Fréttasafn

Beiersdorf AG færir Hrafnistu veglega gjöf

 

Þessa dagana er verið að dreifa til starfsmanna Hrafnistu NIVEA kremi sem Hrafnistu hefur borist en það er fyrirtækið Beiersdorf AG sem er að færa öllu starfsfólki Hrafnistu, um 1500 talsins, þessa gjöf. Beiersdorf AG er þekktast fyrir vörumerki sín í húðvörum og sjampói, m.a. undir merkjum NIVEA.

Í sumar gaf fyrirtækið Hrafnistu veglega peningagjöf sem nýtt var til tækjakaupa.

Beiersdorf á Íslandi er í 100% eigu móðurfélagsins í Þýskalandi, Beiersdorf AG. Saga félagsins nær aftur til ársins 1882 í Þýskalandi en útibú þeirra var opnað hérlendis árið 2005.

Saga Beiersdorf og NIVEA á Íslandi er þó mun lengri og byrjaði sannarlega árið 1907.

Hrafnista og starfsfólk Hrafnistu þakkar Beiersdorf af heilum hug fyrir höfðinglegar gjafir sem koma svo sannarlega til með nýtast vel í okkar starfsemi og gleðja okkar starfsfólk.

 
Lesa meira...

Starfsfólk á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hraunvangi býður íbúum deildarinnar í árlegt jólakaffi

 

Árlegt jólakaffi á Sjávar- og Ægishrauni, Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, fór fram í dag en síðastliðin fimm ár hefur starfsfólkið á Sjávar- og Ægishrauni haldið jólakaffi fyrir íbúa deildarinnar. Allt starfsfólk deildarinnar leggur hönd á plóg og útbýr ýmiskonar kræsingar til að setja á sameiginlegt kaffihlaðborð og eldhúsið á Hrafnistu útbýr heitt súkkulaði og rjóma ofan í mannskapinn.

Jólakaffið var haldið með breyttu sniði í ár. Halda þurfti boðið á nýjum stað og borðsalnum var hólfaskipt samkvæmt settum sóttvarnar reglum. Ekki var hægt að fá utanaðkomandi aðila til að syngja og skemmta að þessu sinni eins og áður hefur verið en starfsmaður á deildinni tók að sér að syngja nokkur jólalög þar á meðal Heims um ból þar sem allir tóku vel undir í söng.

Það var því sannarlega hátíðarbragur yfir öllu á Sjávar- og Ægishrauni í dag og íbúar og starfsfólk voru að vonum ánægð með samveru dagsins.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í jólakaffinu í dag.

Lesa meira...

Heimsóknarreglur Hrafnistu haldast óbreyttar til og með 9. desember

 

Ágætu íbúar og aðstandendur,

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur ákveðið að framlengja gildandi heimsóknarreglur eins og þær hafa verið síðustu vikur. Samfélagið er enn á viðkvæmu stigi í faraldrinum og því verður ekki rýmkað að þessu sinni. Eins og ávallt horfir Neyðarstjórn Hrafnistu til stöðunnar almennt í samfélaginu hvað fjölda covid smita varðar, sem og þeirra reglna sem í gildi eru á hverjum tíma. Neðangreindar reglur munu því gilda áfram til og með 9. desember næstkomandi.

Upplýsingar um heimsóknartíma veitir hvert heimili fyrir sig.

 • Aðeins einn gesturhefur leyfi til að heimsækja hvern íbúa tvisvar sinnum 2.des-9.des.
 • Munið að spritta hendur við komu og áður en þið yfirgefið heimilið.
 • Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska). Óheimilt er að koma með taugrímu.
 • Vinsamlega hafið grímuna á ykkur allan tímann á meðan heimsókn stendur.
 • Vinsamlega farið beint inn á herbergi íbúa, ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi þá biðjið þið starfsfólk að sækja hann, ekki gera það sjálf.
 • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa.
 • Undanþága frá þessu er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar.
 • Börn undir 18 ára hafa ekki leyfi til að koma í heimsókn.
 • Heimilt er að fara með íbúa út í göngutúr í nærumhverfi á meðan heimsókn stendur.
 • Ekki er heimilt að fara í bíltúr eða heimsókn með heimsóknargesti sínum.
 • Starfsfólki Hrafnistu ber skv. lögum að tilkynna brot á sóttvarnarlögum til lögreglu ef þeir verða varir við slík brot.

