Danshópur frá Félagi eldri borgara í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði
Danshópur frá Félagi eldri borgara heimsótti heimilisfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði sl. miðvikudag og tók nokkur lauflétt spor undir handleiðslu Auðar Hörpu Andrésdóttur danskennara sem hefur verið með mjög skemmtilega og vinsæla danstíma hjá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði.
Lauflétt og skemmtileg stemning skapaðist við flutninginn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndbandi
www.facebook.com/mariasveins/videos/10153633709149025/