Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Öskudagur á Hrafnistu

Venju samkvæmt voru það alls konar furðuverur sem mættu til vinnu á Hrafnistuheimilunum í gær. Rík hefð er fyrir því meðal starfsmanna að klæða sig upp í ýmiskonar gervi á öskudaginn, íbúum og öðrum til tilbreytingar og mikillar gleði.

Á Sjávar- og Ægishrauni í Hafnarfirði var þemað „Drottningar með fálkaorðuna“ og á Hrafnistu Sléttuvegi tók allt starfsfólk sig saman og var með þemað „101 Dalmatíuhundur“. Valgerður forstöðukona var í gervi Grimmhildar Grámann og starfsfólkið mætti allt í gervi Dalmatíuhunda.

Veitt voru verðlaun fyrir flottasta búninginn!

Meðfylgjandi myndir voru teknar á öllum Hrafnistuheimilunum í gær og tala sínu máli.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur