Fréttasafn

Árlegt sumargrill á Hrafnistu Sléttuvegi

Lesa meira...

 

Það var heldur betur fjör í hádeginu í gær þegar hið árlega sumargrill fór fram á Sléttunni Hrafnistu Sléttuvegi.Boðið var upp á grillkjöt með öllu tilheyrandi ásamt ís í eftirrétt. Tónlistamaðurinn Hörður G. Ólafsson spilaði létta tóna undir borðhaldi og hélt síðan uppi fjörinu og skemmti af sinni alkunnu snilld eftir borðhaldið.

 

Lesa meira...

Nýr verkefnastjóri á heilbrigðissviði Hrafnistu

Lesa meira...

 

Kolbrún Sif Marinósdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri á heilbrigðissvið Hrafnistu. Kolbrún Sif mun hafa umsjón með tannhirðu og munnheilsu íbúa Hrafnistuheimilanna. Hún er menntaður tanntæknir frá Heilbrigðisskólanum við Ármúla og útskrifaðist þaðan árið 2007. Síðan þá hefur hún unnið hjá munn- og kjálkaskurðlækni, barnatannlækni og við almennar tannlækningar. Kolbrún hefur einnig unnið á Hrafnistu Hraunvangi við umönnun.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

87 nýjar íbúðir við lífsgæðakjarna Sléttunnar

Lesa meira...

 

Hafinn er lokaáfangi uppbyggingar leiguíbúða fyrir 60 ára og eldri sem tengjast þjónustumiðstöðinni Sléttunni við Sléttuveg í Reykjavík. Við Skógarveg rísa tvö ný fjölbýlishús með 87 íbúðum sem eru hluti af lífsgæðakjörnum Sjómannadagsráðs, Naustavarar og Hrafnistu.

Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík voru viðstaddir þegar að Guðbjörn Guðjónsson gröfumaður hjá undirverktaka Þarfaþings tók fyrstu skóflustunguna vegna framkvæmdanna sl. föstudag að viðstöddum aðstandendum framkvæmdanna.

Uppbygging lífsgæðakjarnans er samstarfsverkefni Sjómannadagsráðs, Reykjavíkurborgar og ríkisins. Framkvæmdir annast Þarfaþing hf. sem skilar íbúðunum fullbúnum til Naustavarar og er ætlað að því verði lokið seinni hluta ársins 2024.

Sjómannadagsráð hefur þegar til útleigu í gegnum dótturfyrirtæki sitt, Naustavör, 60 íbúðir við Sléttuveg 27. Verða því alls 147 íbúðir fyrir þennan aldurshóp til útleigu í lífsgæðakjarnanum að framkvæmdum loknum. Gæði og búnaður íbúðanna verður sambærilegur og í núverandi íbúðum við Sléttuveg. Innangengt er úr öllum húsunum í þjónustumiðstöð á Sléttuvegi. Auk þess annast dótturfélagið Hrafnista rekstur hjúkrunarheimilis með 99 íbúðum auk þjónustumiðstöðvarinnar Sléttunnar sem er samstarfsverkefni með öðrum félagsmiðstöðvum eldri borgara í Reykjavík.

Hugmyndafræði lífsgæðakjarnans er fædd hjá Sjómannadagsráði og hefur þar verið í þróun í áratugi. Hún gengur út á að reka samhliða hjúkrunarheimili, leiguíbúðir og þjónustumiðstöðvar þar sem eldra fólki eru búnar aðstæður til að hámarka lífsgæði sín.

„Afar ánægjulegt er að geta með samhentu átaki Sjómannadagsráðs, Reykjavíkurborgar og ríkisins, stuðlað að jafn víðtækri uppbyggingu leiguíbúða fyrir aldraða. Framkvæmdin endurspeglar hvernig slíkt samstarf stuðlar að meiri lífsgæðum og hraðari uppbyggingu, fremur en að hver vinni í sínu horni,“ segir Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs og Naustavarar.

Nýjar íbúðir Naustavarar verða í tveimur samtengdum húsum við Skógarveg 4 og 10. Íbúðirnar eru ýmist tveggja eða þriggja herbergja á bilinu 54 til 90 fermetrar, en þrjár íbúðir verða um 120 fermetrar að stærð. Í íbúðunum er allt aðgengi gott og þær sérhannaðar með þarfir eldra fólks í huga. Hurðaop og gangar eru breiðari en gengur og gerist, einnig eru baðherbergi og eldhús sérhönnuð svo auðvelt sé að nota ýmiss konar stuðningstæki. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar um mitt árið 2024.

Undir báðum húsum verður ein stór bílageymsla þar sem stæði verða leigð út sérstaklega. Einnig verða útistæði við húsin og þar verða föst stæði einnig leigð út til íbúa með sama fyrirkomulagi og í leiguíbúðunum sem eru við Sléttuveg.

