Fréttasafn

Styrkjum úthlutað úr Rannsóknasjóði Hrafnistu

F.v. Sigurður Garðarsson, María Fjóla Harðardóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Guðný H. Björnsdóttir, Guðjón Ármann Einarsson, María K. Jónsdóttir og Nanna Guðný Sigurðardóttir.
Lesa meira...

Í liðinni viku fór fram úthlutun úr Rannsóknasjóði Hrafnistu fyrir árið 2015. Árlega er úthlutað úr sjóðnum, en markmið hans er að efla rannsóknir á sviði öldrunarmála. Hálf milljón króna kom til úthlutunar í ár og að þessu sinni hlutu eftirfarandi verkefni styrk:

-      Íslensk þýðing og normasöfnun fyrir Addenbrooke prófið fyrir iPad (ACE-III mobile)

            -      Heimsóknavinaverkefni Rauða krossins  

 

María K. Jónsdóttir klínískur taugasálfræðingur, sálfræðiþjónustu geðsviðs LSH (Landakot) og dósent í sálfræði, Háskólanum í Reykjavík fékk 350 þúsund króna styrk. Hún vinnur að þýðingu og staðfærslu Addenbrooke Cognitive Examination (ACE) sem er skimunarpróf fyrir hugræna getu og einkum notað fyrir þá sem eru eldri en 50 ára og leita læknis vegna minnisvandkvæða. Notuð er nýjasta útgáfa prófsins (ACE-III Mobile, fyrir iPad spjaldtölvu). Auk þess að safna íslenskum viðmiðum (normum) verður gerð réttmætisathugun á íslensku útgáfunni. Prófið fæst frítt af netinu til niðurhals í iPad. Gögnin safnast fyrir þar og allir útreikningar eru gerðir sjálfvirkt í forritinu. Sífellt verður algengara að tölvur séu nýttar við hugræna skimun og þegar íslensk gerð ACE-III Mobile verður að fullu tilbúin verður slík prófun með spjaldtölvu reynd í fyrsta sinn á minnismóttökunni á Landakoti sem rútínupróf.

Þetta próf má svo nýta á öllum öldrunardeildum LSH, svo og í heilsugæslunni og á öldrunarstofnunum um allt land. Ætla má að spjaldtölvur verði teknar í notkun í auknum mæli innan heilbrigðiskerfisins og hin síðari ár hefur aukist að sálfræðileg próf séu tölvukeyrð. Á íslensku hefur ACE-III Mobile verið kallað tACE þar sem t stendur fyrir orðið tölva (s.s., tölvu-ACE).

 

Rauði kross Íslands fékk 150 þúsund króna styrk til að efla heimsóknavinaverkefni og þá sérstaklega þegar kemur að heimsóknum til aldraðra. Flestar deildir Rauða krossins sem staðsettar eru um allt land sinna þessu verkefni. Langfjölmennasti hópurinn sem fær heimsóknarvini eru aldraðir. Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Einsemd er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi og Rauði krossinn leitast við með þessu að rjúfa slíka einangrun. Heimsóknir fara fram á ýmsum stöðum s.s. á heimilum, stofnunum og hjúkrunarheimilum. Styrkurinn mun nýtast í að uppfæra fræðsluefni og úttekt á verkefninu.

 

Nánari upplýsingar veita Nanna Guðný Sigurðardóttir gæðastjóri Hrafnistuheimilanna, í síma 585 9402 eða 693 9511, eða Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, í síma 841 1600.

 

Reykjavík 11. janúar 2016.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs, María Fjóla Harðardóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðissviðs Hrafnistu, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Guðný H. Björnsdóttir fulltrúi Rauða krossins, Guðjón Ármann Einarsson formaður Rannsóknarsjóðs, María K. Jónsdóttir og Nanna Guðný Sigurðardóttir gæðastjóri Hrafnistu.

 

 

Jólakveðja frá Sjómannadagsráði og stjórn Hrafnistu

Lesa meira...

 

Sjómannadagsráð og stjórn Hrafnistu sendir heimilisfólki, aðstandendum og starfsfólki Hrafnistuheimilanna sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Með þakklæti fyrir góða samvinnu og samstarf á árinu sem er að líða.

Sérrýsund á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 18. desember

Lesa meira...

Föstudaginn 18. desember hélt starfsfólk endurhæfingardeildar Hrafnistu í Hafnarfirði hið árlega sérrýsund.  Bergþór Pálsson söngvari kom og flutti hugljúf jólalög við afar góðar undirtektir og sá jafnframt  um undirleik.

Hóparnir sem stundað hafa leikfimi í sundlauginni undir stjórn Helenu íþróttakennara  voru ofan í  lauginni og dönsuðu, marseruðu og sungu.

Sundlaugin var sett í jólabúning og skreytt hátt og lágt. Í kringum 150 manns tóku þátt í þessari skemmtun. Allir sem vildu fengu  sérrýstaup, Nóakonfekt og smákökur.

Sérrýsundið í ár tókst með eindæmum vel og það voru ánægðir gestir sem yfirgáfu skemmtunina að henni lokinni.  

Lesa meira...

Karlakórinn Þrestir í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 19. desember

Lesa meira...

Menningarsalurinn okkar var þétt setinn sl. laugardag þegar Karlakórinn Þrestir kom í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði og söng falleg jólalög. Þegar sálmurinn Heims um ból var sunginn risu áheyrendur upp úr sætum og sungu með.

Inga Pálsdóttir sá um að kynna Þrestina fyrir hönd Hrafnistu og þakka þeim fyrir komuna. Hún tekur virkan þátt í öllu því sem fer fram á heimilinu okkar og er alltaf fyrst til að rétta fram hjálparhönd þrátt fyrir að vera komin á níræðisaldur.

Þrestirnir sögðust alsælir með móttökurnar og þökkuðu kærlega fyrir hressinguna sem þeim var boðið upp á eftir sönginn.

Við þökkum þeim innilega sem og öllum þeim sem hafa gefið okkur tíma sinn til að veita okkur gleði og góðar stundir í aðdraganda jólahátíðinnar og yfir árið í heild.

 

Lesa meira...

Hrafnista Reykjanesbæ - Jólamessa á jóladag

Lesa meira...

 

Jólamessa verður haldin á jóladag kl. 15:00 á Nesvöllum og kl. 15:30 á Hlévangi

Organisti: Arnór Vilbergsson

Kór: Meðlimir úr kór Keflavíkurkirkju

Prestur: Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir

Hrafnista í Reykjavík - Hátíðarguðsþjónusta kl. 16:00 á aðfangadag

Lesa meira...

Hátíðarguðsþjónusta verður haldin í samkomusalnum Helgafelli, Hrafnistu Reykjavík, á aðfangadag jóla kl. 16:00.

Organisti: Magnús Ragnarsson

Félagar úr Kammerkór Áskirkju syngja

Forsöngvari: Magnús Ragnarsson

Einsöngur: Rakel Edda Guðmundsdóttir

Prestur: Sr. Svanhildur Blöndal

 

 

Síða 160 af 176

Til baka takki