Dagþjálfunin Viðey er starfrækt á Hrafnistu Laugarási í Reykjavík. Deildin er ætluð fólki með heilabilun og hefur hún verið starfrækt í fimm ár en þeim tímamótum fagnað 6. maí síðastliðinn. Eliza Reid forsetafrú heimsótti dagþjálfunardeildina af þessu tilefni en Eliza er verndari Alzheimersamtakanna.