Fréttasafn

Lionsklúbburinn Njörður færir Hrafnistu í Skógarbæ sturtustól að gjöf

Lesa meira...

Lionsklúbburinn Njörður færði Hrafnistu í Skógarbæ rafknúinn sturtustól í dag 15. apríl 2020. Þessi gjöf gerir starfsmönnum kleift að sinna veikustu íbúunum sem ekki hafa getu til að sitja stuðningslausir í sturtu og einnig er hægt að nota stólinn fyrir salernisferðir. Stóllinn er vel bólstraður og því fer afskaplega vel um íbúa í honum. Stólinn er hægt að hækka, lækka og stilla í þægilega vinnuhæð fyrir starfsmenn og skiptir það sköpum fyrir vinnuaðstöðu og líkamsbeitingu starfsmanna. Heimilið hefur ekki átt sambærilegan sturtustól og því erum við full af þakklæti fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Meðfylgjandi mynd var tekin í dag þegar félagar frá Lionsklúbbnum Nirði afhentu stólinn til Hrafnistu Skógabæjar þar sem Pétur Magnússon forstjóri, Rebekka Ingadóttir forstöðumaður og Lilja Dögg Vilbergsdóttir deildarstjóri iðju- og sjúkraþjálfunar tóku á móti gjöfinni.

 

Lesa meira...

Viðtal við Þuríði Ingibjörgu Elísdóttur forstöðumann Hrafnistuheimilanna í Reykjanesbæ

Lesa meira...

 

Í páskablaði Víkurfrétta var rætt við Þuríði Ingibjörgu Elísdóttur forstöðumann okkar á Hrafnistuheimilunum í Reykjanesbæ, Nesvöllum og Hlévangi. Þar talar Þuríður m.a. um okkar helstu áskorun þessa dagana, COVID-19 veiruna og mikilvægi þess að allir sýni samfélagslega ábyrgð ásamt því að svara nokkrum laufléttum spurningum frá Víkurfréttum.

Viðtalið við Þuríði má finna á blaðsíðu 56 í Víkurfréttum sem kom út 7. apríl sl.

Ennig má lesa það með því að smella HÉR

 

 

Lesa meira...

Lífið á Hrafnistuheimilunum vikuna 1. - 8. apríl 2020

Lesa meira...

 

Laugarás

Skemmtilegur viðburður átti sér stað á dögunum þegar hópur barna úr Laugaráshverfinu tók sig saman og mættu í garðinn á Hrafnistu Laugarási til að gleðja heimilisfólk með söng. Íbúar voru mjög ánægðir með heimsóknina og fylgdust með börnunum út um gluggann. Þar hefur ekki verið setið auðum höndum síðustu daga frekar en á öðrum Hrafnistuheimilum. Horft var m.a. á Djöflaeyjuna og spjallað um braggalífið í kjölfarið á meðan aðrir sátu og hlustuðu á sögu, gripu í liti og flettu gömlum ljósmyndum. Spilað var bingó og skálað í serrýtári. S.l. föstudag var haldinn hattadagur og í dag var haldinn gulur dagur.

Hraunvangur

Í Hraunvangi hafa síðustu dagar einnig verið fjölbreyttir. Sjúkra- og iðjuþjálfar eru uppi á hæðum með gönguþjálfanir, hjól og alls kyns æfingatæki, boccia, söng-og hreyfistundir, og ekki má gleyma leikfimi með Helenu sem nú er varpað upp á allar hæðir. Allt þetta gerir daginn heldur betur skemmtilegan og styrkir, bætir og kætir.

Dundað hefur verið við páskaföndur og sl. föstudag var þemað „Gulur dagur“ þar sem starfsfólk og íbúar voru hvattir tl að klæðast einhverju gulu í tilefni þess að páskarnir eru á næsta leyti. Eins og myndirnar bera með sér létu íbúar ekki sitt eftir liggja og skörtuðu fögrum gulum lit í tilefni dagsins. Ýmislegt var á döfinni eins og bingó, boccia, leikfimi og bíó og svo var að sjálfsögðu sherrý, Bailys og Lemonchello í boði með kaffinu í tilefni dagsins 

Boðaþing

Í Boðaþingi kepptu íbúar og starfsmenn í boccia og höfðu mikið gaman af. Farið er reglulega í göngutúra og láta íbúar mjög vel af því að fá fríska loftið í lungun þó svo kuldinn hafi bitið í kinnar. Einnig er mikið spilað, lesið og hjólað. Það er gaman að sjá hvað íbúar eru tilbúnir til að nýta sér tæknina og hún er meira að segja nýtt til að spjalla á milli hæða!

