Fréttasafn

Reynaldo Santos 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Pétur, Aðalbjörg, Reynaldo og Sigrún.
Lesa meira...

Reynaldo Santos, starfsmaður í ræstingu á Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Aðalbjörg Úlfarsdóttir ræstingastjóri, Reynaldo og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík.

Jaana Marja Rotinen 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Þorbjörg, Jaana Marja og Pétur
Lesa meira...

Jaana Marja, starfsmaður í aðhlynningu á Mánateig Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Þorbjörg Sigurðardóttir deildarstjóri á Mánateig, Jaana Marja og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

Þorrablót á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 22. janúar 2016

Lesa meira...

Þorrablót Hrafnistu í Reykjavík fer fram föstudaginn 22. janúar nk.

Skráning og miðakaup

Ókeypis er fyrir íbúa heimilisins og hver íbúi getur boðið með sér einum gest á blótið.

Verð fyrir gest kr. 4.000.-

Verð fyrir meðlimi í DAS-klúbbnum kr. 3.000.-(meðlimir í DAS-klúbbnum geta ekki boðið með sér gest).

Skráning og miðakaup verða á upplýsingaborði í aðalanddyri Hrafnistu Reykjavík til miðvikudagsins 20. janúar milli kl. 10:00 – 16:00.

 

Sjá nánari auglýsingu hér

Guðbjörg Sigrún Björnsdóttir opnar myndlistasýningu á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Í gær, fimmtudaginn 14. janúar, opnaði Guðbjörg Sigrún Björnsdóttir vinningshafi í jólakortasamkeppni Hrafnistu 2015 glæsilega myndlistarsýningu í Menningarsalnum á 1. hæð og kaffihúsinu á Hrafnistu í Hafnarfirði við hátíðlega athöfn. Böðvar Magnússon hafði umsjón með viðburðinum og Guðmundur Ólafsson söng fyrir viðstadda. Sýningin stendur yfir næstu vikur og hvetjum við alla til að koma og sjá þessi fallegu verk og skrifa nafn sitt í gestabókina sem staðsett er í Menningarsalnum.

 

Lesa meira...

Styrkur frá Lionsklúbbnum Ásbirni Hafnarfirði

Lesa meira...

Á síðasta ári fékk iðjuþjálfunin á Hrafnistu í Hafnarfirði úthlutað rausnarlegum styrk frá Lionsklúbbnum Ásbirni til að gera endurbætur á rými sem notað er meðal annars þegar heimilisfólki er veitt meðferð á vegum iðjuþjálfunar. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum urðu miklar breytingar á rýminu sem áður var verkstæði en er nú orðið huggulegt eldhús/setustofa með eldunaraðstöðu og góðum geymsluskápum upp í loft sem virðast rýma ótrúlega mikið magn af dóti sem við nýtum en var áður geymt hér og þar. Yndislegt að sjá hversu huggulegt og notalegt rýmið okkar í iðjuþjálfuninni er orðið og munum við taka myndir af því reglulega til að sýna ykkur hvernig betri stofan okkar tekur breytingum eftir árstíðum. Stóru ljósmyndina gaf Jón Önfjörð sem er áhugaljósmyndari og er tekin í Elliðaárdalnum og nýttum við hluta af styrknum til að stækka hana og festa hana upp á vegg. Ekki hægt að segja annað en að hún setji sterkan svip á fallega rýmið okkar. Við sendum Lionsklúbbnum Ásbirni í Hafnarfirði okkar bestu og innilegustu þakkir fyrir að gera okkur kleift að gera gott starf enn betra í fallegu umhverfi.

 

Lesa meira...

Flugeldasýning Kiwanisklúbbs Heklu

Lesa meira...

 

Kiwanisklúbburinn Hekla hélt flugeldasýningu á Hrafnistu í Reykjavík og á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. janúar 2016. Þetta er árlegur viðburður hjá Kiwanismönnum og vekur ávallt mikla lukku hjá íbúum heimilisins og nágrönnum Hrafnistu. Við þökkum Kiwanismönnum kærlega fyrir sýninguna og förum hress og kát inn í nýtt ár.

