Reykjavík en býr nú á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði. Hann starfaði lengst af í Sindra við járnsmíði og hefur smíðað ófáa vörubílspalla og vagna í gegnum tíðina. Þórður byrjaði að mála þegar hann flutti á Hrafnistu og hefur notið leiðsagnar Ingu á vinnustofunni. Hann notar bæði olíuliti og vatnsliti við gerð myndanna og hefur haldið bæði einkasýningu og samsýningar á Hrafnistu. Þórður hefur aðallega málað landslagsmyndir en er nú farinn að mála meira abstract.

Við óskum Þórði innilega til hamingju.

 

Lesa meira...

Októberfest á Hrafnistu Hraunvangi

 

Októberfest var haldið hátíðlegt á Hrafnistu Hraunvangi sl. föstudag. DAS bandið ásamt Hjördísi Geirsdóttur spilaði fyrir gesti, Inga söng tvö lög á þýsku og boðið var upp á pilsner og saltkringlur. Húsið var skreytt hátt og lágt og keppni haldin á milli deilda þar sem Ölduhraunið (3.hæð) vann öruggann sigur út býtum.

 

Lesa meira...

Eygló Sævarsdóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

 

Eygló Sævarsdóttir, matartæknir og starfsmaður í eldhúsi Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Eygló varð líka 67 ára 12. sept. sl. og hefur ákveðið að loka þar með starfsferlinum hjá Hrafnistu. Við óskum Eygló innilega til hamingju með tímamótin.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, María Fjóla Harðadóttir forstjóri Hrafnistu, Eygló og Hrönn Benediktsdóttir deildarstjóri í borðsal og eldhúsi Hrafnistu Hraunvangi.

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Laugarási

 

Hulda Birna Frímannsdóttir hefur verið ráðin tímabundið sem aðstoðardeildarstjóri á Vitatorgi Hrafnistu Laugarási. Hulda Birna útskrifaðist sem sjúkraliði frá Sjúkraliðaskólanum árið1983. Hún lauk prófi sem sjúkraflutningamaður og síðan framhaldsnámi í hjúkrun aldraðra árið 2005 frá FÁ. Hulda Birna hefur víðtæka starfsreynslu. Hún starfaði sem sjúkraliði á HSN frá 1984-2004. Síðan á Hlíð, Öldrunarheimili Akureyrar, í 10 ár þar sem hún m.a. leysti tvisvar af í stöðu deildarstjóra. Hulda Birna hóf störf á Hrafnistu í Laugarási árið 2014.

Við bjóðum Huldu Birnu velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

Einnig þökkum við Huldu Björgu Óladóttur fráfarandi aðstoðardeildarstjóra fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

 

Lesa meira...

Kórónuveirusmit hjá starfsmanni Naustavarar

 

Starfsmaður íbúðaleigufélagsins Naustavarar, dótturfélags Sjómannadagsráðs, sem þjónustar m.a. Hrafnistu, greindist um helgina með Covid-19 smit og er viðkomandi nú í einangrun. Samkvæmt fyrirmælum rakningarteymis Almannavarna ber þeim sem voru í mikilli nálægð (innan tveggja metra) við viðkomandi, í meira en 15 mín frá og með síðastliðnum föstudegi, að fara í sóttkví og hefur nú þegar verið haft samband við alla hlutaðeigandi. Af þeim sökum er skrifstofa Naustavarar og Sjómannadagsráðs við Brúnaveg 9 lokuð vegna sóttkví starfsmanna.* Auk þess eru tveir starfsmenn á stoðdeild Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, sem viðkomandi hitti á föstudag, farnir í sóttkví. Að öðru leyti hefur tilfellið ekki áhrif á starfsemi Hrafnistu þar sem viðkomandi starfsmaður heimsótti ekki hjúkrunardeildir heimilanna.

21. september 2020.

Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Naustavarar.

 

*Þjónustusími Naustavarar 585 9300 er eftir sem áður opinn allan sólarhringinn.

 

 

Lesa meira...

Kristín Marksdóttir starfsmaður á Hrafnistu bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni

 

Morgunblaðið: Fangaði áfengislausa Bríó-andann best allra

 

Kristín Marksdóttir starfsmaður á Viðey dagþjálfun, Hrafnistu í Laugarási, bar í dag sigur úr býtum í samkeppni um myndskreytingu á dósir hins áfengislausa Bríó sem nú er fáanlegur í verslunum.

