Fréttasafn

Svipmyndir frá þorrablóti á Hrafnistu í Reykjavík, 22. janúar sl.

Lesa meira...

Föstudaginn 22. janúar sl. var haldið þorrablót á Hrafnistu í Reykjavík. Mjög góð þátttaka var á þorrablótinu og mikil ánægja meðal gesta.

Laddi var veislustjóri kvöldins og fór á kostum eins og honum einum er lagið. Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis, fór með minni karla og Kristín Guðjónsdóttir, íbúi á Hrafnistu, fór með minni kvenna.

Eftir matinn var svo slegið upp balli með Hauki Ingibergssyni.

Dagskrá kvöldsins var sjónvarpað á Hrafnisturásinni upp á deildar til þeirra sem ekki sáu sér fært að fara á sjálft blótið.

Meðfylgjandi eru myndir frá kvöldinu, sem tala sínu máli.

 

Lesa meira...

Reynaldo Santos 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Pétur, Aðalbjörg, Reynaldo og Sigrún.
Lesa meira...

Reynaldo Santos, starfsmaður í ræstingu á Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Aðalbjörg Úlfarsdóttir ræstingastjóri, Reynaldo og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík.

Jaana Marja Rotinen 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Þorbjörg, Jaana Marja og Pétur
Lesa meira...

Jaana Marja, starfsmaður í aðhlynningu á Mánateig Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Þorbjörg Sigurðardóttir deildarstjóri á Mánateig, Jaana Marja og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

Þorrablót á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 22. janúar 2016

Lesa meira...

Þorrablót Hrafnistu í Reykjavík fer fram föstudaginn 22. janúar nk.

Skráning og miðakaup

Ókeypis er fyrir íbúa heimilisins og hver íbúi getur boðið með sér einum gest á blótið.

Verð fyrir gest kr. 4.000.-

Verð fyrir meðlimi í DAS-klúbbnum kr. 3.000.-(meðlimir í DAS-klúbbnum geta ekki boðið með sér gest).

Skráning og miðakaup verða á upplýsingaborði í aðalanddyri Hrafnistu Reykjavík til miðvikudagsins 20. janúar milli kl. 10:00 – 16:00.

 

Sjá nánari auglýsingu hér

Guðbjörg Sigrún Björnsdóttir opnar myndlistasýningu á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Í gær, fimmtudaginn 14. janúar, opnaði Guðbjörg Sigrún Björnsdóttir vinningshafi í jólakortasamkeppni Hrafnistu 2015 glæsilega myndlistarsýningu í Menningarsalnum á 1. hæð og kaffihúsinu á Hrafnistu í Hafnarfirði við hátíðlega athöfn. Böðvar Magnússon hafði umsjón með viðburðinum og Guðmundur Ólafsson söng fyrir viðstadda. Sýningin stendur yfir næstu vikur og hvetjum við alla til að koma og sjá þessi fallegu verk og skrifa nafn sitt í gestabókina sem staðsett er í Menningarsalnum.

 

Lesa meira...

Styrkur frá Lionsklúbbnum Ásbirni Hafnarfirði

Lesa meira...

Á síðasta ári fékk iðjuþjálfunin á Hrafnistu í Hafnarfirði úthlutað rausnarlegum styrk frá Lionsklúbbnum Ásbirni til að gera endurbætur á rými sem notað er meðal annars þegar heimilisfólki er veitt meðferð á vegum iðjuþjálfunar. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum urðu miklar breytingar á rýminu sem áður var verkstæði en er nú orðið huggulegt eldhús/setustofa með eldunaraðstöðu og góðum geymsluskápum upp í loft sem virðast rýma ótrúlega mikið magn af dóti sem við nýtum en var áður geymt hér og þar. Yndislegt að sjá hversu huggulegt og notalegt rýmið okkar í iðjuþjálfuninni er orðið og munum við taka myndir af því reglulega til að sýna ykkur hvernig betri stofan okkar tekur breytingum eftir árstíðum. Stóru ljósmyndina gaf Jón Önfjörð sem er áhugaljósmyndari og er tekin í Elliðaárdalnum og nýttum við hluta af styrknum til að stækka hana og festa hana upp á vegg. Ekki hægt að segja annað en að hún setji sterkan svip á fallega rýmið okkar. Við sendum Lionsklúbbnum Ásbirni í Hafnarfirði okkar bestu og innilegustu þakkir fyrir að gera okkur kleift að gera gott starf enn betra í fallegu umhverfi.

 

Lesa meira...

Flugeldasýning Kiwanisklúbbs Heklu

Lesa meira...

 

Kiwanisklúbburinn Hekla hélt flugeldasýningu á Hrafnistu í Reykjavík og á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. janúar 2016. Þetta er árlegur viðburður hjá Kiwanismönnum og vekur ávallt mikla lukku hjá íbúum heimilisins og nágrönnum Hrafnistu. Við þökkum Kiwanismönnum kærlega fyrir sýninguna og förum hress og kát inn í nýtt ár.

 

  • Síða 159 af 176

    Til baka takki