Fréttasafn

Hrafnista Reykjanesbæ - Jólamessa á jóladag

Lesa meira...

 

Jólamessa verður haldin á jóladag kl. 15:00 á Nesvöllum og kl. 15:30 á Hlévangi

Organisti: Arnór Vilbergsson

Kór: Meðlimir úr kór Keflavíkurkirkju

Prestur: Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir

Hrafnista í Reykjavík - Hátíðarguðsþjónusta kl. 16:00 á aðfangadag

Lesa meira...

Hátíðarguðsþjónusta verður haldin í samkomusalnum Helgafelli, Hrafnistu Reykjavík, á aðfangadag jóla kl. 16:00.

Organisti: Magnús Ragnarsson

Félagar úr Kammerkór Áskirkju syngja

Forsöngvari: Magnús Ragnarsson

Einsöngur: Rakel Edda Guðmundsdóttir

Prestur: Sr. Svanhildur Blöndal

 

 

Jólaheimsókn forstjóra ásamt fríðu föruneyti

Lesa meira...

Undanfarin ár hefur Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna, farið í jólaheimsókn fyrir jólin á allar deildar Hrafnistuheimilanna ásamt fríðu föruneyti sem hefur sungið og spilað jólalög fyrir heimilisfólk, starfsfólk og gesti.

Á meðfylgjandi mynd má sjá föngulegan hóp sem heimsótti allar deildar á Hrafnistuheimilunum í Reykjavík og Reykjanesbæ í gær og í dag ætlar hópurinn að heimsækja heimilin í Hafnarfirði og Kópavogi, syngja, spila og dreifa jólanammi.

Þessum jólaheimsóknum fylgir sannkallaður jólaandi sem allir hafa ánægju og gleði af.

 

Piparkökubakstur og jólabingó á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Undanfarna daga hefur heimilisfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði rifjað upp gamla takta í eldhúsinu í aðdraganda jólanna, bakað m.a. piparkökur, drukkið heitt kakó með rjóma og hlustað á jólatónlist.

Mikið hefur verið spjallað og hlegið og m.a. uppgötvast að orðið fullorðinn hefur fleiri en eina merkingu. Mögulega hafði sherry glöggin áhrif þar á …. FULL - ORÐINN :-)

Í jólabingóinu, sem fram fór í gær, var gríðarlega góð þátttaka og salurinn gjörsamlega troðfullur. Fólk sat með bingóspjöldin sín á göngugrindunum og nýttu allt pláss sem hægt var að nýta. Meira að segja var bekkurinn við orgelið nýttur sem borð enda ekki skrýtið þar sem vinningar voru mjög veglegir. Þökk sé frábærum fyrirtækjum sem lögðu okkur lið, bæði á höfuðborgarsvæðinu og af landinu, en þeir komu m.a. alla leið frá Vestmannaeyjum.

 

Lesa meira...

Síða 157 af 173

Til baka takki