Skemmtilegt viðtal var tekið við Ingibjörgu Guðmundsdóttur sem býr hjá okkur á Hrafnistu í Boðaþingi. Viðtalið má lesa með því að smella HÉR

Nesvellir

Gleði, kærleikur og góðar samverustundir einkennir heimilislífið á Hrafnistu Nesvöllum.  Íbúar hafa nóg fyrir stafni alla daga við að spila, sauma, púsla, horfa á bíósýningar og spjalla um lífið og tilveruna. Stólaleikfimin er ávallt á sínum stað og á dögunum fór fram páskabingó.

Hlévangur

Bjórkvöld var haldið á dögunum á Hlévangi og var mikil ánægja með það á meðal íbúa. Þar voru sagðar skemmtisögur og brandarar. Búið er að páskaskreyta allt hátt og lágt og spilað var páskabingó þar sem í boði voru ýmiskonar vinningar.   

Ísafold

Á Ísafold er hreyfing stunduð á hverjum degi eins og á öllum Hrafnistuheimilinum. Katrín íþróttakennari stjórnaði m.a. spurningaleik það sem spurningarnar snérust um fjöll á Íslandi, Eystrarhorn, Keili, Hafnarfjall, Tindastól o.fl. Mikil þátttaka og virkni var á meðal íbúa í þessum leik og allir skemmta sér vel. Einn íbúi átti stórafmæli á dögunum og því var að sjálfsögðu fagnað með kökuveislu. Haldnar hafa verið söngstundir og skálað í sheerý. Þann 6. apríl fagnaði Hrafnista Ísafold sjö ára afmæli, þá gerðu íbúar og starfsfólk sér dagamun, dúkuðu upp borð og gæddu sér á kótilettum og ís í hádeginu. Síðan voru bakaðar vöfflur með kaffinu.

Skógarbær

Skógarbær nýtir vel DVD diska sem Sagafilm gaf heimilinu um daginn. Iðju- og sjúkraþjálfun flokkaði diskana og bjó til vídeóleigu í Félagsbæ. Íbúar geta farið yfir listann, hringt á videóleiguna og fengið myndina senda á sína deild. Á Hólabæ varð Mary Poppins fyrir valinu á meðan íbúar á Heiðabæ horfðu á Chaplin. Allaf er eitthvað í gangi, ýmist úti í góða veðrinu eða horft á bíó, föndrað, lesið og spjallað. Íbúar sem hafa átt afmæli í Skógarbæ hafa fengið sendan glaðning frá ættingjum í tilefni dagsins sem aðrir íbúar hafa einnig fengið að njóta.
Árlega kemur Lionsklúbburinn Engey í Skógarbæ og býður íbúum og aðstandendum þeirra í kaffi með öllu tilheyrandi. Þar sem nú ríkir heimsóknarbann gátu Engeyjarkonur ekki komið en í dag afhentu þær Katrín og Þórunn frá Lionsklúbbnum Engey íbúum á heimilinu páskaegg. Kærar þakkir til ykkar Engeyjarkonur fyrir hönd íbúa í Skógarbæ.

 

Starfsfólk á Hrafnistuheimilunum nýtir tæknina og aðstoðar íbúa við myndsímtöl og erum við á Hrafnistu ákaflega þakklát fyrir þær gjafir sem okkur hafa borist sem gera það kleift að íbúa okkar ná sambandi við sína aðstandendur í gegnum myndsímtöl.

