Fréttasafn

Nýr hjúkrunardeildarstjóri tekur við Báruhrauni, 4. hæð Hrafnistu í Hafnarfirði

Anný Lára Emilsdóttir
Lesa meira...

Anný Lára Emilsdóttir sérfræðingur í öldrunarhjúkrun hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á Báruhrauni, 4. hæð Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún mun hefja störf í haust og taka við af Elínu Stefánsdóttur sem ætlar að hverfa til annarra starfa eftir langt og farsælt starf hjá Hrafnistu.

Anný Lára hefur undanfarin ár verið teymisstjóri hjá heimahjúkrun Garðabæjar. Hún hefur mikla reynslu af hjúkrun aldraðra, hefur m.a. starfað sem hjúkrunarfræðingur á Sóltúni og  á líknardeild öldrunar- og þvagfæraskurðdeild LSH.

Anný Lára lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 2003, MS prófi frá sama skóla 2011 og fékk sérfræðileyfi í öldrunarhjúkrun frá Embætti landlæknis 2014.

Hún sat í stýrihópi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um eflingu öldrunarhjúkrunar 2014-2015 og átti sæti í stjórn Fagdeildar öldrunarhjúkrunar 2011-2015.

Anný Lára hefur haldið ýmsa fyrirlestra og skrifað tímaritsgreinar um málefni aldraðra.

Við bjóðum Anný Láru velkomna í Hrafnistuhópinn!

 

 

 

 

 

 

Grein um kynlíf aldraðra

Erna Indriðadóttir, ritstjóri vefsíðunnar Lifðu Núna, hafði samband við Guðrúnu Jóhönnu Hallgrímsdóttur iðjuþjálfa á Hrafnistu í Hafnarfirði í kjölfar greinar sem birtist á vefsíðunni föstudaginn 26. júní sl. 

Umræðuefnið var kynlíf aldraðra, sérstaklega hjá þeim sem nú eru búsettir á öldrunarheimilum. Það virðist enn vera mikið feimnismál fyrir marga, starfsmenn og aldraða og því oft erfitt að ræða ef eitthvað er.  Vonandi kemur það til með að breytast með aukinni umræðu á málefninu. 

Viðtalið sem Erna tók við Guðrúnu má finna með því að velja slóðina hér fyrir neðan.

 http://lifdununa.is/grein/thorf-fyrir-kynlif-fylgir-manneskjunni-alla-aevi/  

 

 

 

Góð heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík

Sérfræðingur frá Dale Carnegie kom í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík og gerði í kjölfarið þetta fallega og skemmtilega myndband. Í tilefni af 11 ára afmæli Dale Carnegie á Íslandi ákváðu samtökin að gefa til baka til samfélagsins. Þau langaði að gefa til baka til eldri borgara og var markmiðið að sýna umhyggju og einlægan áhuga, spjalla og leyfa eldra fólkinu að finna hvað þau eru mikilvæg.

 
Myndbandið er að finna á Facebook-síðu Dale Carnegie á Íslandi:
https://www.facebook.com/dalecarnegie.is/timeline

Nýr aðstoðardeildarstjóri sjúkraþjálfunardeildar á Hrafnistu í Reykjavík

Rósa Mjöll Ragnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á sjúkraþjálfunardeild  Hrafnistu í Reykjavík. Hún hefur starfað sem sjúkraþjálfari á Hrafnistu frá árinu 2008. Rósa útskrifaðist með B.S. próf  í sjúkraþjálfun árið 2002. Rósa er boðin velkomin í stjórnendahóp Hrafnistu. 

 

Kvennahlaupið Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Kvennahlaupið er haldið árlega og er það hvatning til kvenna til að hreyfa sig og stunda líkamsrækt. Hlaupið er alltaf haldið sem næst kvennréttindadeginum 19. júní en á þeim degi árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt. Kvennahlaupið í ár var það 11. Sem við höldum hér á Hrafnistu í Hafnarfirði. Árið 2003 var fyrsta Kvennahlaupið haldið hér hjá okkur en þá mættu um 30 konur. Í ár voru í kringum 90 konur sem tóku þátt. Hægt var að velja um þrjár vegalengdir í göngunni. Þegar konurnar voru búnar að ganga var haldið inní Menningarsal þar sem var boðið uppá ferska ávexti, djús, kristal, súkkulaðirúsínur og kremprufur gefnar. Slegið var upp balli og sýndi ung dama listir sínar og stökk nokkur heljarstökk fyrir mannskapinn við mikil fagnaðarlæti.

 

 

 

Kvennahlaup Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

Fimmtudaginn 11. júní héldum við á Hrafnistu í Kópavogi okkar árlega Kvennahlaup, en það er í fimmta skipti sem hlaupið er haldið í Boðaþingi.

Við hituðum upp við undirleik harmonikku, léttar veitingar og ljúfir tónar tóku svo á móti þeim sem komu í mark.

Elsti þátttakandinn fékk viðurkenningu, en það var hún Anna Samúelsdóttir 98 ára.

Dagurinn var vel heppnaður og sólin skein rétt á meðan hlaupið var.

Kvennahlaup Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Miðvikudaginn 3.júní héldu Reykvíkingar sitt kvennahlaup. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum og veðrið lék við göngufólkið. Gengnar voru tvær vegalengdir. Eftir gönguna tóku leikskólakrakkar frá Vinagarði á móti þátttakendum með söng og skemmtilegri nærveru. Þetta var í alla staði vel heppnaður dagur og því er að þakka öllu starfsfólki sem hjálpaði til við gera svo mörgum mögulegt að taka þátt.

Starfsfólk endurhæfingardeildar. 

 

Bæjarstjórn tapaði enn og aftur í árlegri púttkeppni.

Lesa meira...

Heimilismenn Hrafnistu unnu öruggan sigur að venju á bæjarstjórn Hafnarfjarðar í púttkeppni í gær. Keppnin er haldin árlega og hefur farandbikarinn aldrei yfirgefið hillur Hrafnistu, enda hafa heimilismenn nægan tíma til æfinga á meðan bæjarstjórn situr á fundum dag

og nótt.

Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, fékk skammarverðlaun mótsins þar sem hann fór hringinn á flestum höggum. 

 

Síða 172 af 175

Til baka takki