Fréttasafn

Bleiki dagurinn á Hrafnistu – föstudaginn 16. október

Lesa meira...

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameini hjá konum. Átakið nær hámarki föstudaginn 16. október hér hjá okkur á Hrafnistuheimilunum þegar ALLIR, bæði starfsfólk og heimilisfólk, er hvatt til að klæðast bleiku til að sýna málefninu samstöðu

Eldhúsin láta ekki sitt eftir liggja og boðið verður upp á bleika sósu með hádegismatnum, bleikan ís og vínarbrauð með bleikum glassúr.

Í Hafnarfirði verður einnig bleikur dansleikur eftir hádegið þar sem meðal annars Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ætlar að líta við.

 

Undanfarið hafa heimilin verið skreytt með bleikum lit sem skapar skemmtilega stemningu eins og myndirnar hér fyrir neðan, frá Hrafnistu í Hafnarfirði, sýna.

 

Lesa meira...

Ekkert verkfall á Hrafnistu

Lesa meira...

Að gefnu tilefni viljum við benda á að verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands sem nú stendur yfir á ýmsum ríkisstofnunum á ekki við á Hrafnistuheimilunum. Starfsemi Hrafnistuheimilanna er því með venjubundnum hætti, enda eru þau ekki ríkisstofnanir.

 

Bleika slaufan 2015

Lesa meira...

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árverknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameini hjá konum.

Við hér á Hrafnistu höfum verið dugleg að styðja við átakið og hvetjum aðra til að sýna stuðning í verki og festa kaup á Bleiku slaufunni.

Október er mánuður Bleiku slaufunnar

Komin með bleiku slaufuna í barminn. Frá vinstri: Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Hrafnistu, Sigríður Á. Andersen, Birgir Ármannsson og Sigrún Stefánsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Reykjavík.
Lesa meira...

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Á undanförnum árum höfum við hér á Hrafnistuheimilunum tekið þátt í átakinu af krafti; skreytt húsin og haldið formlega upp á bleika daginn með ýmsum hætti – til dæmis með því að hvetja fólk til að klæðast bleiku. Þetta árið verið engin undantekning svo allir eru hvatir til að vera duglegt að taka þátt. Dagskrá bleika mánaðarins verður nánar kynnt á hverju heimili fyrir sig.

Líkt og undanfarin ár er Bleika slaufan seld í verslunum Hrafnistu. Þegar sala hófst í morgun voru það þingmennirnir Birgir Ármannsson og Sigríður Á. Andersen sem voru með þeim allra fyrstu til að næla í sig nýju slaufunum en þau voru einmitt í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík til að kynna sér starfsemina.

 

 

Hrafnista Hlévangi Reykjanesbæ - undirbúningur fyrir haustfagnaðinn þann 8. október

Lesa meira...

Mikill undirbúningur stendur yfir þessa dagana á Hrafnistu Hlévangi vegna haustfagnaðar heimilisfólks og starfsfólks sem fram fer 8. október nk.  

Dagskráin hefst með fordrykk og eftir matinn verður dregið í happdrætti og slegið upp balli. Leitað var til fyrirtækja í bænum til að gefa vinninga í happdrættið og var alls staðar tekið vel í það.

Heimilið verður skreytt í fallegum haustlitum og öllu verður tjaldað til. Heimilisfólk hefur tekið virkan þátt í undirbúningnum með því að hjálpa til við föndrið og ýmislegt hefur verið gert til að auka á spennuna og gleðina.

 

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er heimilið í óða önn að taka á sig skemmtilegan haustblæ.

 

  • Síða 168 af 177

    Til baka takki