Við erum ótrúlega þakklát fyrir alla þá sem hafa hjálpað okkur að gera síðustu vikur fjölbreyttar og skemmtilegar.  Undanfarið höfum við á Hrafnistuheimilunum fengið mikið af gjöfum frá fyrirtækjum og félagasamtökum. Það er hreint magnað að upplifa hvað margir hugsa hlýtt til okkar þessa dagana og fyrir allan þennan hlýhug erum við mjög þakklát.

Dæmi um þá glaðninga sem okkur hafa borist á undanförum vikum og dögum má sjá á þessum lista hér fyrir neðan og er þessi listi alls ekki tæmandi...

Ís frá Emmesís
Ís frá Kjörís
Æðibitar og Hraunbitar frá Góu
Flatkökur frá HP kökugerð
Skyrkaka frá Ásbirni Ólafssyni
Alls konar drykkjarföng frá CCEP
Söngur frá sönghópnum Lóunum
Páskaeggjabrot frá Nóa Sirius
Súkkulaðikúlur frá Omnom
Prins Polo frá Innnes
Söngur frá Stefáni Helga í Elligleði
Snakk frá Stjörnusnakk
Þristur frá Sambo
Páskaöl frá Ölgerðinni
Sælgæti frá Freyju
Handáburður frá Distica
Frá Samherja fengu öll Hrafnistuheimilin DVD diska með upptöku af Fiskideginum á Dalvík frá árunum 2014-2019.

 

Kærar þakkir til ykkar allra.

 

Lesa meira...

Gleðilegar páskakveðjur frá Hrafnistu!

Lesa meira...

 

Ágætu íbúar Hrafnistuheimilanna og aðstandendur,

 

Nú eru sannarlega óvenjulegir tímar í íslensku samfélagi, sem og heiminum öllum. Þetta eru aðstæður sem sjálfsagt enginn hefur búist við að upplifa.

Á Hrafnistuheimilunum átta búa um 800 manns í um fjórðungi hjúkrunarrýma á landinu og þar starfa alls um eitt þúsund og fimm hundruð manns.Ykkur til upplýsinga vildum við segja frá því að íhópi starfsliðs Hrafnistu hafa nú rúmlega 100 einstaklingar farið í sóttkví frá upphafi faraldursins en aðeins tveir reynst smitaðir, sem betur fer. Enn hefur enginn íbúi greinst smitaður af veirunni og óska þess allir heitt og innilega að svo verði áfram. Á heimilunum er fylgt skýrum verkferlum og viðbrögðum með tilliti til veirunnar enda eru nær allir íbúar í áhættuhópi og markvisst ferli fer í gang um leið og einhver íbúi sýnir möguleg einkenni. Neyðarstjórn Hrafnistu fundar daglega á fjarfundi um stöðu mála. Þessar aðstæður kalla á mikilar breytingar í daglegu lífi íbúanna okkar eins og þið þekkið.

Undanfarið höfum við á Hrafnistuheimilunum verið að fá mikið af gjöfum frá fyrirtækjum og félagasamtökum. Það er hreint magnað að upplifa hvað margir hugsa hlýtt til okkar þessa dagana og fyrir allan þennan hlýhug erum við mjög þakklát.

Hér neðar á síðunni má nálgast nýtt eintak að Hrafnistubréfinu. Hrafnistubréfið er fréttablað Hrafnistu sem er í A4 broti og er gefið út tvisvar á ári í 2.500 eintökum. Auk þess að vera dreift til heimilismanna allra Hrafnistuheimilanna fer það um víðan völl í samfélaginu; til annarra hjúkrunarheimila, alþingismanna, sveitarstjórnarfólks og fleiri. Blaðið er með hefðbundnu sniði en óvenju efnismikið enda mikið búið að vera að gerast hjá okkur á Hrafnistu síðustu mánuði.

Sjálfsagt hefur sjaldan eða aldrei verið mikilvægara að gefa út blaðið. Með því að senda ykkur blaðið sem viðhengi í tölvupósti viljum við tryggja að það berist til ykkar allra, en ljóst er að hefðbundin dreifing verður brösuleg í þetta skiptið.