 

  • Styrkjum úthlutað úr Rannsóknasjóði Hrafnistu

    F.v. Sigurður Garðarsson, María Fjóla Harðardóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Guðný H. Björnsdóttir, Guðjón Ármann Einarsson, María K. Jónsdóttir og Nanna Guðný Sigurðardóttir.
    Lesa meira...

    Í liðinni viku fór fram úthlutun úr Rannsóknasjóði Hrafnistu fyrir árið 2015. Árlega er úthlutað úr sjóðnum, en markmið hans er að efla rannsóknir á sviði öldrunarmála. Hálf milljón króna kom til úthlutunar í ár og að þessu sinni hlutu eftirfarandi verkefni styrk:

    -      Íslensk þýðing og normasöfnun fyrir Addenbrooke prófið fyrir iPad (ACE-III mobile)

                -      Heimsóknavinaverkefni Rauða krossins  

     

    María K. Jónsdóttir klínískur taugasálfræðingur, sálfræðiþjónustu geðsviðs LSH (Landakot) og dósent í sálfræði, Háskólanum í Reykjavík fékk 350 þúsund króna styrk. Hún vinnur að þýðingu og staðfærslu Addenbrooke Cognitive Examination (ACE) sem er skimunarpróf fyrir hugræna getu og einkum notað fyrir þá sem eru eldri en 50 ára og leita læknis vegna minnisvandkvæða. Notuð er nýjasta útgáfa prófsins (ACE-III Mobile, fyrir iPad spjaldtölvu). Auk þess að safna íslenskum viðmiðum (normum) verður gerð réttmætisathugun á íslensku útgáfunni. Prófið fæst frítt af netinu til niðurhals í iPad. Gögnin safnast fyrir þar og allir útreikningar eru gerðir sjálfvirkt í forritinu. Sífellt verður algengara að tölvur séu nýttar við hugræna skimun og þegar íslensk gerð ACE-III Mobile verður að fullu tilbúin verður slík prófun með spjaldtölvu reynd í fyrsta sinn á minnismóttökunni á Landakoti sem rútínupróf.

    Þetta próf má svo nýta á öllum öldrunardeildum LSH, svo og í heilsugæslunni og á öldrunarstofnunum um allt land. Ætla má að spjaldtölvur verði teknar í notkun í auknum mæli innan heilbrigðiskerfisins og hin síðari ár hefur aukist að sálfræðileg próf séu tölvukeyrð. Á íslensku hefur ACE-III Mobile verið kallað tACE þar sem t stendur fyrir orðið tölva (s.s., tölvu-ACE).

     

    Rauði kross Íslands fékk 150 þúsund króna styrk til að efla heimsóknavinaverkefni og þá sérstaklega þegar kemur að heimsóknum til aldraðra. Flestar deildir Rauða krossins sem staðsettar eru um allt land sinna þessu verkefni. Langfjölmennasti hópurinn sem fær heimsóknarvini eru aldraðir. Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Einsemd er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi og Rauði krossinn leitast við með þessu að rjúfa slíka einangrun. Heimsóknir fara fram á ýmsum stöðum s.s. á heimilum, stofnunum og hjúkrunarheimilum. Styrkurinn mun nýtast í að uppfæra fræðsluefni og úttekt á verkefninu.

     

    Nánari upplýsingar veita Nanna Guðný Sigurðardóttir gæðastjóri Hrafnistuheimilanna, í síma 585 9402 eða 693 9511, eða Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, í síma 841 1600.

     

    Reykjavík 11. janúar 2016.

     

    Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs, María Fjóla Harðardóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðissviðs Hrafnistu, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Guðný H. Björnsdóttir fulltrúi Rauða krossins, Guðjón Ármann Einarsson formaður Rannsóknarsjóðs, María K. Jónsdóttir og Nanna Guðný Sigurðardóttir gæðastjóri Hrafnistu.

     

     

    Jólakveðja frá Sjómannadagsráði og stjórn Hrafnistu

    Lesa meira...

     

    Sjómannadagsráð og stjórn Hrafnistu sendir heimilisfólki, aðstandendum og starfsfólki Hrafnistuheimilanna sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Með þakklæti fyrir góða samvinnu og samstarf á árinu sem er að líða.

    Síða 158 af 175

    Til baka takki