Fréttasafn

Nýr deildarstjóri iðjuþjálfunar hjá Hrafnistu Nesvöllum og Hlévangi

 

Kristín Thomsen hefur verið ráðin deildarstjóri iðjuþjálfunar hjá Hrafnistu Nesvöllum og Hlévangi og mun hún hefja störf 2. janúar 2021. Kristín útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá Háskólanum á Akureyri árið 2014. Hún lauk viðbótardiplómanámi í öldrunarþjónustu frá Háskóla Íslands árið 2018.

Kristín starfaði sem iðjuþjálfi í dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma frá útskrift og fram til ársins 2016 en þá hóf hún störf sem iðjuþjálfi hjá Hrafnistu Hraunvangi og starfar þar enn.

Starfsfólk á Hrafnistu Nesvöllum og Hlévangi bjóða Kristínu innilega velkomna til starfa og þakka Erlu Durr Magnúsdóttur, fráfarandi deildarstjóra fyrir samstarfioð og óska henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

 

Lesa meira...

Nýjar heimsóknarreglur Hrafnistu taka gildi 3. október 2020

 

Neyðarstjórn Hrafnistu fundaði í morgun vegna vaxandi fjölda COVID-19 smita í samfélaginu. Ákveðið var að herða enn reglurnar, helstu breytingar eru:

  • Það má aðeins einn gestur koma til hvers íbúa, alltaf sá sami.
  • Biðlað er til einstaklinga á aldrinum18-29 ára að koma ekki í heimsókn, vegna vaxandi fjölda smita í þeim aldurshópi.
  • Biðlað er til gesta að koma sjaldnar í heimsókn, helst ekki oftar en 2 sinnum í viku.
  • Gestir mega alls ekki koma í heimsókn nema þeir séu með maska.

Nýju reglunar taka strax gildi.

 

HÉR má lesa bréfið sem sent hefur verið út til íbúa og aðstandenda.

 

 

Lesa meira...

Staðfest kórónuveirusmit á Hrafnistu Ísafold

default
Lesa meira...

 

Í kvöld, föstudaginn 2. október, var staðfest COVID-19 smit hjá íbúa á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ. Í samræmi við verkferla Hrafnistu er ræst ákveðið viðbúnaðarstig þegar staðfest er um smit hjá íbúum eða starfsfólki. Unnið er eftir verklagi neyðarstjórnar Hrafnistu sem er á vakt allan sólarhringinn í tilfellum sem þessum til að tryggja sem best gæði og öryggi íbúa og starfsmanna. Ísafold hefur nú verið lokað og eru allir íbúar heimilisins í sóttkví á meðan unnið er að nánari greiningu. Hrafnista vinnur nú með rakningarteymi Almannavarna að því að stöðva frekari smitútbreiðslu.

 

Virðingarfyllst,

Neyðarstjórn Hrafnistu

 

Lesa meira...

Öldrunarráð Íslands óskar eftir tilnefningum til viðurkenningar Öldrunarráðs.

Lesa meira...

 

Öldrunarráð Íslands óskar eftir tilnefningum til viðurkenningar Öldrunarráðs.

Frestur til að senda inn tilnefningar er til og með 4. október 2020 á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu Ísafold

 

Hið árlega sumargrill á Hrafnistu Ísafold hvar haldið miðvikudaginn 15. júlí. Að þessu sinni var ekki hægt að sitja úti í garði þar sem veðrið var frekar blautt en vel fór um alla innandyra.

Svenni spilaði á nikkuna undir borðhaldi og tvær ungar stúlkur héldu tónleika. Það voru þær Anna Katrín 19 ára fiðluleikari sem stundar nám við Listaháskóla Íslands og Helga Sigríður 16 ára píanóleikari sem stundar nám í Menntaskólanum í tónlist. Þær hafa mikið spilað verk eftir konur og fengu úthlutað hvatningastyrk frá Garðabæ til að halda tónleika saman í lok sumars. 

 

Lesa meira...

Rætt við Berthu Maríu Grímsdóttur Waagfjørd íbúa á Hrafnistu

Fyrr í sumar ræddi Vísir við Berthu Maríu Grímsdóttur Waagfjørd. En Bertha er 94 ára og býr á Hrafnistu.

Viðtal við Berthu á visir.is: 

Segist fegin að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili á tímum heimsfaraldurs

 

Segist fegin að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili á tímum heimsfaraldurs

Kona sem býr á Hrafnistu segist vera ánægð með að gengið sé langt í að tryggja öryggi heimilismanna á tímum heimsfaraldurs. Hún er fegin því að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili núna.

Heimsóknartími flestra hjúkrunarheimila hefur verið skertur í faraldri kórónuveirunnar.

Íbúi á Hrafnistu segist afar ánægð með að gengið sé svo langt í að tryggja öryggi heimilismanna.

„Mér finnst þetta alveg frábært ég get ekki fundið nokkurn skapaðan hlut að því. Það er bara verið að vernda okkur og það er okkur til góðs,“ Sagði hin 94 ára Bertha María Grímsdóttir Waagfjørd.

Hún segist heppin að búa á Hrafnistu - því þar er hún alla daga i kringum aðra heimilismenn. Byggi hún enn í heimahúsi hefði hún ekki eins mikinn félagsskap á þessum undarlegu tímum.

„Í þessu ástandi hefði ég verið mjög mikið ein en ég er aldrei ein hérna,“ sagði Bertha.

Starfsmaður segir að íbúar hafi veitt hvor öðrum félagsskap í ljósi þess að aðstandendur hafi ekki heimild til að koma á öllum tímum dagsins. Þeir hafi kennt hvor öðrum að spila, hekla og notið meiri tíma saman en ella.

Ástvinir Berthu koma reglulega til hennar og spjalla við hana í gegnum gluggann.

„Ég hef getað talað við þau í gegnum gler með síma og séð þau,“ sagði Bertha.

Bertha segir fólk hafa lært margt nýtt í faraldrinum. Til dæmis hafi tvítugur starfsmaður í aðhlynningu lært að setja rúllur í hárið á íbúum þegar hárgreiðslustofunni var lokað.

„Meira að segja einn ungur piltur og hann gerði þetta svo ljómandi vel. Ég spurði hann að því hvort hann myndi vilja setja rúllur í mig, það var ekkert mál,“ sagði Bertha.

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu Skógarbæ

 

Hið árlega sumargrill íbúa á Hrafnistu Skógarbæ var haldið í blíðskaparveðri þriðjudaginn 28. júlí. Íbúar og starfsfólk nutu þess að gæða sér á góðum mat undir harmonikkuleik. 

 

Lesa meira...

Síða 12 af 148

Til baka takki