Á Hrafnistuheimilunum leitast iðjuþjálfar og starfsmenn iðjuþjálfunar við að starfa einstaklingsmiðað, hvort sem þjálfunin fer fram sem hóp- eða einstaklingsþjálfun. Þjálfunin mótast út frá áhugasviði og vilja einstaklingsins með þarfir hans og óskir að leiðarljósi.
Félagsstarfið og vinnustofan tilheyra iðjuþjálfuninni. Margir þurfa mikla aðstoð til að geta tekið þátt í því sem í boði er og því getur þurft að breyta t.d. vinnuaðstæðum og vinnuaðferðum.
Deildarstjóri
Deildarstjóri iðjuþjálfunar og félagsstarfs Hrafnistu í Hafnarfirði er Harpa Björgvinsdóttir iðjuþjálfi. Harpa er við alla virka daga frá kl. 8:00-16:00 og sér um iðjuþjálfun á Sjávar- og Ægishrauni, kjallara, 1. hæð og 5. hæð. Harpa er með netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og s. 585-3292/664-9467.
Iðjuþjálfar
Geirlaug D. Oddsdóttir er aðstoðardeildarstjóri iðjuþjálfunar og félagsstarfs. Geirlaug er við alla virka daga milli kl. 8:00-16:00 og sér um iðjuþjálfun á Ölduhrauni, 3. hæð. Hún er með netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og s. 585-3292/664-9467
Kristín Thomsen sér um iðjuþjálfun á Báruhrauni, 4. hæð. Kristín er við mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8:00-16:00. Hún er með netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og s. 664-9465.
Jóhanna Snædal sér um iðjuþjálfun á Bylgjuhrauni, 2. hæð. Jóhanna er við mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8:30-15:00 og föstudaga frá 9:00-15:00 Hún er með netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og s. 664-9465.
Aðstoðarmenn iðjuþjálfa
Aðstoðarmenn iðjuþjálfa starfa m.a á vinnustofu iðjuþjálfunar og sjá þar um að leiðbeina íbúum með ýmislegt handverk ásamt því að framfylgja þjálfunaráætlun iðjuþjálfa á vinnustofu og á hjúkrunardeildum heimilisins.
Aðstoðarmenn iðjuþjálfa eru Dagbjört Jakobsdóttir, Debóra Dögg Jóhannsdóttir, Ingigerður Rósa Kristinsdóttir og Margrét Fjóla Jónsdóttir.
Félagsstarf
Debóra Dögg hefur umsjón með félagsstarfinu og er með netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og s. 585-3165/664-9466.
Vinnustofa
Vinnustofan er opin alla virka daga kl. 10:00-12:00
Símanúmer vinnustofunnar er 585-3176.
Dagskrá íþrótta- og félagsstarfs Hrafnistu í Hafnarfirði
Gildir frá 22. nóvember 2019
Mánudagur
kl. 10:00-12:00 Vinnustofa iðjuþjálfunar opin í kjallara
kl. 11:00 Leikfimi á skjá í Menningarsal
kl. 13:15 Boccia
kl. 14:00 Dansleikfimi
Þriðjudagur
kl. 10:00-12:00 Vinnustofa iðjuþjálfunar opin í kjallara
kl. 11:00 Leikfimi í Menningarsal
kl. 13:30 Helgistund í Menningarsal
kl. 14:00 Kóræfing
Miðvikudagur
kl. 10:00-12:00 Vinnustofa iðjuþjálfunar opin í kjallara
kr. 9:45 Pílukast
kl. 11:00 Leikfimi í Menningarsal
kl. 13:30 Bingó/Viðburður
Fimmtudagur
kl. 10:00-12:00 Vinnustofa iðjuþjálfunar opin í kjallara
kl. 9:45 Pílukast
kl. 11:00 Leikfimi í Menningarsal
kl. 13:15 Slökun og hugleiðsla í Menningarsal
kl. 14:00 Söngstund í Menningarsal
Föstudagur
kl. 10:00-12:00 Vinnustofa iðjuþjálfunar opin í kjallara
kl. 10:15 Kóræfing í Menningarsal
kl. 11:00 Leikfimi í Menningarsal
kl. 13:15 Dansiball í Menningarsal