Meðfylgjandi eru tölvugerðar myndir af nýju húsunum, auk mynda frá athöfn sl. föstudag þegar tekin var skóflustunga við upphaf framkvæmdanna.

Frekari upplýsingar veita:

Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs. 775-0466 / This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs og Naustavarar. 892-1771 / This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Um Naustavör og Sjómannadagsráð:

Naustavör er óhagnaðardrifið leigufélag sem var stofnað árið 2001 í þeim tilgangi að byggja, og bjóða upp á sérútbúið húsnæði, með aðgengi að þjónustu og afþreyingu sem hentar sérstaklega vel fólki frá 60 ára aldri. Myndi félagið hagnað er honum varið í frekari uppbyggingu á aðstöðu og þjónustu en arður er ekki greiddur til eigenda. Naustavör er í eigu Sjómannadagsráðs og er eitt af helstu hlutverkum Sjómannadagsráðs að vera leiðandi í öldrunarþjónustu á landinu. Hjúkrunarheimili Hrafnistu eru einnig í eigu Sjómannadagsráðs og er gott samstarf á milli Naustavarar og Hrafnistu, enda eru allar leiguíbúðirnar í næsta nágrenni við Hrafnistuheimilin. Gott aðgengi er innanhúss á milli íbúðanna og hjúkrunarheimilanna.

Sjá einnig:www.naustavor.is og www.slettan.is

 

Lesa meira...

Föstudagsmolar 12. ágúst 2022 - Gestahöfundur er Rebekka Ingadóttir, forstöðumaður Hrafnistu Skógarbæ og Hrafnistu Boðaþingi

Lesa meira...

 

Sumarfríið á enda
Ég er nýkomin úr sumarfríi og mikið óskaplega var gott að fara í frí með fólkinu sínu og hlaða batteríin. Ég nefndi það við nokkra áður en ég fór í fríið að ég hafi aldrei verið jafn spennt að fara í frí eins og þetta sumarið. Ástæðan fyrir því tel ég vera sú að síðastliðinn vetur var krefjandi, erfiður, verkefni sem tengdust covid tóku auka orku frá okkur en mikið svakalega stóðum við okkur öll vel. Klapp á bakið til okkar allra. Ég náði svo sannarlega að hlaða batteríin í fríinu þar sem ég ferðaðist um landið með fjölskyldunni minni og dásamlegu vinum okkar. Ég var umvafin náttúrunni sem gefur manni orku og minnir mann sífellt á hvað við búum í stórkostlegu landi. Þegar þessi pistill fer í loftið er ég nýkomin úr gönguferð að Grænahrygg með vinkonuhópnum mínum frá því í menntaskóla. Svei mér þá ef þetta sumarfrí er ekki bara uppá 10 og ég vona að allir starfsmenn Hrafnistu hafi náð að hlaða batteríin eins og ég.

Lækna- og hjúkrunarnemar í sumarstörfum
Í sumar hef ég verið svo lánsöm að kynnast og vinna með lækna- og hjúkrunarnemum sem starfa í Skógarbæ og í Boðaþingi. Nemarnir koma til starfa eftir vorprófin og vinna ýmist með hjúkrunarfræðingum á vöktum eða með hjúkrunarfræðing á bakvakt, allt eftir því hvar þeir eru staddir í náminu. Margir af þessum nemum hafa unnið á heimilunum með skóla í vetur og þá unnið kvöld og helgarvaktir. Í sumar höfðu þeir tök á að vinna einnig dagvaktir og fá þannig aðra sýn á starfið þar sem að á daginn eru unnin fleiri rútínubundin verkefni. Þar sem ég vinn að öllu jafna bara á virkum dögum var ég því svo lánsöm að kynnast þeim betur þetta sumarið. Allt eru þetta harðduglegir nemar sem eiga eftir að standa sig vel í sínum störfum í framtíðinni. Þeir eru sjálfstæðir, sýna ábyrgð en um leið leita þeir til fagfólks og fá ráðleggingar þegar þess þarf. Það að koma í sumarstörf á Hrafnistu mun gefa nemunum mikið í lærdóms-bakpokann. Öll samskiptin við samstarfsfólk, íbúa, aðstandendur og aðra þjónustuþega Hrafnistu getur maður nefnilega ekki lært inni í skólastofu heldur er mikilvægt að læra í aðstæðunum. Ég hvet ykkur sem eruð að byrja í heilbrigðistengdu námi í haust að sækja um störf á Hrafnistu næsta sumar og fá þannig ómetanlega reynslu sem á eftir að reynast ykkur vel í framtíðinni.