Hrafnistubréfið gefur aðeins innsýn í hið fjölbreytta starf sem er í gangi á Hrafnistuheimilunum. Við hvetjum ykkur svo til að skoða facebook-síður sem hvert Hrafnistuheimili hefur komið upp en þar er að finna nær daglegar fréttir úr starfinu og daglegu lífi.

Að lokum viljum við nota þetta tækifæri og óska ykkur öllum - íbúum, aðstandendum og góðvinum Hrafnistu og fjölskyldum þeirra, gleðilegrar páskahátíðar í þessum óvenjulegu aðstæðum sem nú rýkja í samfélaginu!

 

Starfsfólk Hrafnistuheimilanna

 

Hrafnistubréfið 1. tbl. 47. árg. apríl 2020 - smelltu til að skoða

 

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Báruhrauni Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Sigurður Ýmir Sigurjónsson hefur verið ráðinn aðstoðardeildarstjóri á Báruhrauni. Um er að ræða afleysingastöðu í rúmlega ár en Sigurður mun hefja störf þann 20. maí nk.

Sigurður mun útskrifast sem hjúkrunarfræðingur frá HÍ í vor, hann hefur unnið með skóla á Báruhrauni og síðustu tvö ár einnig á Bráðamóttöku LSH. Hann er einnig formaður Curators, félags hjúkrunarnema og hefur sinnt mikið ýmsum félagsstörfum.

Við bjóðum Sigurð velkominn í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Hluti deildar á Hrafnistu í Hafnarfirði sett í sóttkví

Lesa meira...

 

Einni deildareiningu með tuttugu og tveimur íbúum á Hrafnistu í Hafnarfirði hefur verið lokað í forvarnarskyni og sett í sóttkví í kjölfar þess að starfsmaður deildarinnar greindist með kórónuveiruna um helgina. Á heimilinu eru um tvö hundruð íbúar og hefur enginn þeirra veikst, né heldur á öðrum heimilum Hrafnistu sem eru átta talsins. Að óbreyttu verður deildin í Hafnarfirði í sóttkví til og með nk. fimmtudags, 9. apríl, og hefur öllum aðstandendum verið gert viðvart. Þann 20. mars greindist starfsmaður Hrafnistu í Laugarási smitaður og var þá gripið til sambærilegra aðgerða og nú hefur verið gert í Hafnarfirði.

Síðastliðinn föstudag, 3. apríl, gerði Hrafnista sérstaka deild tilbúna í forvarnarskyni til móttöku á íbúum sem reynast smitaðir af COVID-19. Deildin, sem staðsett er á Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík, er ætluð íbúum á öllum Hrafnistuheimilunum sex á höfuðborgarsvæðinu. Verið er að gera sambærilega deild tilbúna á Hrafnistuheimilunum tveimur í Reykjanesbæ. Rétt er að árétta að enginn íbúi hjá Hrafnistu hefur smitast, aðeins tveir starfsmenn af um 1.500 sem starfa hjá Hrafnistu.

Reykjavík 6. apríl 2020,

Neyðarstjórn Hrafnistuheimilanna.

 

Lesa meira...

Sérstök deild tilbúin fyrir COVID-19 smitaða á Hrafnistu

Lesa meira...

Hrafnista hefur í forvarnarskyni gert sérstaka deild tilbúna til móttöku á íbúum sem reynast smitaðir af COVID-19. Deildin, sem staðsett er á nýju heimili Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík, er ætluð íbúum á öllum Hrafnistuheimilunum sex á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Hrafnista í Reykjanesbæ er langt komin með að undirbúa sambærilega aðstöðu fyrir Nesvelli og Hlévang. Á heimilunum átta búa um 800 manns í um fjórðungi hjúkrunarrýma á landinu og þar starfa alls um eitt þúsund og fimm hundruð manns.

Í hópi starfsliðs Hrafnistu hafa 92 einstaklingar farið í sóttkví frá upphafi faraldursins og einn reynst smitaður. Enn hefur enginn íbúi greinst smitaður af veirunni. Á heimilunum er fylgt skýrum verkferlum og viðbrögðum með tilliti til veirunnar enda eru nær allir íbúar í áhættuhópi. Neyðarstjórn Hrafnistu fundar daglega á fjarfundi um stöðu mála.