Borg brugghús auglýsti í sumar eftir tillögum að myndskreytingu á Bríó. Tíu ár eru liðin síðan bjórinn vinsæli kom á markað og af því tilefni var gerð áfengislaus útgáfa af honum sem vakið hefur talsverða athygli síðustu vikurnar.

Mikill áhugi reyndist á samkeppni um útlit dósanna. Alls bárust rúmlega tvö hundruð tillögur að myndskreytingum og var meirihluti þeirra frá konum, eða um 60%. Hugmyndir kvennanna féllu líka betur í kramið hjá dómnefnd brugghússins og svo fór að tillögurnar í fimm efstu sætunum voru frá konum.

Sigurtillaga Kristína er uppfærð útgáfa af myndinni sem prýðir hefðbundnu Bríó-dósirnar. „Ég endurteiknaði manninn á þeirri dós og gerði það með smá tvisti; setti á hann klikkuð augu og partíhatt eins og hann væri að fagna tíu ára afmælinu“ Er haft eftir Kristínu í viðtali eftir að úrslit voru gerð kunn. 

Kristín er 23 ára og lauk námi í myndskreytingu við Leeds Art University í vor. Kristín starfar eins og fyrr segir á Viðey dagþjálfun á Hrafnistu Laugarási en þangað koma daglega 30 einstaklingar sem glíma við heilabilun. Tilgangurinn með dagþjálfun er að styðja fólk til þess að geta búið sem lengst heima, viðhalda og/eða auka færni, rjúfa félagslega einangrun ásamt því að létta undir með aðstandendum.

Samstarfsfólk á Hrafnistu óskar Kristínu innilega til hamingju með sigurinn.

 

Lesa meira...

Nýjar heimsóknarreglur Hrafnistu taka gildi 18. september 2020

Neyðarstjórn Hrafnistu sendi frá sér upplýsingar í dag til íbúa og aðstandenda á Hrafnistuheimilunum um nýjar heimsóknarreglur Hrafnistu sem taka gildi föstudaginn 18. september 2020.

HÉR má lesa bréfið sem sent var út fyrr í dag.

 

Ágætu íbúar og aðstandendur,

Þar sem COVID-19 smitum hefur aftur  fjölgað í samfélaginu síðustu daga teljum við nauðsynlegt að bregðast við til að vernda okkar viðkvæma hóp íbúa.  Neyðarstjórn Hrafnistu hefur því ákveðið að takmarka þann fjölda sem kemur inn á heimilið á hverjum tíma.

Heimsóknarreglur:

  • Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa.  Heimilt er að skipta um heimsóknargest á sjö daga fresti. Heimsóknartími er frá xx-xx.*  Undanþága er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf að fá leyfi vaktstjóra deildar.
  • Viðkomandi gestur þarf að spritta hendur um leið og komið er inn, í upphafi heimsóknar.
  • Við biðjum ykkur um að fara beint inn á herbergi til íbúans og ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi biðjið þá starfsfólk um að sækja hann, ekki gera það sjálf.
  • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa eins og hægt er.
  • Að heimsókn lokinni farið þá beint út án þess að stoppa og spjalla á leiðinni. Vinsamlegast sprittið hendur við brottför.
  • Heimilt er að íbúi fari út í göngutúr/bíltúr með heimsóknargesti sínum en hitti ekki aðra á meðan þessar takmarkanir eru í gildi.

Vinsamlega kynnið ykkur eftirfarandi reglur:

  1. Ekki koma í heimsókn ef þú ert í einangrun eða sóttkví
  2. Ekki koma í heimsókn ef þú ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
  3. Ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl).
  4. Ekki koma í heimsókn ef þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.

Þessar reglur taka gildi 18. september 2020.

Þessar reglur verða endurskoðaðar eftir þörfum og verðið þið upplýst um leið og einhver breyting verður.

 

Með vinsemd og virðingu,

Neyðarstjórn Hrafnistu

 

*Heimsóknartími er misjafn á milli heimila. Aðstandendur hafa verið upplýstir um heimsóknartíma á hverju heimili fyrir sig. 

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Laugarási

 

Lauren Natale hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Miklatorgi – Engey í afleysingu fyrir Guðlaugu Helgu Helgadóttur sem er farin í fæðingarorlof. Lauren útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá University of Massachusetts Lowell í Bandaríkjunum árið 2012. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á hjarta- og bráðadeild í Bandaríkjunum þar til hún flutti til Íslands. Lauren hóf störf á Miklatorgi – Engey á Hrafnistu Laugarási árið 2016.

Við bjóðum Lauren velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Síða 5 af 139

Til baka takki