Bleikur dagur á Hrafnistu í Kópavogi
Starfsfólk Hrafnistu í Kópavogi klæddust öll bleiku í dag í tilefni dagsins.
Starfsfólk Hrafnistu í Kópavogi klæddust öll bleiku í dag í tilefni dagsins.
Heimilisfólk og starfsfólk á Hrafnistu í Reykjavík tekur virkan þátt í Bleika deginum með því að skarta bleika litnum í dag.
Haustfagnaður fór fram á Hrafnistu í Kópavogi í gær og hófst dagskráin með fordrykk kl. 17:30.
Veislustjórarnir, þeir Davíð Ólafsson og Stefán H. Stefánsson, sáu um að skemmta fólki af sinni alkunnu snilld.
Helgi Már Hannesson spilaði á píanó og eftir borðhaldið var slegið upp balli með Guðmundi Hauki Jónssyni.
Fimmtudaginn 22. október 2015 verður haldinn haustfagnaður heimilismanna og starfsmanna á Hrafnistu Nesvöllum. Haustfagnaðurinn hefst með fordrykk kl. 17:30.
Miðar eru til sölu á þjónustuborði Nesvalla dagana 12. - 19. október.
Miðaverð fyrir gesti er kr. 4.000.-
Í dag var opnuð, á Hrafnistu í Hafnarfirði, myndlistarsýning Þórdísar Kristinsdóttur. Þórdís mun vera sannkallaður gaflari og mjög fær listakona.
Sýningin verður opin frá og með fimmtudeginum 15. október til 18. nóvember 2015
Þórdís Kristinsdóttir er fædd árið 1930 í Hafnarfirði þar sem hún hefur alið allan sinn aldur.
Hún lærði í Listaskólanum við Hamarinn og var ein af fyrstu nemendum skólans. Þórdís hefur einnig numið í Myndlistaskólanum í Reykjavík og hjá listamönnunum Þorra Hringssyni og Jean Antoine Posocco. Hún hefur sótt ýmis myndlistarnámskeið í Reykjavík og Hafnarfirði.
Þórdís hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum en fyrsta einkasýning hennar var í Gallerí Jörð, Hafnarfirði í október árið 2000.
Upplýsingar um sýninguna fást hjá Þórdísi í síma 861 3072 en einnig má fá upplýsingar hjá Böðvari Magnússyni í síma 892 7393.
Helena Björk Jónasdóttir, íþróttakennari á Hrafnistu í Hafnarfirði, bauð upp á stólayoga í Menningarsalnum á dögunum við góðar undirtektir.
Það er alltaf nóg um að vera á Hrafnistu. Meðfylgjandi eru myndir úr starfinu á Hrafnistu í Reykjavík.
Lára G. Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins, hélt fróðlegan fyrirlestur á Hrafnistu í Hafnarfirði í gær um heilsuna, svefninn og áhrifaþætti sem hafa áhrif á heilsuna okkar. Íbúar fjölmenntu í Menningarsalinn og voru ánægðir með fræðsluna.
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameini hjá konum. Átakið nær hámarki föstudaginn 16. október hér hjá okkur á Hrafnistuheimilunum þegar ALLIR, bæði starfsfólk og heimilisfólk, er hvatt til að klæðast bleiku til að sýna málefninu samstöðu
Eldhúsin láta ekki sitt eftir liggja og boðið verður upp á bleika sósu með hádegismatnum, bleikan ís og vínarbrauð með bleikum glassúr.
Í Hafnarfirði verður einnig bleikur dansleikur eftir hádegið þar sem meðal annars Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ætlar að líta við.
Undanfarið hafa heimilin verið skreytt með bleikum lit sem skapar skemmtilega stemningu eins og myndirnar hér fyrir neðan, frá Hrafnistu í Hafnarfirði, sýna.
Síða 163 af 173