Jólaheimsókn forstjóra ásamt fríðu föruneyti
Undanfarin ár hefur Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna, farið í jólaheimsókn fyrir jólin á allar deildar Hrafnistuheimilanna ásamt fríðu föruneyti sem hefur sungið og spilað jólalög fyrir heimilisfólk, starfsfólk og gesti.
Á meðfylgjandi mynd má sjá föngulegan hóp sem heimsótti allar deildar á Hrafnistuheimilunum í Reykjavík og Reykjanesbæ í gær og í dag ætlar hópurinn að heimsækja heimilin í Hafnarfirði og Kópavogi, syngja, spila og dreifa jólanammi.
Þessum jólaheimsóknum fylgir sannkallaður jólaandi sem allir hafa ánægju og gleði af.