Fréttasafn

Margrét Brynjólfsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Margrét Brynjólfsdóttir og Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna
Lesa meira...

Margrét Brynjólfsdóttir, sjúkraliði á Báruhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Hrafnista Reykjavík - nýr aðstoðardeildarstjóri á Sólteigi/Mánateigi

Lesa meira...

Anna Sigríður Þorleifsdóttir hjúkrunarfræðingur á Lækjartorgi/Viðey/Engey hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á  sameinaða deild Sólteigs og Mánateigs á Hrafnistu í Reykjavík.

Hún hefur störf þann 4. janúar 2016. Anna Sigríður útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá University college Lillebælt 2011.  Við óskum henni velfarnaðar í nýju starfi á Sólteig/Mánateig.

 

 

 

Sala á handverki Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

Þriðjudaginn 1. desember nk. ætlar heimilisfólk og aðrir þjónustunotendur að vera með sölu á ýmsu handverki og öðrum munum í Minningastofunni, 1. hæð Hrafnistu Hafnarfirði, milli kl. 10:00 - 14:00.

 

Sjá nánar hér

 

Aðventumessa á Hrafnistu í Hafnarfirði 29. nóvember 2015

Lesa meira...

Aðventumessa verður haldin á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 29. nóvember kl. 11 í Menningarsalnum 1. hæð.

Hrafnistukórinn syngur

Kórstjóri er Böðvar Magnússon

Einsöng syngur Guðmundur Ólafsson

Edda Magnúsdóttir les ljóð

Ritningarlestra lesa Birna J. Jónsdóttir og María Haraldsdóttir

Meðhjálpari er Guðmundur Ólafsson

Sr. Svanhildur Blöndal Prédikar og þjónar fyrir altari

 

Heimilisfólk, aðstandendur og starfsfólk eru sérstaklega boðin velkomin.

 

Sjá nánar hér

 

Jólaþorp Hrafnistu í Reykjavík 3. og 4. desember 2015

Lesa meira...

Jólaþorp Hrafnistu í Reykjavík  verður opið fimmtudaginn 3. desember og  föstudaginn 4. desember í Helgafelli 4. hæð kl. 10:00 - 15:30.

Þar verður hægt að kaupa handverk heimilismanna og starfsmanna á góðu verði. Tilvalið að kaupa jólagjafirnar þar í ár og njóta jólagleðinnar.

 

Sjá nánar hér

 

 

 

Síða 162 af 175

Til baka takki