Forstöðumaður
Hjúkrunardeildarstjóri Hrafnistu í Boðaþingi er Kristrún Benediktsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Læknaþjónusta
Læknar eru á vakt á Hrafnistuheimilunum allan sólarhringinn. Almenn læknisþjónusta felur í sér eftirlit og móttöku á deildum ásamt því að sinna bakvakt allan sólarhringinn. Aðgengi að sérhæfðari læknisþjónustu er veitt innan eða utan heimilanna með tilvísun lækna. Hjúkrunarfræðingur á viðkomandi deild Hrafnistu annast milligöngu ef óskað er eftir að ná samband við lækni. Læknar Hrafnistu sinna öllum átta Hrafnistuheimilunum:
Hrafnistu Laugarási, Reykjavík
Hrafnistu Hraunvangi, Hafnarfirði
Hrafnistu Boðaþingi, Kópavogi
Hrafnistu Ísafold, Garðabæ
Hrafnistu Skógarbæ, Reykjavík
Hrafnistu Hlévangi - í Reykjanesbæ
Hrafnistu Nesvöllum - í Reykjanesbæ
Hrafnistu Sléttuvegi, Reykjavík
Veitt er fagleg þjónusta sem tekur mið að þörfum íbúanna og hefur jákvæð áhrif á lífsgæði fólks. Markmið læknisþjónustunnar er að stuðla að sem bestri líkamlegri og andlegri heilsu íbúa. Megin áhersla er lögð á að auka færni, sjálfstæði og lífsgæði einstaklingsins eftir leiðum læknisfræðinnar. Sú stefna og þau markmið eru í samræmi við markmið Hrafnistu um að vera leiðandi aðili í þjónustu og umönnun aldraðra.
Læknisþjónusta á Hrafnistuheimilunum á höfuðborgarsvæðinu er framkvæmd í samvinnu við Heilsuvernd.
Læknisþjónusta á Hrafnistuheimilunum í Reykjanesbæ er framkvæmd í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Hjúkrun
Á Hrafnistu Boðaþingi í Kópavogi starfa hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraliðar, félagsliðar og starfsfólk við umönnun heimilismanna allan sólahringinn. Hjúkrun og umönnun er veitt samkvæmt einstaklingshæfðri hjúkrun, á þann hátt að hver heimilismaður hefur sinn hjúkrunarfræðing, sjúkraliða og/eða starfsmann í aðhlynningu sem hafa umsjón með umönnun hans. Markmið hjúkrunar er að veita hjúkrun og umönnun eftir þörfum hvers og eins. Einnig er mikilvægt að styrkja heimilismenn til sjálfshjálpar og auðvelda þeim að aðlagast breyttum aðstæðum. Ekki er síður er nauðsynlegt að tryggja vellíðan og öryggi heimilismanna og standa vörð um sjálfsmynd og sjálfsvirðingu þeirra. Þá er ekki síst mikilvægt að efla samvinnu og stuðning við fjölskyldur heimilismanna. Leitast er við að hafa fjölskyldufund fljótlega eftir að heimilismaður flytur á heimilið og síðan eftir þörfum verði breytinga vart á líðan hans.
Hjúkrunardeildar á Hrafnistu í Boðaþingi eru 4 talsins.
Kríulundur 1. hæð
Spóalundur 1. hæð
Krummalundur 2. hæð
Lóulundur 2. hæð