Fréttasafn

Breytingar á stjórnendum og skipulagi hjúkrunardeilda Hrafnistu Reykjavík

Lesa meira...

Í dag voru kynntar á Hrafnistu Reykjavík breytingar á hjúkrunardeildum heimilisins og stöðum stjórnenda þeirra.

Undanfarið hafa verið fimm hjúkrunar- og dvalardeildir á Hrafnistu í Reykjavík, en þeim var fækkað úr sex síðast liðið vor. Til samanburðar hafa fjórar deildir í Hafnarfirði í áraraðir, verið að sinna jafnmörgum íbúum.

Þar sem við erum alltaf að leita leiða til að gera starfsemina enn markvissari, hefur verið ákveðið að fækka deildum í Reykjavík um eina til samræmis við starfsemina í Hafnarfirði.

Frá og með næstu áramótum verða starfræktar fjórar hjúkrunar- og dvalardeildir á Hrafnistu í Reykjavík í stað fimm.

Deildirnar Sólteigur og Mánateigur (H-álma) sameinast í eina deild frá næstu áramótum.
 

Lesa meira...
 
Þorbjörg Sigurðardóttir verður deildarstjóri sameinaðrar deildar Sólteigs og Mánateigs, en Þorbjörg hefur verið deildarstjóri á Mánateig síðan í vor. Hún var áður deildarstjóri á Engey/ Viðey. 
Lesa meira...
 
Gunnhildur Björgvinsdóttir deildarstjóri á Sólteigi flytur sig um set og tekur við stöðu deildarstjóra á Vitatorgi um næstu áramót.
Lesa meira...
 
Jóhanna Davíðsdóttir, sem hefur verið deildarstjóri á Vitatorgi lætur af störfum nú um áramótin af eigin ósk og þökkum við henni glæst störf í þágu Vitatorgs og Hrafnistu.
Lesa meira...
 
Eygló Tómasdóttir aðstoðardeildarstjóri á Lækjartorgi/Engey/Viðey tekur við starfi deildarstjóra á sömu deild frá næstu áramótum.
Lesa meira...Þóra Geirsdóttir deildarstjóri á Lækjartorgi/Viðey/Engey tekur við nýrri stöðu verkefnastjóra heilbrigðissviðs ásamt að vera áfram staðgengill forstöðumanns á Hrafnistu í Reykjavík. Um er að ræða nýtt starf í skipuriti Hrafnistu og heyrir það undir Heilbrigðissvið. Þóra mun í samvinnu við framkvæmdastjóra heilbrigðissviðs bera ábyrgð á samræmingu og samþættingu á heilbrigðisþjónustu innan Hrafnistuheimilanna, ásamt innleiðingu og framkvæmd á samræmdri stefnu Hrafnistu. Hún mun einnig taka þátt í stefnumótun, markmiðasetningu og áætlanagerð sem snýr að Heilbrigðissviði Hrafnistu. Verkefnastjóri heilbrigðissviðs verður einnig sérstakur ráðgjafi þegar kemur að RAI – skráningu og öðru er viðkemur RAI á Hrafnistuheimilunum.

 

Við óskum Þorbjörgu, Gunnhildi, Eygló og Þóru heilla í nýjum stöðum og sendum góðar sameiningarkveðjur á Sólteig og Mánateig!

 

Markviss notkun tónlistar hjá einstaklingum með alzheimer, heilabilun og þunglyndi

Lesa meira...

Á Hrafnistu í Hafnarfirði stendur til að nota markvisst tónlist í iðjuþjálfun hjá einstaklingum með alzheimer, heilabilun og þunglyndi. Tónlistin er nú þegar stór hluti í daglegu starfi Hrafnistu en nú langar okkur að prófa að vinna meira út frá tónlistarsmekk hvers og eins með það í huga að það auki vellíðan og lífsgæði einstaklingsins.

 

Nánari umfjöllun má lesa með því að velja linkinn hér fyrir neðan

http://lifdununa.is/grein/tonlist-gledur-alzheimersjuklinga

 

Fjölþjálfi að gjöf frá Lionsklúbbi Hafnarfjarðar

F.v. Ellert Eggertsson, Pétur Magnússon og Bryndís Fanný Guðmundsdóttir
Lesa meira...

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar er dyggur stuðningsaðili endurhæfingardeildarinnar á Hrafnistu í Hafnarfirði og hefur um nokkurra ára skeið gefið deildinni veglegar og glæsilegar gjafir. Má í því sambandi nefna fullkominn laser, æfingatæki í tækjasalinn ásamt meðferðarbekk. Í vor sem leið færðu Lionsfélagarnir endurhæfingardeildinni fjölþjálfa af tegundinni Nustep T5XR ásamt fylgihlutum sem er kærkomin búbót við góðan tækjakost deildarinnar og þjálfunarúrræði fyrir breiðan hóp þjónustuþega Hrafnistu. Í þakkarskyni var Lionsfélögum boðið til kvöldverðar á Hrafnistu í haust þar sem tækið var formlega afhent. Bryndís Fanný Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari á Hrafnistu segir ómetanlegt að eiga velgjörðarmenn sem þessa og Lionsklúbbi Hafnarfjarðar verði seint fullþakkaður sá stuðningur sem klúbburinn hafi veitt til aukins endurhæfingarstarfs á Hrafnistu. 

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá þegar Ellert Eggertsson, fyrrv. formaður Lionssklúbbs Hafnarfjarðar, afhenti nýja fjölþjálfann formlega 8. október. Við honum tóku fyrir hönd Hrafnistu þau Pétur Magnússon forstjóri og Bryndís Fanný Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari.

Einnig má sjá þegar Magnús Ingjaldsson félagi í Lions mátaði sig við nýja fjölþjálfann.

Lesa meira...

Háskólaskemmtun á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Hópur úr verkefnastjórnun í Háskóla Íslands stóð fyrir viðburði á kaffihúsinu Skálafelli, Hrafnistu í Reykjavík í vikunni. Kórfélagar úr Söngskóla Sigurðar Demetz sungu og Háskólakórinn brýndi raust sína. Óperusöngvarar tóku lagið og lesin voru ljóð. Dansarar frá Háskólanum stigu einnig á stokk og sýndu dans við glymjandi rokkmúsík. Lífleg og skemmtileg uppákoma sem viðstaddir heimilismenn höfðu gaman af að njóta. 

 

Lesa meira...

Kósý sunnudagur á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Starfsfólkinu á Sjávar- og Ægishrauni, Hrafnistu Hafnarfirði, áskotnaðist svolítið af suðusúkkulaði um helgina sem ákveðið var að nýta í að búa til heitt súkkulaði. Að sjálfsögðu var það svo borið fram með þeyttum rjóma.

 Eins og sjá má á myndunum vakti þetta mikla lukku meðal heimilisfólks.

 

Lesa meira...

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar - kynning á starfsemi Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

Í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar þann 27. október sl. stóð iðjuþjálfunin á Hrafnistu í Hafnarfiði að kynningu á starfsemi sinni.

Á kynningunni mátti sjá m.a. sýnishorn frá ýmsum meðferðarformum, hjálpartækjum og matstækjum. Einnig var hægt að  skoða myndir frá daglegu starfi iðjuþjálfa.

Allir voru velkomnir og var ánægjulegt að sjá hversu vel tókst til og voru gestir mjög áhugasamir.

Hér má sjá nokkrar myndir af uppstillingunum.

Lesa meira...

Síða 164 af 176

Til baka takki