Haustið og verkefnin framundan
Haustið er uppáhalds tíminn minn hvað varðar starfsárið á Hrafnistu. Allir koma úthvíldir eftir sumarfrí, nýjir starfsmenn bætast jafnvel við í hópinn okkar og allir til í allt einhvern veginn. Verkefnin framundan eru fjölbreytt og skemmtileg. Í Skógarbæ erum við að taka húsnæðið í gegn og erum strax farin að sjá mun. Skógarbær er gamalt húsnæði sem hefur ekki fengið nægt viðhald á síðustu árum og því eru verkefnin stór og mörg. Eitt skref í einu og þá komumst við einhvern tímann á leiðarenda.

Ég hlakka til að hitta ykkur öll, sólbrún, úthvíld og tilbúin í haustið sem mun vonandi færa okkur skemmtileg verkefni sem við vinnum saman. Svo fer að styttast í árshátíð……………það verður nú eitthvað.

Eigið góða helgi!

Rebekka Ingadóttir, forstöðumaður Hrafnistu Skógarbæ og Hrafnistu Boðaþingi.

Myndin sem fylgir molanum er tekin á Hvestu á Vestfjörðum í júlí.

 

Lesa meira...

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar færir sjúkraþjálfunardeild Hrafnistu Hraunvangi veglega gjöf

Lesa meira...

 

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur styrkt sjúkraþjálfunina á Hrafnistu Hraunvangi með nýjum æfingatækjum í mörg ár. Flest æfingartækin í tækjasalnum á Hraunvangi eru gjafir frá þeim.

Í byrjun júlí kíktu þeir félagar í heimsókn og gáfu sjúkraþjálfuninni rafknúið handa- og fótahjól sem er mjög góð viðbót við hjólin og æfingatækin sem þar eru. Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri.

Á seinni myndinni eru þeir Magnús Ingjaldsson formaður úthlutunarnefndar og Geir Hauksson fyrrverandi forseti Lionsklúbbs Hafnarfjarðar að prófa powerboard tæki sem þeir gáfu sjúkraþjálfuninni í nóvember 2020 en vegna þeirra takmarkana sem Covid leiddi af sér þá höfðu þeir félagar ekki fengið tækifæri til þess að prófa það fyrr. Með þeim á myndinni er Íris Huld Hákonardóttir, deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu í Hraunvangi.

Hrafnista Hraunvangi, íbúar, starfsfólk sjúkraþjálfunar sem og allir þeir sem nýta sér þau tæki sem Lionsklúbburinn hefur fært heimilinu þakkar þeim félögum kærlega fyrir ómetanlegar gjafir. Þær koma svo sannarlega að góðum notum, allan ársins hring.

 

Lesa meira...

Nýr deildarstjóri dagendurhæfingar Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Guðbjörg María Árnadóttir hefur verið ráðin deildarstjóri dagendurhæfingar á Hrafnistu í Laugarási.

Guðbjörg útskrifaðist með BA gráðu í félagsráðgjöf árið 2010 og með MA gráðu í félagsráðgjöf frá HÍ árið 2012. Hún lauk diplómanámi í öldrunarþjónustu frá HÍ árið 2019.

Guðbjörg hefur starfað sem félagsráðgjafi á Hrafnistu Laugarási frá árinu 2012. Hún hefur haldið utan um hvíldarinnlagnir og umsóknir dagendurhæfingar ásamt því að vera í inntökuteymi dagendurhæfingar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Púttmót Hrafnistu

Lesa meira...
Púttarar frá Hrafnistu í Hraunvangi og Laugarási mættust á skemmtilegu púttmóti í Laugarásnum. Veðrið var fínt fyrir spræka púttara og endaði mótið eins og vanalega með kaffisamsæti og verðlaunaafhendingu.
 
Úrslitin urðu Laugarásnum í vil þar sem púttmeistararnir í kvenna og karlaflokki koma bæði úr Laugarásnum.
 
Í karlaflokki var Stefán V. Pálsson sigurvegari, hann sigraði líka heildar keppnina.
 
Í kvennaflokki var sigurvegarinn Dýrleif Jónsdóttir.
 
Lesa meira...
 
Lesa meira...
 
Lesa meira...

Lesa meira...

Lesa meira...

Lesa meira...

Lesa meira...

Lesa meira...


 

Hrafnista Hraunvangi Hafnarfirði 45 ára

 

Á Sjómannadaginn þann 5. júní árið 1977, hóf Hrafnista Hraunvangi í Hafnarfirði sína starfsemi. Þann 29. júní sl. var haldið upp á tímamótin og íbúar og starfsfólk á Hrafnistu Hraunvangi gerðu sér glaðan dag meðal annars með því að njóta ljúfra tóna KK sem hélt tónleika í tilefni afmælisins.

Fjarðarfréttir litu við og mynduðu gleðina á Hrafnistu Hraunvangi - KK kitlaði hláturtaugar heimilisfólks á Hrafnistu

 

Lesa meira...

Síða 10 af 171

Til baka takki