Það var í nógu að snúast hjá íbúum á Hrafnistu Sléttuvegi í vikunni þegar teknar voru upp kartöflur. Grösin höfðu fallið vegna næturfrosts nóttina á undan og því var drifið í að taka þær upp. Því fylgdi mikil gleði og fólk var ánægt með uppskeruna og afrakstur sumarsins.