Sæl öll
Í dag er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar og í tilefni dagsins langar mig til að fræða ykkur aðeins um iðjuþjálfun.
Nokkrir fróðleiksmolar um iðjuþjálfun í tilefni af Alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar, 27. október 2015:
Vissir þú að ……..???
Iðjuþjálfafélag Íslands var stofnað 1976 – stofnfélagar voru 10 konur – félagsmenn eru nú um 300 – með stéttarfélags-, fag- eða nemaaðild. http://www.ii.is/
Árið 2016 verður félagið 40 ára og í tilefni afmælisins verður haldin ráðstefna í byrjun mars 2016.
Iðjuþjálfun er kennd við Háskólann á Akureyri – kennsla hófst 1997 og fyrstu „íslensku“ iðjuþjálfarnir luku námi 2001 http://www.unak.is/
Iðjuþjálfun við HA er 4ra ára BSc-nám
Fyrir tilkomu námsbrautar við HA lærðu Íslendingar iðjuþjálfun erlendis – flestir á Norðurlöndunum, en einnig í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu.
Alheimssamtök iðjuþjálfa WORLD FEDERATION OF OCCUPATIONAL THERAPISTS voru stofnuð 1952 , http://www.wfot.org/
Stærsti vinnustaður iðjuþjálfa á Íslandi er Landspítali og þar eru iðjuþjálfar starfandi á eftirtöldum starfsstöðvum: Fossvogur, Grensás, Landakot, Hringbraut (vefrænar- og geðdeildir), Barna- og unglingageðdeild, Kleppur.
Annar stór vinnustaður iðjuþjálfa er Endurhæfingarmiðstöðin Reykjalundur. Þar starfa iðjuþjálfar á eftirtöldum sviðum: hjartasviði, lungnasviði, geðsviði, gigtarsviði, verkjasviði, hæfingarsviði, taugasviði, næringar- og offitusviði og sviði atvinnulegrar endurhæfingar.
Iðjuþjálfar eru starfandi í mörgum sveitarfélögum víðs vegar um landið og er starfssvið þeirra þar í leik- og grunnskólum.
Starfsendurhæfing er ört vaxandi þjónusta og byggir á þeirri hugsun að meta færni, en ekki óvinnufærni eða örorku. Iðjuþjálfar eru víða starfandi í starfsendurhæfingu, s.s. hjá Janus og Hugarafli og Starfsendurhæfingarsjóðnum VIRK og sem starfsendurhæfingarráðgjafar hjá stéttarfélögum.
Á Æfingastöð SLF, Þroska- og hegðunarstöð og Greiningarstöð vinna iðjuþjálfar með börnum sem glíma við færnivanda af ýmsum toga og fjölskyldum þeirra og veita ráðgjöf til skóla og leikskóla barnsins.
Iðjuþjálfar starfa í álverinu á Reyðarfirði og í Straumsvík við vinnuvernd.
Iðjuþjálfar eru starfandi á flestum öldrunarheimilum á Íslandi og það er starfandi faghópur í öldrunarþjónustu innan iðjuþjálfafélagsins.
Á Hrafnistu starfa 6 iðjuþjálfar: Sigurbjörg Hannesdóttir og Þorgerður Kristín Guðmundsdóttir Hrafnistu í Reykjavík. Sigurbjörg Hannesdóttir Hrafnista í Kópavogi.
Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, María Ósk Albertsdóttir og Harpa Björgvinsdóttir Hrafnistu í Hafnarfirði. Erla Durr Magnúsdóttir Hrafnistu í Reykjansbæ.
Ykkur til upplýsinga læt ég fylgja2 stutt myndbönd um iðjuþjálfun.
Hvað er iðjuþjálfun? https://www.youtube.com/watch?v=ZKdA8QzdAlo#action=share
Hvað er iðjuþjálfun? https://www.youtube.com/watch?v=ETcPH5-LmDw
Kær kveðja
Sigurbjörg Hannesdóttir
Deildarstjóri iðjuþjálfunar
Hrafnista Reykjavík og Kópavogur