Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfunin er staðsett í glæsilegu húsnæði með fallegu útsýni yfir Elliðavatn. Deildin er útbúin góðum tækjasal, leikfimisal og meðferðarklefum.

Tækjasalurinn er opinn frá kl. 8.00 - 9.00 mán – fös og 12.00 - 13.00 þri og fim.

Sjúkraþjálfari sinnir einstaklingsmeðferðum og býr til æfingaáætlanir (þol, styrktar og jafnvægisþjálfun) fyrir heimilismenn.

Markmið sjúkraþjálfunar er að auka lífsgæði heimilismanna, til dæmis að minnka verki, auka hreyfanleika og viðhalda færni. Sjúkraþjálfari, ásamt íþróttafræðingi, sjá um hóptíma fyrir dagdvölina og íbúa í þjónustuíbúðunum.

Heimilismönnum stendur til boða æfingameðferð eða önnur sérhæfðari meðferð, allt eftir þörfum hvers og eins. M.a. er um að ræða almenna þjálfun, SNAG, boccia, jafnvægisþjálfun, sundleikfimi, ýmsa hóptíma og  stólaleikfimi. Yfir sumartímann stendur deildin einnig fyrir ýmsum atburðum, s.s gönguferðum, púttkennslu og kvennahlaupi. Sjúkraþjálfarar sjá um að panta hjólastóla, gönguhjálpartæki og spelkur fyrir heimilismenn ef á þarf að halda. Sjúkraþjálfarar annast hluta af RAI-hjúkrunarþyngdarmati heimilismanna. Einnig sjá þeir um fræðslu (t.d. varðandi hjálpartæki og líkamsbeitingu) fyrir starfsfólk og skjólstæðinga.

Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara  sér um að flytja skjólstæðinga í og úr þjálfun, veita einstaklingum og hópum aðstoð í tækjasal ásamt því að gefa heita bakstra.

Beinn sími hjá Orkuþingi sjúkraþjálfun er 531 4015. 

Sjúkraþjálfarar

Ester Gunnsteinsdóttir er deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu í Kópavogi. Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Katrín Björgvinsdóttir, sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari. Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 


 

Til baka takki

Fótur - kpv

 Hrafnista Boðaþing ~ Sími 531 4000 ~  Boðaþingi 5-7 ~ 203 Kópavogi ~ kt. 480210-2040 ~ hrafnista@hrafnista.is

 

 

 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur