Fréttasafn

Starfsafmæli á Báruhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, Kolbrún Pétursdóttir og Jóhanna Stefánsdóttir

F.v. Kolbrún, Pétur og Jóhanna
Lesa meira...

Þær Kolbrún Pétursdóttir og Jóhanna Stefánsdóttir, sjúkraliðar á Báruhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði, hafa báðar starfað á Hrafnistu í fjölda ára. Kolbrún hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár og Jóhanna í 20 ár.

Um leið og við óskum þeim til hamingju með áfangann er þeim þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem þær hafa sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Kolbrún Pétursdóttir, Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna og Jóhanna Stefánsdóttir.

Ráðstefnudagur Hrafnistu haldinn 9. mars 2016

Lesa meira...

Á hverju ári er haldinn ráðstefnudagur á Hrafnistu. Á ráðstefnudegi fær Hrafnista til sín  ýmsa ólíka fyrirlesara  til að flytja erindi fyrir starfsfólk. Dagskráin hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 15:00. Hún er skipulögð þannig að fengnir eru 5-6 fyrirlesarar til þess að flytja erindi, bæði á Hrafnistu í Reykjavík og Hrafnistu í Hafnarfirði og er því sama dagskrá í boði á báðum stöðum.

Starfsfólk er hvatt til að hjálpast að við að  gefa hvort öðru tækifæri til að hlýða á þau erindi sem höfðar hvað mest til þeirra. En lagt er kapp á að hafa dagskránna sem fjölbreyttasta svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi og sem flest starfsfólk fái sem mest út úr deginum.

 

Dagskrá ráðstefnudagsins má finna hér

Nýr hjúkrunardeildarstjóri á Sólteigi og Mánateigi Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Dagný Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Sólteigi og Mánateigi, hefur verið ráðin deilarstjóri á Sólteigi og Mánateigi frá og með 1. apríl nk. Dagný hefur starfað á Hrafnistu frá árinu 2004. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum á Akureyri 2014. Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Sólteigi eftir útskrift og núna síðast sem aðstoðardeildarstjóri sameinaðra deilda Sólteigs og Mánateigs. Við óskum henni velfarnaðari í nýju starfi.

4 ára afmæli dagþjálfunar Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

Í gær, mánudaginn 29. febrúar, var haldið upp á 4. ára afmæli dagdvalar Hrafnistu í Kópavogi.

Mikið var um dýrðir þar sem m.a. var spilað á harmonikku og sungið og dansað. Ungt danspar frá dansskóla Sigurðar Hákonarsonar kom og dansaði af miklum eldmóð við mikinn fögnuð nærstaddra.

Gestir snæddu svo á brauðtertum, marsipantertu og eplakökum með rjóma, drukku kaffi og skáluðu í Bailays og Sherrý.

Yndislegur dagur í alla staði og voru gestir og starfsfólk dagdvalarinnar mjög ánægð með daginn.

 

Lesa meira...

Góð áhrif af samvinnu á milli kynslóða - leikskólabörn heimsækja reglulega heimilisfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Í vetur hafa börn af leikskólum í grennd við Hrafnistu í Hafnarfirði komið  mánaðarlega í heimsókn líkt og síðustu vetur. Þetta eru yndislegar stundir þar sem falleg vinasambönd hafa myndast í gegnum reglulegar heimsóknir þar sem hver leikskóli á sína vinadeild.

Í meðfylgjandi grein sem birtist á gaflari.is má lesa umfjöllun um þessar heimsóknir leikskólabarna á leikskólanum Álfabergi í Hafnarfirði til heimilisfólks á Hrafnistu.

 

Falleg vináttusambönd

"Ég knúsa hana alltaf smá þegar ég hitti hana"

Á hverjum miðvikudegi fara elstu krakkarnir á leikskólanum Álfabergi í heimsókn á Hrafnistu. Þar hitta þau vini sína á hjúkrunardeildinni. „Það hafa myndast falleg vináttusambönd á milli barnanna og heimilisfólksins,“ segir aðstoðarleikskólastjórinn.

Frá því í haust hefur hópur vaskra barna frá Álfabergi lagt leið sína í hverri viku á Hrafnistu. „Guðrún, iðjuþjálfi á Hrafnistu, hafði samband við okkur og viðraði þessa hugmynd við okkur. Við ákváðum að prófa og sjáum ekki eftir því, því þetta hefur tekist virkilega vel,“ segir Linda Björk Halldórsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri.

Linda Björk segir að lagt hafi verið upp með að leikskólabörnin og heimilisfólkið á Hrafnistu myndi kynnast og vinna að sameiginlegum verkefnum. „Oft er það þannig að þegar leikskólabörn fara í heimsókn á dvalarheimili koma þau bara til að syngja og svo fara þau. Börnin okkar vinna hins vegar ákveðin verkefni með heimilisfólkinu hverju sinni, en syngja auðvitað oft líka.“

Linda segir leikskólabörnin og heimilisfólkið á Hrafnistu hafi til að mynda gert saman vinamyndir þar sem allir settu handafar sitt á sameiginlegt listaverk, málað á krukkur, skreytt mandarínur með negulnöglum fyrir jólin og margt fleira skemmtilegt.

„Heimsóknirnar hafa gengið ótrúlega vel. Börnin njóta þessara samvista og heimilisfólkið bíður spennt eftir börnunum,“ segir Linda Björk og bætir við: „Við sjáum líka að í þessum heimsóknum hafa myndast falleg vinasambönd.“

Elín er eitt þeirra barna sem kemur með Álfabergi í heimsókn á Hrafnistu. Hún segir að sér finnist mög gaman að heimsækja gamla fólkið. „Mér finnst mjög gaman að hitta vinkonu mína. Þegar ég hitti hana knúsa ég hana alltaf smá.“

Þegar vinkona Elínar birtist ríkur Elín í fangið á henni og knúsar hana ekkert smá heldur mikið. Og það er ekkert skrýtið við að Elínu finnist gott að knúsa vinkonu sína sem reynist vera Sigríður Ólafsdóttir, fyrrum hjúkrunarkona í Öldutúnsskóla. Blaðamaður gaflari.is man sjálfur eftir mörgum góðum stundum í fanginu á Sigríði þegar hann var nemandi í Öldutúnsskóla fyrir langa löngu, enda Sigríður með eindæmum barngóð og hlý kona.

 

-Alda Áskelsdóttir

 

 

 

 

Hrekkja-/vinavika á Hrafnistu 15. - 19. febrúar 2016

Lesa meira...

Árlega er haldin hrekkja-/vinavika á Hrafnistuheimilunum.

Um er að ræða  leik sem fer þannig fram að hver deild setur nöfn sinna starfsmanna í pott og hver og einn dregur sér sinn leynivin. Svo er það í höndum hvers og eins hvort að hann vilji hrekkja eða vera góður við sinn vin þá vikuna - eða bland af hvoru tveggja.

Þessi vika er öllu jafna mjög lífleg og skemmtileg þar sem starfsfólk er ýmist að að pukrast með gjöf eða bisa við hrekk og eins og meðfylgjandi myndir sýna þá fann starfsfólk upp á ýmsu, bæði hrekkjum og velvild.

 

Lesa meira...

Föstudagsfræðsla á Hrafnistu í Reykjavík, föstudaginn 19. febrúar

Lesa meira...

 

Guðmunda Steingrímsdóttir, sjúkraliði, verður með fræðslu fyrir starfsfólk, heimilisfólk og dvalargesti Hrafnistu föstudaginn 19. febrúar nk. kl. 13:40 í samkomusalnum Helgafelli 4. hæð Hrafnistu í Reykjavík.

 

Fræðsluerindi dagsins er: Okkar eigin lífssaga.

Síða 155 af 175

Til baka takki