Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Boðaþing LÍFSHLAUPS MEISTARAR Hrafnistu 2024!

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2023_Lfshlaups-meistarar-Hrafnistu-2024.jpeg

Í annað sinn á þremur árum fagnar Hrafnista Boðaþing sigri sem Lífshlaups meistarar Hrafnistu. Lífshlaupið er árlegt heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Vinnustaðakeppni í Lífshlaupinu stendur yfir í þrjár vikur í febrúar og hefur starfsfólk á Hrafnistuheimilunum ekki látið sitt eftir liggja. Stofnaðir hafa verið fjölmargir hreyfihópar innan Hrafnistu og heimilin hafa síðan keppt sín á milli um titilinn Lífshlaups meistarar Hrafnistu.

Keppnin var hörð að þessu sinni og sigurvegararnir frá í fyrra á Hrafnistu Skógarbæ börðust til síðasta blóðdropa og aðeins vantaði herslumun upp á að liðið héldi farandbikarnum áfram í Breiðholtinu. Skammt á eftir komu síðan Hrafnista Sléttuvegur og Hrafnista Ísafold. Tekið skal fram að öll heimilin stóðu sig frábærlega! Nöfn allra þátttakenda í Lífshlaupinu á Hrafnistu fóru síðan í pott og gat starfsfólk átt von á veglegum vinningum þegar dregið var af handahófi upp úr pottinum. Fjölmargir voru dregnir út og verða vinningar afhentir á næstu dögum.

Átakið lífgaði svo sannarlega upp á annars dimman febrúarmánuð og var stórkostlegt að fylgjast með frammistöðu starfsfólks.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar þátttakendur Hrafnistu í Boðaþingi (á myndina vantar fjölmargar kempur) tóku á móti farandbikarnum til varðveislu í eitt ár sem Lífshlaupsmeistarar Hrafnistu 2024.

Hrafnista óskar öllum þátttakendum til hamingju með frábæra frammistöðu!

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur