Á Hrafnistuheimilunum leitast iðjuþjálfar og starfsmenn iðjuþjálfunar við að starfa einstaklingsmiðað, hvort sem þjálfunin fer fram sem hóp- eða einstaklingsþjálfun. Þjálfunin mótast út frá áhugasviði og vilja einstaklingsins með þarfir hans og óskir að leiðarljósi.
Félagsstarfið og vinnustofan tilheyra iðjuþjálfuninni. Margir þurfa mikla aðstoð til að geta tekið þátt í því sem í boði er og því getur þurft að breyta t.d. vinnuaðstæðum og vinnuaðferðum.
Deildarstjóri iðjuþjálfunar og félagsstarfs Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði er Magnfríður S. Sigurðardóttir iðjuþjálfi. Magnfríður er með netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.