Fréttasafn
Nýr deildarstjóri Hrafnistu í Kópavogi

Erla Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu Kópavogi. Hún hefur starfað á Hrafnistu frá árinu 2012. Erla útskrifaðist með B.S. próf í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2012. Erla er boðin velkomin í stjórnendahóp Hrafnistu og Rósu Guðlaugu Kristjánsdóttur sjúkraþjálfara þakkað fyrir samstarfið og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Nærri 3.000 páskaegg á leið til Hrafnistu

Loksins eru myndir frá Hrafnistuhátið starfsmanna komnar inn á síðuna.
Sjá myndasafn með því að smella á mynd.
Nýr gæðastjóri Hrafnistuheimilanna

Lokahóf í lestrarverkefni Hrafnistu Hafnarfirði og Víðistaðaskóla
Í október síðastliðinn hófst samvinnuverkefni milli iðjuþjálfunar á Hrafnistu Hafnarfirði og Víðistaðaskóla. Börnin í 5. bekk komu vikulega, hver bekkur á þriggja vikna fresti, með sínum kennara til að lesa fyrir heimilisfólk og einstaklinga í dægradvölinni. Þetta var hluti af lestrarátaki innan skólasamfélagsins og var markmiðið að börnin æfðu sig í að lesa upphátt og framburð. Þau lásu ýmist skólaljóð eða yndislestur og höfðu allir virkilega gaman af þessu lestrarverkefni. Það voru margar fallegar kveðjur sem áttu sér stað þar sem börnin þökkuðu fyrir sig og fólkið þeim fyrir að koma og lesa fyrir sig því það höfðu skapast mörg góð vinasambönd á þessum tíma. Guðni frá Fjarðarpóstinum kíkti á okkur, okkur til mikillar gleði. Einstaklega skemmtilegt og fræðandi samstarfsverkefni þarna á ferð og þökkum við börnunum og kennurum kærlega fyrir góðar stundir saman.
Þorrablót Hrafnistu í Hafnarfirði
Það voru einnig margir fjölmiðlar með okkur þarna um kvöldið svo sem ríkissjónvarpið, ÍNN, Morgunblaðið og auglýsingastofan KOM sem tóku myndir og myndbönd af öllum herlegheitunum. Virkilega skemmtilegt kvöld í alla staði og mikil ánægja meðal heimilisfólks, gesta og starfsfólks.
Myndir frá þorrablótinu í Hafnarfirði:
Starfsafmæli Hrafnistu í Hafnarfirði
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar í heimsókn
Fleiri greinar...
Síða 172 af 173