Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Hrafnista Ísafold 10 ára

Í tilefni af 10 ára afmæli Ísafoldar hefur þessi vika verið viðburðarík á Ísafold. Á þriðjudaginn var haldið bocciamót og Hjördís Geirsdóttir kom í heimsókn og gladdi íbúa með söng. Á miðvikudaginn var haldið bingó og Gettu Betur spurningarkeppni. Í gær var svo haldið formlega upp á afmælið. Í hádeginu var boðið upp á kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi á öllum heimiliseiningum og eftir hádegið fór fram athöfn í Menningarsalnum þar sem Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Aríel Pétursson stjórnarformaður Sjómannadagsráðs héldu stutt erindi. Gissur Páll Gissurarson tenór gladdi viðstadda með söng og Guðrún Árný Karlsdóttir hélt uppi léttri stemningu meðal viðstaddra með söng og píanóspili. Gestir skáluðu að sjálfsögðu í freyðivíni í tilefni dagsins og áttu saman ljúfa stund.  

Á Ísafold búa 60 einstaklingar. Garðabær rak hjúkrunarheimilið frá árinu 2013 en frá 1. febrúar 2017 hefur Sjómannadagsráð rekið hjúkrunarheimilið undir merkjum Hrafnistu.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur