Í dag voru kynntar á Hrafnistu Reykjavík breytingar á hjúkrunardeildum heimilisins og stöðum stjórnenda þeirra.
Undanfarið hafa verið fimm hjúkrunar- og dvalardeildir á Hrafnistu í Reykjavík, en þeim var fækkað úr sex síðast liðið vor. Til samanburðar hafa fjórar deildir í Hafnarfirði í áraraðir, verið að sinna jafnmörgum íbúum.
Þar sem við erum alltaf að leita leiða til að gera starfsemina enn markvissari, hefur verið ákveðið að fækka deildum í Reykjavík um eina til samræmis við starfsemina í Hafnarfirði.
Frá og með næstu áramótum verða starfræktar fjórar hjúkrunar- og dvalardeildir á Hrafnistu í Reykjavík í stað fimm.
Deildirnar Sólteigur og Mánateigur (H-álma) sameinast í eina deild frá næstu áramótum.
| Þorbjörg Sigurðardóttir verður deildarstjóri sameinaðrar deildar Sólteigs og Mánateigs, en Þorbjörg hefur verið deildarstjóri á Mánateig síðan í vor. Hún var áður deildarstjóri á Engey/ Viðey. |
| Gunnhildur Björgvinsdóttir deildarstjóri á Sólteigi flytur sig um set og tekur við stöðu deildarstjóra á Vitatorgi um næstu áramót. |
| Jóhanna Davíðsdóttir, sem hefur verið deildarstjóri á Vitatorgi lætur af störfum nú um áramótin af eigin ósk og þökkum við henni glæst störf í þágu Vitatorgs og Hrafnistu. |
| Eygló Tómasdóttir aðstoðardeildarstjóri á Lækjartorgi/Engey/Viðey tekur við starfi deildarstjóra á sömu deild frá næstu áramótum. |
| Þóra Geirsdóttir deildarstjóri á Lækjartorgi/Viðey/Engey tekur við nýrri stöðu verkefnastjóra heilbrigðissviðs ásamt að vera áfram staðgengill forstöðumanns á Hrafnistu í Reykjavík. Um er að ræða nýtt starf í skipuriti Hrafnistu og heyrir það undir Heilbrigðissvið. Þóra mun í samvinnu við framkvæmdastjóra heilbrigðissviðs bera ábyrgð á samræmingu og samþættingu á heilbrigðisþjónustu innan Hrafnistuheimilanna, ásamt innleiðingu og framkvæmd á samræmdri stefnu Hrafnistu. Hún mun einnig taka þátt í stefnumótun, markmiðasetningu og áætlanagerð sem snýr að Heilbrigðissviði Hrafnistu. Verkefnastjóri heilbrigðissviðs verður einnig sérstakur ráðgjafi þegar kemur að RAI – skráningu og öðru er viðkemur RAI á Hrafnistuheimilunum. |
Við óskum Þorbjörgu, Gunnhildi, Eygló og Þóru heilla í nýjum stöðum og sendum góðar sameiningarkveðjur á Sólteig og Mánateig!