Fréttasafn

Gítarleikur á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Þann 6. apríl sl. komu feðgarnir Ívar Símonarson og Símon H. Ívarsson í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík ásamt fríðu föruneyti. Þeir leiddu samspil ungra gítarnemenda sinna þar sem yngstu nemendurnir voru 9 ára.
Lögin sem þeir spiluðu voru öllum vel kunn. Keðjusöngurinn Meistari Jakob, Krummi svaf í klettagjá, Hlíðarendakot og á Sprengisandi. Heimilisfólk á Hrafnistu í Reykjavík skemmti sér vel og tók vel undir með söng.

 

 

Lesa meira...

Jóhanna G. Erlingsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Pétur, Jóhanna og Sigrún
Lesa meira...

 

Jóhanna G. Erlingdóttir, hjúkrunarfræðingur á Engey/Viðey Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Jóhanna og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík.

Rungjit T. Trakulma 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Eygló, Sigrún, Rungjit og Pétur
Lesa meira...

 

Rungjit T. Trakulma, félagsliði á Engey/Viðey Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Eygló Tómasdóttir deildarstjóri Engey/Viðey, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Rungjit og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

Páskapíla 2016 á Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

Hrafnista í Kópavogi hélt sitt árlega páskapílumót þann 23. mars sl. undir dyggri stjórn Katrínar Heiðu íþróttafræðings.

 

Vinningshafar voru sem hér segir:

1.    sæti: Sigurbjörn Þorgríms

2.    sæti: Sigríður Friðriksdóttir

3.    sæti: Sigurður Bárðarson

 

Vel var mætt og mikil gleði.

Skálað var í sherrý í lok móts.

 

 

 

Lesa meira...

Hrafnista í Kópavogi heldur upp á 6 ára afmæli

Lesa meira...

Hrafnista Kópavogi hélt upp á 6 ára afmælið sitt með hefðbundnum hætti föstudaginn 18. mars sl. Dásamlegur lambahryggur var eldaður á deildunum og mikill metnaður lagður í sósugerð þar sem keppni var á milli deilda og verðlaun í boði. Krummalundur bar sigur úr býtum, en mjótt var á munum. Íbúar og starfsfólk naut samverunnar og nærði sál og líkama í gleði, söng, mat og drykk.

 

Lesa meira...

Páskahátíð á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Heimilisfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði naut páskahátíðarinnar með tilheyrandi hefðum. Á páskadag var hátíðarguðsþjónusta í Menningarsalnum þar sem sr. Svanhildur Blöndal predikaði, organisti var Kristín Waage, hátíðarkvartett söng og forsöngvari var Þóra Björnsdóttir.


*myndir tók Hjördís Ósk hjúkrunarfræðingur

 

 

Lesa meira...

Ína Skúladóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Pétur, Ína og Eyrún
Lesa meira...

Ína Skúladóttir, sjúkraliði á Bylgjuhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 30 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Ína Skúladóttir og Eyrún Pétursdóttir deildarstjóri á Bylgjuhrauni.

Síða 155 af 177

Til baka takki