Forstöðumaður
Forstöðumaður á Hrafnistu Sléttuvegi er Valgerður K. Guðbjörnsdóttir, valgerdur.gudbjornsdottir[hja]hrafnista.is
Læknaþjónusta
Læknar eru á vakt á Hrafnistuheimilunum allan sólarhringinn. Almenn læknisþjónusta felur í sér eftirlit og móttöku á deildum ásamt því að sinna bakvakt allan sólarhringinn. Aðgengi að sérhæfðari læknisþjónustu er veitt innan eða utan heimilanna með tilvísun lækna. Hjúkrunarfræðingur á viðkomandi deild Hrafnistu annast milligöngu ef óskað er eftir að ná samband við lækni. Læknar Hrafnistu sinna öllum átta Hrafnistuheimilunum:
Hrafnistu Laugarási, Reykjavík
Hrafnistu Hraunvangi, Hafnarfirði
Hrafnistu Boðaþingi, Kópavogi
Hrafnistu Ísafold, Garðabæ
Hrafnistu Skógarbæ, Reykjavík
Hrafnistu Hlévangi, Reykjanesbæ
Hrafnistu Nesvöllum, Reykjanesbæ
Hrafnistu Sléttuvegi, Reykjavík
Veitt er fagleg þjónusta sem tekur mið að þörfum íbúanna og hefur jákvæð áhrif á lífsgæði fólks. Markmið læknisþjónustunnar er að stuðla að sem bestri líkamlegri og andlegri heilsu íbúa. Megin áhersla er lögð á að auka færni, sjálfstæði og lífsgæði einstaklingsins eftir leiðum læknisfræðinnar. Sú stefna og þau markmið eru í samræmi við markmið Hrafnistu um að vera leiðandi aðili í þjónustu og umönnun aldraðra.
Læknisþjónusta Hrafnistuheimilanna á höfuðborgarsvæðinu er framkvæmd í samvinnu við Heilsuvernd.
Læknisþjónusta Hrafnistuheimilanna í Reykjanesbæ er framkvæmd í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Hjúkrun
Á Hrafnistu Sléttuvegi starfa hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraliðar, félagsliðar og starfsfólk við umönnun heimilismanna allan sólahringinn. Hjúkrun og umönnun er veitt samkvæmt einstaklingshæfðri hjúkrun, á þann hátt að hver heimilismaður hefur sinn hjúkrunarfræðing, sjúkraliða og/eða starfsmann í aðhlynningu sem hafa umsjón með umönnun hans. Markmið hjúkrunar er að veita hjúkrun og umönnun eftir þörfum hvers og eins. Einnig er mikilvægt að styrkja heimilismenn til sjálfshjálpar og auðvelda þeim að aðlagast breyttum aðstæðum. Ekki er síður nauðsynlegt að tryggja vellíðan og öryggi heimilismanna og standa vörð um sjálfsmynd og sjálfsvirðingu þeirra. Þá er einnig mikilvægt að efla samvinnu og stuðning við fjölskyldur heimilismanna. Leitast er við að hafa fjölskyldufund einum til tveimur mánuðum eftir að heimilismaður flytur á heimilið og síðan eftir þörfum verði breytinga vart á líðan hans.
Heimilið skiptist í tvær deildir:
Jarðhæð, 1.hæð og 2.hæð tilheyra Bergi.
Hjúkrunardeildarstjóri á Bergi er Dagný Jónsdóttir, dagny.jonsdottir[hja]hrafnista.is
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Bergi er Sigrún Helgadóttir, sigrun.helgadottir[hja]hrafnista.is
3. og 4. hæð tilheyra Fossi.
Hjúkrunardeildarstjóri á Fossi er Anna María Bjarnadóttir, anna.bjarnadottir[hja]hrafnista.is
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Fossi er Kristín Vilborg Þórðardóttir (afleysing), kristin.thordardottir[hja]hrafnista.is
Ölduberg jarðhæð
Ölduberg er 11 rýma eining á jarðhæð heimilisins. Á Öldubergi er útgengi út í skjólsælan garð frá sameiginlegu eldhúsi og stofu sem er í björtu og opnu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum.
Síminn á Öldubergi er 662-1083. Sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 585-3270/613-0402
Ísberg 1. hæð
Ísberg er 11 rýma eining á 1. hæð heimilsins. Á Ísbergi eru skjólsælar rúmgóðar svalir, sameiginlegar með Sólbergi út af stofu en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum.
Síminn á Ísbergi er 662-0835.Sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 585-3270/613-0402
Sólberg 1. hæð
Sólberg er 11 rýma eining á 1. hæð heimilsins. Á Sólbergi eru skjólsælar rúmgóðar svalir, sameiginlegar með Ísbergi, út af stofu en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum.
Síminn á Sólbergi er 662-0951. Sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 585-3270/613-0402
Gullberg 2. hæð
Gullberg er 11 rýma eining á 2. hæð heimilsins. Á Gullbergi eru skjólsælar rúmgóðar svalir, sameiginlegar með Sigurbergi, út af stofu en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum.
Síminn á Gullbergi er 662-0967. Sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 585-3270/613-0402
Sigurberg 2. hæð
Sigurberg er 11 rýma eining á 2. hæð heimilsins. Á Sigurbergi eru skjólsælar rúmgóðar svalir, sameiginlegar með Gullbergi, út af stofu en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum.
Síminn á Sigurbergi er 662-0962. Sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 585-3270/613-0402
Goðafoss 3. hæð
Goðafoss er 11 rýma eining á 3. hæð heimilsins. Á Goðafossi eru skjólsælar rúmgóðar svalir, sameiginlegar með Brúarfossi, út af stofu en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum.
Síminn á Goðafossi er 585 -3272, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 585-3272/613-0403.
Brúarfoss 3. hæð
Brúarfoss er 11 rýma eining á 3 hæð heimilisins. Á Brúarfossi eru skjólsælar rúmgóðar svalir, sameiginlegar með Goðafossi, út af stofu en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum.
Síminn á Brúarfossi er 523 -2231, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 585-3272/613-0403.
Gullfoss 4. hæð
Gullfoss er 11 rýma eining á efstu hæð heimilisins. Á Gullfossi eru skjólsælar rúmgóðar svalir, sameiginlegar með Ljósafossi, út af stofu en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum.
Síminn á Gullfossi er 585-3272, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 585-3272/613-0404.
Ljósafoss 4. hæð
Ljósafoss er 11 rýma eining á efstu hæð heimilisins. Á Ljósafossi eru skjólsælar og rúmgóðar svalir, sameiginlegar með Gullfoss, út af stofu en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum.
Síminn á Ljósafossi er 535-2246, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 585-3272/613-0404.