Fréttasafn

Árlegur haustfagnaður á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Árlegur haustfagnaður Hrafnistu í Laugarási var haldinn í gærkvöldi, fimmtudaginn 6. október. Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs bauð gesti velkomna og vinir Ragga Bjarna sáu um að skemmta gestum og héldu uppi miklu fjöri. Matreiðslumenn hlutu einróma lof fyrir veislumatinn en venju samkvæmt var boðið upp á kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi.  

 

Lesa meira...

Bleikur október á Hrafnistu Nesvöllum

Lesa meira...

Þessa dagana eru Hrafnistuheimilin á fullu að klæðast bleikum skrúða í tilefni af bleikum október. Eins og sést á meðfylgjandi myndum voru teknar á Hrafnistu Nesvöllum í dag.

Heimsóknarhundur Rauða krossins hún Myrra kom og heimsótti íbúa á 1. hæðinni í dag og vakti mikla gleði og kátínu á meðal íbúa. Þessi litli félagslyndi hundur lætur engan framhjá sér fara og þarf að heilsa öllum persónulega. Náði hún að bræða nokkur hjörtu, meira segja hjá þeim sem sögðust ekkert hrifnir af hundum. 

 

Lesa meira...

100 ára píanósnillingur á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Ásdís Ríkharðsdóttir, 100 ára íbúi á Hrafnistu í Hafnarfirði lætur ekki deigan síga þrátt fyrir háan aldur, því hún spilar á píanó alla daga inn í herbergi hjá sér. Vinkona hennar kíkir í heimsókn í hverri viku en þá syngur hún og Ásdís spilar undir hjá henni. Ásdís kenndi á píanó til margra ára og býr að því enn í dag. 

Vísir leit við hjá Ásdísi 100 ára píanósnillingur á Hrafnistu

 

 

Lesa meira...

Árlegur haustfagnaður á Hrafnistu Nesvöllum í hádeginu í dag

Lesa meira...

Hin árlega haustgleði íbúa og aðstandenda var haldin í hádeginu á Nesvöllum í dag.

Boðið var upp á þjóðarrétt Hrafnistu, kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi og súkkulaði mousse í eftirrétt ásamt kaffi, Sherry og Baileys. Guðrún Árný söngkona söng sig inn í hjörtu allra viðstaddra með sínum undurfagra söng og undirspili og margir tóku undir í söngnum. Þetta var dásamleg samverustund og gaman hve margir aðstandendur gátu verið með okkur í gleðinni.

 

Lesa meira...

Þjónustukönnun meðal íbúa og aðstandenda Hrafnistuheimilanna og viðhorfskönnun meðal þjóðarinnar

Lesa meira...

 

Síðastliðið vor framkvæmdi Hrafnista viðamikla þjónustukönnun á meðal íbúa og aðstandenda í samstarfi við Prósent sem er þekkingarfyrirtæki á sviði markaðsrannsókna. Könnunin meðal íbúa var framkvæmd með einkaviðtölum og var þátttaka tæp 90% af úrtakinu. Könnunin meðal aðstandenda fór fram með netkönnun sem send var í tölvupósti og var svarhlutfall 48% af úrtakinu. Að auki var framkvæmd viðhorfskönnun meðal þjóðarinnar um viðhorf þeirra til hjúkrunarheimila og heilbrigðismála þeim tengt sem fór fram með netkönnun. Tilgangurinn með þjónustukönnunni var að gefa stjórnendum og starfsmönnum Hrafnistu innsýn í líðan og upplifun íbúa Hrafnistuheimilanna til þess að geta séð hvað vel er gert og hvað megi gera betur. Auk þess að fá fram viðhorf aðstandenda og almennings til hjúkrunarheimila og þeirrar þjónustu sem þar er veitt. Álíka viðamikil viðhorfs- og þjónustukönnun hefur ekki áður verið gerð á hjúkrunarheimilum hér á landi og eru þær upplýsingar sem fengust með henni mjög mikilvægar í gæða- og umbótastarfi Hrafnistu. 

Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að um helmingur almennings sem tók þátt í könnuninni var mjög eða frekar jákvæður gagnvart hjúkrunarheimilum Hrafnistu og eru þær niðurstöður í samræmi við viðhorf almennings til annarra hjúkrunarheimila sem komu að framkvæmd könnunarinnar. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar telur almenningur að ríkið þurfi að standa sig betur þegar kemur að málefnum hjúkrunarheimila og að auka þurfi fjárframlög til þeirra.

Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að íbúar á Hrafnistuheimilunum séu almennt ánægðir með hjúkrunarheimilið sem þeir búa á og meta lífsgæði sín betri á hjúkrunarheimilinu en ef þeir byggju enn heima og er það einnig upplifun aðstandenda. Íbúar Hrafnistu upplifa öryggi á heimilinu, umhyggju frá starfsfólki og að þörfum þeirra sé mætt.

Þetta eru mjög ánægjulegar niðurstöður og hvetjandi fyrir stjórnendur og starfsfólk Hrafnistuheimilanna. Niðurstöður þjónustukönnunarinnar gefa okkur einnig upplýsingar um það hvað má gera betur í þjónustu á Hrafnistuheimilunum og verða niðurstöðurnar nýttar í umbótastarfi á Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Sumarauki í september

Lesa meira...

 

Það hefur heldur betur viðrað vel síðustu daga og hefur þessi sumarauki í september verið vel nýttur hér utandyra hjá okkur á Hrafnistuheimilunum og starfið verið meira og minna flutt út undir beran himinn. Íbúar á Hrafnistu í Skógarbæ huguðu að kartöfluuppskeru á meðan aðrir stunduðu stólaleikfimi, fóru í göngutúra, skelltu sér í dansleikfimi, spiluðu Kubb eða bara nutu þess að vera úti í góða veðrinu.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistuheimilunum þessa síðsumars blíðviðrisdaga.

 

Lesa meira...

Síða 12 af 175

Til baka takki