Fréttasafn

Alzheimer kaffi fimmtudaginn 29. október 2015

Lesa meira...

Næsta Alzheimer kaffi verður haldið fimmtudaginn 29. október kl. 17 að Hæðargarði 31, 108 Reykjavík.

Steinunn Leifsdóttir, íþróttafræðingur á endurhæfingardeild Hrafnistu í Reykjavík, mun m.a. ræða um nauðsyn hreyfingar á efri árum.

Kaffi og meðlæti. Aðgangseyrir kr. 500.

Allir velkomnir.

 

Sjá nánar meðfylgjandi auglýsingu

 

Umfjöllun um lífið og tilveruna á Hrafnistu í Hafnarfirði í Fjarðarpóstinum, bæjarblaði Hafnfirðinga

Lesa meira...

Í bæjarblaði Hafnfirðinga, Fjarðarpóstinum sem kom út í dag, má finna skemmtilega umfjöllun um lífið og tilveruna á Hrafnistu í Hafnarfirði.

Á blaðsíðu 10 er fjallað um málverkasýningu Þórdísar Kristinsdóttur, sem opnuð var í Menningarsalnum í síðustu viku og stendur fram til 18. nóvember.

Á blaðsíðu 11 er svo fjallað um vikulegt föstudagsball Hrafnistu, sem fram fór sl. föstudag en það var með bleiku þema að þessu sinni. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra heimsótti Hrafnistu þennan dag þar sem hann skoðaði heimilið með stjórnendum. Á ferð sinni um húsið var honum að sjálfsögðu boðið upp í dans.

Með því að smella á linkinn hér fyrir neðan má finna þessa umfjöllun í Fjarðarpóstinum í dag

http://www.fjardarposturinn.is/images/FP-pdf/FP-2015-38-skjar.pdf

Lestrarstund á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Á hverjum degi er lestrarstund í Hafnarfirðinum og er hún yfirleitt vel sótt. Fimmtudagar eru þeir dagar sem flestir koma og hlusta og í dag voru öll sæti upptekin.
Lesefnið þessa dagana er „Þar sem Djöflaeyjan rís“ eftir Einar Kárason og þeir sem hlýddu á í dag skemmtu sér konunglega yfir lestrinum. 

 

Lesa meira...

Aðalfundur Beinverndar á Hrafnistu á alþjóðlegum degi beinverndar

Lesa meira...

Alþjóðlegi beinverndardagurinn er í dag 20. október.  Að þessu sinni er athyglinni beint að næringunni sem beinin þurfa til að þroskast og viðhalda styrk sínum, allt frá vöggu til grafar. Sjúkdómurinn beinþynning er stundum skilgreindur sem barnasjúkdómur með afleiðingar öldrunarsjúkdóms. Bernsku- og unglingsárin eru það tímabil ævinnar, þegar vöxtur beina er mestur og þá ræðst hve sterk og þétt beinin verða. Það er á þessum tíma sem lagt er inn í „beinabankann“  og við byrjum strax að taka út úr honum á fullorðinsárum, af innistæðu sem verður að endast okkur ævilangt.

 

Aðalfundur Beinverndar er jafnframt haldinn í dag og er okkur ánægja að segja frá því að fundurinn er að þessu sinni haldinn á Hrafnistu í Reykjavík.

Heilbrigðisráðherra heimsótti Hafnarfjörð

Lesa meira...

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, heimsótti Hrafnistu í Hafnarfirði s.l. föstudag. Eftir að hafa fundað með fulltrúum framkvæmdaráðs Hrafnistu gaf ráðherra sér tíma til að skoða heimilið og spjalla við íbúa og starfsfólk. Hann steig svo nokkur dansspor á föstudagsballi heimilisfólks.

Ráðherra var mjög ánægður með heimsóknina á þetta stærsta öldrunarheimili landsins. Meðfylgjandi myndir voru teknar á föstudaginn í heimsókn ráðherra.

 

Lesa meira...

Bleik sveifla á Hrafnistu

Lesa meira...

Bleiki dagurinn var haldinn í dag á öllum Hrafnistuheimilunum og heimilsfólk og starfsfólk tók virkan þátt með því að klæðast bleiku. Hið vikulega dansiball á Hrafnistu í Hafnarfirði fór fram í dag en það var að sjálfsögðu með bleiku yfirbragði í tilefni dagsins. Kristján Þór Júlí­us­son, heilbrigðisráðherra, var í Hafnarfirðinum og steig nokk­ur spor af tals­verðri list. Hildigunnur Sig­valda­dótt­ir sem er einn heim­il­is­manna dansaði við ráðherr­ann en hún er móður­syst­ir Kristjáns Þórs. Hún seg­ir að alltaf liggi vel á fólki á föstu­dög­um þegar dans­skórn­ir séu tekn­ir fram og að fólk komi víða að til að taka þátt.

mbl.is var á Hrafn­istu í dag.

 

Hægt er að sjá myndband frá fréttinni hér:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/10/16/bleik_sveifla_a_hrafnistu/

 

 

Síða 164 af 175

Til baka takki