Vinsamlega EKKI koma inn á Hrafnistu ef:

 • Þú ert í sóttkví eða einangrun
 • Þú bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku
 • Þú ert með flensulík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
 • Þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.

Kæra þakkir fyrir samstöðuna.

Með vinsemd og virðingu,

Neyðarstjórn Hrafnistu*

 

 Neyðarstjórn Hrafnistu sitja aðilar úr Framkvæmdaráði Hrafnistu. Kallað er eftir ráðgjöf frá sérfræðingum og fleiri aðilum sem sitja fundi Neyðarstjórnar ef þörf þykir hverju sinni. Netfang neyðarstjórnar er neydarstjorn@hrafnista.is

 

 

Lesa meira...

Verkefni um þakklæti og smákökubakstur

 

Undanfarið hafa íbúar á Hrafnistu Hraunvangi unnið að skemmtilegu verkefni sem fólst í því að klippa út laufblöð og skrifa niður það sem þau vildu þakka fyrir. Verkefnið var svo hengt upp á hverri deild. Útkoman er mjög skemmtileg og lífgar upp á andann.

Íbúar á Hrafnistu Nesvöllum héldu áfram smákökubakstri í gær og bökunarilmur barst um allt hús.

 

Lesa meira...

Aðventuvagn Þjóðleikhússins með jólaskemmtun á Hrafnistu Skógarbæ

 

„Aðventuvagn Þjóðleikhússins“ er verkefni sem hópur listamanna í Þjóðleikhúsinu fór af stað með í gær og mun hópurinn ferðast á milli staða næstu vikur. Keyrt er um á sérútbúnum bíl og heimsóttir eru staðir þar sem fólk býr við einangrun vegna faraldursins. Bílnum er lagt fyrir utan, hann opnaður og honum breytt í leiksvið.

Aðventuvagninn heimsótti Hrafnistu Skógarbæ í gær og leikarar sungu jólalög og lásu vísur í anda jólanna. Þeir íbúar sem höfðu tök á nutu skemmtunarinnar með því að bregða sér út í garð eða út á svalir, aðrir horfðu á viðburðinn í gegnum sjónvörp en streymt var frá viðburðinum inn á deildar. Boðið var upp á heitt súkkulaði og nýbakaðar smákökur.  

Íbúar og starfsfólk Hrafnistu í Skógarbæ þakka leikhópnum kærlega fyrir frábæra skemmtun.

 

RÚV var á staðnum - fréttaskot

 

Lesa meira...

Hanna Emelita 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Fv. Oddgeir, Hanna, Ólafur og María Fjóla.

 

Hanna Emelita, starfsmaður í eldhúsi Hrafnistu í Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Oddgeir Reynisson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Hanna Emelita, Ólafur Haukur yfirmaður eldhúsa og María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistuheimilanna.

 

Lesa meira...

Heimsóknarreglur Hrafnistu haldast óbreyttar til 2. desember

 

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur ákveðið að halda skipulagi heimsóknartíma áfram óbreyttu fyrir aðstandendur til miðvikudagsins 2. desember.

HÉR má lesa bréfið sem sent hefur verið út til íbúa og aðstandenda.

 

Ágætu íbúar og aðstandendur,

Eins og ávallt horfir Neyðarstjórn Hrafnistu til stöðunnar almennt í samfélaginu hvað fjölda covid smita varðar, sem og þeirra reglna sem í gildi eru á hverjum tíma. Reglugerð heilbrigðisráðherra sem nú ríkir í samfélaginu um takmarkanir gildir til 1. desember næstkomandi og vonandi verða þær rýmkaðar í framhaldinu. Það sama á við um heimsóknarreglur inn á heimili Hrafnistu en Neyðarstjórn Hrafnistu bindur miklar vonir við að í byrjun desember verði hægt að rýmka þær reglur sem nú eru í gildi, þannig að við getum betur notið aðventunnar sem senn gengur í garð. Neðangreindar reglur munu því gilda áfram til og með 2. desember næstkomandi.

