Fréttasafn

Sumarhátíð á Hlévangi

Lesa meira...

Í sumar var haldin hin árlega Sumarhátíð á Hlévangi þar sem allir skemmtu sér vel. Leikið var á létta strengi, farið í skemmtilega leiki og bragðað á góðum veitingum. 

Lesa meira...

Grillveisla á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Miðvikudaginn 22. júlí var slegið upp grillveislu utandyra í Hafnarfirðinum. Allir lögðust á eitt við að gera þessa veislu einstaklega skemmtilega og ekki skemmdi góða veðrið fyrir, frábær stund í alla staði.

 

Lesa meira...

Viðtal við Hrafnistukonur í þættinum Samfélagið á Rás 1

Arndís Björk Ásgeirsdóttir, sem stýrir þættinum Samfélagið á Rás 1, kom í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði og ræddi við Guðrúnu Jóhönnu Hallgrímsdóttur deildarstjóra iðjuþjálfunar og félagsstarfs, Önnu Kristjánsdóttur í dagdvöl á Hrafnistu, Ingibjörgu Pálsdóttur sem býr í þjónustuíbúð við Hrafnistu og Sigurborgu Sigurgeirsdóttur sem býr á Hrafnistu. Umræðuefnið var meðal annars félagsstarfið á Hrafnistu í Hafnarfirði í sumar.

 

Þeir sem hafa áhuga á að hlusta á viðtalið geta nálgast slóðina hér fyrir neðan.  Viðtalið við þær stöllur byrjar þegar 18:42 mínútur eru liðnar af þættinum. 

 

http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/samfelagid/20150715

Tvenn platínuhjón fagna 70 ára hjúskap - Þurftu forsetaleyfi til að fá að gifta sig.

Lesa meira...
Lykillinn að hjónabandshamingjunni er að rífast sjaldan og tala frekar saman.
„Ein þeirra eru þau Ásbjörn Guðmundsson og Guðrún Sigurðardóttir sem giftu sig 14. júlí 1945 með forsetaleyfi upp á vasann. Brúðurin var þá nýorðin tvítug, brúðguminn var 19 ára og vegna ungs aldurs þurfti leyfisbréf frá Sveini Björnssyni, forseta Íslands. „Ég þurfti að fara út á Bessastaði og tala við forsetann,“ segir Ásbjörn þegar hann rifjar þetta upp. „Hann sagði að þetta væri allt í lagi og þetta gekk allt eins og í sögu.“ Veislan var haldin á heimili foreldra Guðrúnar og ungu hjónin fengu margt nytsamlegt að gjöf, m.a. sparistell, potta og pönnur.
 
Lesa meira...

Ís í sólarblíðu á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Á blíðviðrisdegi á dögunum sendi Emmessís heldur betur  glaðning til heimilisfólks á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hvorki meira né minna en 300 stk af ljúffengum íspinnum. Við þökkum þeim kærlega fyrir góðmennskuna og þessa rausnarlegu gjöf.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum gladdi þetta svo sannarlega heimilisfólkið á sólríkum sumardegi.

Lesa meira...

Nýr deildarstjóri iðjuþjálfunar Hrafnistu Reykjanesbæ

Erla Dürr Magnúsdóttir hefur verið ráðinn deildarstjóri iðjuþjálfunar á Hrafnistu Reykjanesbæ. Hún útskrifaðist með B.S. gráðu úr iðjuþjálfunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri 2010 og hefur undanfarin 5 ár starfað sem iðjuþjálfi við LSH.

Erla tekur við af Guðbjörgu Láru, deildarstjóra iðjuþálfunar, þann 1. september næstkomandi. Um leið og við óskum Guðbjörgu Láru velfarnarðar, þar sem hún heldur á vit ævintýra út í heim, bjóðum við Erlu velkomna í Hrafnistu hópinn.

Síða 159 af 163

Til baka takki