Hrafnista hefur tekið Bara tala íslenskukennslu appið í notkun fyrir starfsfólk sitt. Hjá Hrafnistu starfar stór og öflugur hópur starfsfólks með annað móðurmál en íslensku. Hrafnista leggur mikla áherslu á að styðja við starfsfólk sitt að læra íslensku og er Bara tala ætlað starfsfólki sem er á 1. og 2. stigi í íslenskukennslu á Hrafnistu. Með því að bæta appinu við er fjölbreytni aukin í íslenskukennslu og getur fólk lært íslensku hvar og hvenær sem er.
Bara tala byggir á gervigreind og íslenskri máltækni þar sem áhersla er lögð á framsögn, framburð, samtöl og orðaforða. Það er von okkar að appið nýtist fólki vel til að æfa sig í öruggu umhverfi þegar þeim sjálfum hentar.
Í appinu er bæði almennur og starfstengdur orðaforði sem styrkir starfsfólk og eykur hæfni þeirra, sjálfstraust og öryggi í starfi.
Á meðfylgjandi mynd eru þær Guðlaug D. Jónasdóttir og Auður Böðvarsdóttir mannauðsráðgjafar á Hrafnistu ásamt Guðmundi Auðunssyni og Jóni Gunnari Þórðarsyni frá Bara Tala.