Fréttasafn

Nýr aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu í Reykjavík

Eygló Tómasdóttir hefur verið ráðinn aðstoðardeildarstjóri á  sameinaðri deild Lækjartorg – Engey – Viðey á Hrafnistu í ReykjavíkHún hefur störf þann 4. ágúst. Eygló útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.S. frá HÍ 2006. 

Við bjóðum Eygló velkomin til starfa á Hrafnistu.

 

Ekki verkföll á Hrafnistu

Viðræður milli Fíh (Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga) og SFV eru lítið komnar af stað en til þess að hægt sé að boða verkfall þurfa aðilar að gera árangurslausa tilraun til að ná samningum. Algengast er að stéttarfélögin hefji viðræður við ríkið og Samtök atvinnulífsins og SFV komi svo í kjölfarið. Því er ólíklegt að verkföll verði á Hrafnistu á næstunni.

 

Þetta á við um öll stéttarfélög sem starfa á Hrafnistu.

Framtíðarþing um farsæla öldrun

Lesa meira...

Framtíðarþing um farsæla öldrun var haldið í sal Háskólans á Akureyri síðastliðinn mánudag. Rúmlega 60 manns á öllum aldri sátu þingið og kom meðal annars fram í máli fundarmanna að það þyrfti síður en svo að kvíða hækkandi aldri. Einnig að mikilvægt sé fyrir starfsfólk í velferðarþjónustu að þekkja til hlítar þarfir og óskir aldraðra til að geta veitt sem besta þjónustu. Þá kom einnig fram að halda þurfi áfram að þróa þjónustuna við aldraða, t.d. félagsstarf og annað sem þessum hópi standi til boða.

Framundan er úrvinnsla gagna af þinginu og skýrslugerð með niðurstöðunum, en segja má að eitt af markmiðum þingsins sé að niðurstöðurnar verði leiðbeinandi fyrir stjórnvöld um það hvernig aldraðir vilja sjá sín mál þróast til framtíðar.

Framtíðarþingið á Akureyri var samstarfsverkefni Öldrunarráð Íslands, Akureyrarbæjar, Félags eldri borgara á Akureyri, Háskólans á Akureyri, Landsambands eldri borgara og Velferðarráðuneytisins. Stutt ávarp í upphafi þings fluttu Eiríkur Björn Björnsson, bæjarstjóri Akureyrar og Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA.

Bravó! Brava!

Lesa meira...

Í tilefni af evrópska óperudeginum þann 9. maí sl. var boðið upp á stutta óperutónleika á Hrafnistu í Reykjavík. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór komu í heimsókn og sungu nokkur vel valin lög fyrir heimilsfólk og aðra gesti.
Þetta var ógleymanleg upplifun fyrir alla viðstadda og ætlaði lófaklappinu aldrei að linna að tónleikum loknum.
Bravó! Brava! 

Gáfu Hlévangi æfingahjól og lazerpenna

Lesa meira...

Tvær gjafir voru afhentar til Hlévangs í hátíðarhöldum 1. maí í Stapa í dag.  Þetta er annars vegar var afhent æfingahjól og hins vegar lazerpenni. Bæði tækin verða til staðar á Hlévangi.  

 
Gjafirnar eru frá verkalýðsfélögunum sem standa að hátíðarhöldunum í Stapa auk þess að Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis kemur að gjöfinni. verðmæti gjafanna er samanlagt um þrettán hundruð þúsund.
 
„Þessar tvær gjafir eru gefnar með mikilli gleði og þakklæti frá okkur, með von og vissu um að þau nýtist vel. Það er nefnilega þannig að flest allir sem á Hlévangi dvelja hafa verið í einhverju af þeim verkalýðsfélögum sem standa þessar gjöf sem við nú afhendum formlega hér í dag,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, þegar gjafirnar voru afhentar í dag.

 

Hrafnista í Reykjavík-endurhæfing-hvað nú?

Lesa meira...
Í Morgunblaðið í dag, 26. febrúar, ritar Anna Sigríður Árnadóttir, fyrrverandi menntaskólakennari, áhugaverða blaðagrein sem Hrafnista leyfir sér hér með að birta í heild sinni:
 
„Ég hef hingað til ekki kært mig um að bera sjúkrasögu mína á torg í blöðum, en nú er svo komið að ég get ekki lengur staðið hlutlaus hjá og orða bundist. Ég er það sem í dag er kallað »langveik« og hef verið það í 30 ár. Ég starfaði sem menntaskólakennari en varð að láta af störfum af heilsufarsástæðum allt of snemma, sem var afar erfitt þar sem ég unni mjög starfi mínu.
 
Frá árinu 2010 versna veikindin mjög, eitt tekur við af öðru og árið 2014 er svo komið að hjólastóllinn er kominn í hús, gigtin batnar ekki og bæði hné búin. Ég þráaðist við og gat ekki hugsað mér að setjast baráttulaust í hann. Læknar mínir treystu mér illa í hnéliðaskipti, m.a. vegna annarra sjúkdóma og því bentu læknar mér á dagþjálfun Hrafnistu sem undirbúning fyrir hnéliðaskipti. Ég fékk hálfgert áfall, fædd 1946, en þar með orðin nógu gömul til að geta sótt um þar. Það var gert og það var kvíðin kona sem þar mætti fyrsta daginn. Það var óþarfi því allir sem að þeirri deild koma eru yndislegt fólk, vinna afar faglega og sýna fólki virðingu, hlýju og tillitssemi. Þarna var ég í nokkrar vikur að búa mig undir aðgerðina. Þessu fólki sendi ég öllu mínar innilegustu þakkarkveðjur.
Lesa meira...

Lokahóf í lestrarverkefni Hrafnistu í Hafnarfirði og Víðistaðaskóla

Í október síðastliðinn hófst samvinnuverkefni á milli iðjuþjálfunar á Hrafnistu Hafnarfirði og Víðistaðaskóla. Börnin í 5. bekk komu vikulega, hver bekkur á þriggja vikna fresti, með sínum kennara til að lesa fyrir heimilisfólk og einstaklinga í dægradvölinni. Þetta var hluti af lestrarátaki innan skólasamfélagsins og var markmiðið að börnin æfðu sig í að lesa upphátt og framburð. Þau lásu ýmist skólaljóð eða yndislestur og höfðu allir virkilega gaman af þessu lestrarverkefni. Það voru margar fallegar kveðjur sem áttu sér stað þar sem börnin þökkuðu fyrir sig og fólkið þeim fyrir að koma og lesa fyrir sig því það höfðu skapast mörg góð vinasambönd á þessum tíma. Guðni frá Fjarðarpóstinum kíkti á okkur, okkur til mikillar gleði. Virkilega skemmtilegt samstarfsverkefni og þökkum við börnunum og kennurum kærlega fyrir góðar stundir saman.
 

Síða 161 af 163

Til baka takki