Upplýsingar um heimsóknartíma veitir hvert heimili fyrir sig.

 • Aðeins einn gestur hefur leyfi til að heimsækja hvern íbúa tvisvar sinnum 25. nóvember - 2. desember.
 • Munið að spritta hendur við komu og áður en þið yfirgefið heimilið.
 • Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska). Óheimilt er að koma með taugrímu.
 • Vinsamlega hafið grímuna á ykkur allan tímann á meðan heimsókn stendur.
 • Vinsamlega farið beint inn á herbergi íbúa, ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi þá biðjið þið starfsfólk að sækja hann, ekki gera það sjálf.
 • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa.
 • Undanþága frá þessu er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar.
 • Börn undir 18 ára hafa ekki leyfi til að koma í heimsókn.
 • Heimilt er að fara með íbúa út í göngutúr í nærumhverfi á meðan heimsókn stendur.
 • Ekki er heimilt að fara í bíltúr eða heimsókn með heimsóknargesti sínum.

Vinsamlega EKKI koma inn á Hrafnistu ef:

 • Þú ert í sóttkví eða einangrun
 • Þú bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku
 • Þú ert með flensulík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
 • Þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.

Kæra þakkir fyrir samstöðuna.

Með vinsemd og virðingu,

Neyðarstjórn Hrafnistu*

 

 

 Neyðarstjórn Hrafnistu sitja aðilar úr Framkvæmdaráði Hrafnistu. Kallað er eftir ráðgjöf frá sérfræðingum og fleiri aðilum sem sitja fundi Neyðarstjórnar ef þörf þykir hverju sinni. Netfang neyðarstjórnar er neydarstjorn@hrafnista.is

 

 

Lesa meira...

Viðey dagþjálfun Hrafnistu Laugarási hefur nú opnað jólabasar og rennur allur ágóði til afþreyingasjóðs Viðeyjar.

 

Viðey dagþjálfun á Hrafnistu í Laugarási tók til starfa 6. maí 2019 og er ætluð fyrir einstaklinga með heilabilun. Deildin er með leyfi fyrir 30 einstaklinga á degi hverjum. Tilgangurinn með dagþjálfun er að styðja fólk til þess að geta búið sem lengst heima, viðhalda og/eða auka færni, rjúfa félagslega einangrun og létta undir með aðstandendum.

Dagþjálfun felst m.a. í samverustundum, þar sem boðið er upp á upplestur, söng, félagsstarf ýmis konar, göngutúra, leikfimisæfingar, handavinnu og máltíðir svo að eitthvað sé nefnt. 

Svona verslar þú: 

1. Farðu inn á facebook síðu Viðey dagþjálfun - jólabasar

2. Skoðaðu myndirnar, þar sérðu hlutina, númer þeirra og verð.

3. Skrifaðu ummæli við mynd af því sem þú vilt kaupa og taktu númerið fram, t.d. "Ég vil kaupa nr. 1." Hluturinn er frátekinn fyrir þann sem fyrst skrifar ummæli.

4. Leggðu heildarupphæð hlutanna sem þú valdir inn á bankareikninginn: 545-26-4570 Kt: 640169-7539

5. Sækja þarf pantanir en tímasetning og nánara fyrirkomulag verður kynnt síðar.

Ef þú ert í vafa skaltu senda okkur skilaboð eða hringja í síma 693-9531.

 

Lesa meira...

Smákökubakstur fyrir jólin og aðrar gæðastundir

 

Þessa dagana fer smákökubakstur fram á Hrafnistuheimilunum. Í gær var bakað á Hrafnistu Nesvöllum og á næstu dögum fer félagsstarfið á milli deilda og bakar með íbúum fyrir jólin.  Heimilin fyllast af dásamlegum smáköku ilm og mikil gleði er við baksturinn. Þess á milli njóta íbúar þess að vera saman og ýmislegt er fundið sér til dundurs eins og myndirnar sýna sem teknar voru á Hrafnistu Nesvöllum á dögunum.

 

Lesa meira...

Síða 12 af 153

Til baka takki