Komi til þess að íbúi á einhverju Hrafnistuheimilanna á höfuðborgarsvæðinu greinist smitaður af COVID-19 verður viðkomandi fluttur á deildina við Sléttuveg þar sem hann mun fá viðeigandi þjónustu meðan á veikindum stendur. Deildin sem er á jarðhæð, er með þrjá innganga meðal annars sérstakan inngang fyrir starfsfólk þar sem er að finna sérstökt rými til að klæðast hlífðarfatnaði. Á deildinni eru 11 rúmgóð einstaklingsherbergi með salerni og baði, en hægt væri að setja fleiri inn á deildina ef svo bæri undir. Hrafnista vonast þó til að aldrei þurfi að nota deildina í þessu skyni.

Ráðstöfunin hefur verið kynnt fyrir íbúum og aðstandendum sem hafa tekið mjög jákvætt í málið auk þess sem verið er að efla bakvarðarsveit heimilanna í forvarnarskyni komi til þess að fleiri í hópi starfsmanna þurfi að sæta sóttkví. Með það að leiðarljósi hefur aðstandendum m.a. verið boðið að skrá sig í bakvarðarsveitina og hafa viðbrögð í þeim hópi farið fram úr björtustu vonum. Sem stendur er þó ekki gert ráð fyrir að kalla þurfi til aðstandendur, en komi til þess munu viðkomandi starfa á öðrum heimilum en þeim sem nánustu skyldmenni búa.

 

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri sjúkra- og iðjuþjálfunar á Hrafnistu Sléttuvegi

Lesa meira...

 

María Ósk Albertsdóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri sjúkra- og iðjuþjálfunar á Hrafnistu Sléttuvegi frá maí 2020. María Ósk útskrifaðist með BSc gráðu í iðjuþjálfun frá Ergoterapiskolen í Kaupmannahöfn sumarið 2009. Hún hefur starfað sem iðjuþjálfi innan öldrunar síðan 2013 og á Hrafnistu við Hraunvang í tæp 3 ár. Síðan þá hefur hún starfað m.a. á Landakoti, öldrunarheimili í Danmörku og nú síðast sem forstöðumaður dagdvalar á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. María Ósk hefur sótt margar ráðstefnur og námskeið í tengslum öldrunarþjónustu, m.a. við Háskólann í Odense í „Öldrun og heilabilun“.

Við bjóðum Maríu hjartanlega velkomna til liðs við okkur á Hrafnistu Sléttuvegi og í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

 

Lesa meira...

Gáfu öllum átta hundrað íbúum Hrafnistuheimilanna páskaegg

Lesa meira...

 

Sjónvarpsþátturinn Lífið er lag, sem sýndur er á Hringbraut, fjallar um stöðu, hagsmuni og framtíðarsýn eldra fólks á Íslandi. Aðstandendur þáttarins komu í vikunni færandi hendi til Hrafnistu með um átta hundruð Góupáskaegg að gjöf handa öllum íbúum Hrafnistuheimilanna sem búsettir eru á átta heimilum sem Hrafnista starfrækir á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ.

Að sögn Sigurðar K. Kolbeinssonar þáttastjórnanda er gjöfin framlag þáttarins til íbúanna sem um þessar mundir geta því miður ekki þegið heimsóknir frá aðstandendum á meðan faraldur Covid-19 veirunnar gengur yfir. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir gjöfina góðan vitnisburð um þann samhug og hlýju sem einstaklingar og fyrirtæki sýna þessa dagana í garð ýmissa þjóðfélagshópa, ekki síst aldraðra á hjúkrunarheimilum, þar sem tónlistarfólk hefur einnig komið saman fyrir utan hjúkrunarheimili um allt land til að syngja fyrir íbúa.

Meðfylgjandi mynd var tekin í nýrri þjónustubyggingu Sjómannadagsráðs við Sléttuveg þegar Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna veitti gjöfinni viðtöku. Hrafnista starfrækir um 25% hjúkrunarrýma á landinu og starfa þar um 1500 manns.

 

 

Lesa meira...

Síða 13 af 139

Til baka takki